Skítafnykur í loftinu ! en engin vill viðurkenna að hann hafi verið að reka við

Íhaldsjötunið Villi og lukkutröll frelsishyggjunar voru ný búin að endurheimta völdin í borg Davíðs, Ekki vegna þess að flokkurinn sigraði í kosningum heldur vegna þess (R)regnbogagengið flísaðist í sundur. Eftir matarhlé í samningaviðræðum við Frjálslinda KREDDUMENN ákveður Íhaldsjötunið Villi að semja við framsóknarálfinn Bjössa Bingó og þeir lifðu hamingju samir til næsta kjörtímabils. Reyndar var það planið að svo ætti að vera að þeir lifðu hamingju samir út kjörtímabilið þar til mál orkuveitunnar kemur til skjalanna.  Skömmu eftir að Yogo Ono lætur friðarljós sitt skína í Viðey hleypur allt í bál og brand í borg Davíðs og skyndilega er allt orðið bandbrjálað. Framsóknarálfurinn breytist úr besta vini íhaldsins í þann vesta og á nokkrum klukkustundum er gamli regnbogalistin búin að ná völdum í borginni með framsóknarálfinum Bjössa Bingó.

Erfitt er að segja hvað á sér stað því orð standa gegn orði og allir benda á alla. Engin vill taka á sig sök eða lúta ábyrð að mér finnst...Ég spyr

HVAÐ ER EIGINLEGA AÐ GERAST ? LEIÐRÉTTIÐ MIG EF ÉG FER MEÐ RANGT MÁL

Lukkutröll frelsishyggjunnar vilja einkavæða því þeim finnst óeðlilegt að opinber aðili noti almannafé. Framsóknarálfurinn Bjössi Bingo er mótfallinn því vegna þess að hann er á móti því að orkuveitann sé ekki seld á gjafarprís til einkavina sjálfstæðisflokksins. Bjössi bingo er skyndilega upphrópaður spilltasti framsóknarálfur íslandssögunar og lukkutröll frelsishyggjunar gera allt til að veitast að æru hans með einum eða öðrum hætti. Hvort sú árás sé réttmæt eða ekki .. á ég MJÖG ERFITT AÐ DÆMA UM því mér finnst Bjössi Bingo ótrúlega sannfærandi og svara virkilega vel fyrir sig. 

frelsishyggjulukkutröllin fara á fund ÓÐINS ( geir h harde)... í valhöll án þess að segja villa frá... (minnir dálítið á 13 ára partí "öllum er boðið nema Svenna" 

Viðskiptarumurinn Bjarni Ármanns stígur fram fyrir hönd orkuveitunnar eins og belja á svelli og reynir að sýna pollatíska ballett-tilburði með lista yfir hverjir mega kaupa í orkuveitunni. hann  segir að búið var að sýna Villa íhaldsjötunni lista um hverjir megi kaupa í orkuveitunni en Villi kannast ekkert við þann lista. Bæði viðskipta rumurinn og íhaldströllið ásaka hvorn annan um að ljúga og erfitt er að átta sig á því hvað sé í gangi.. Er orkuveitan að stunda pólitíska aftöku á gamalgrónu heiðarlegu íhaldströlli eða er er villti spillti Villi að bjarga sínu eigin skinni ? 

Ég ba ba ba ba bara stend á gati og skil ekki neinu.. hver að ljúga og hver er að segja satt.. hver er heiðalegur og hver er óheiðalegur ?

ég held að það sé algjörlega ómögulegt að dæma um hver sé hvað, fyr en öll kurl eru komin til grafar.. Reyndar geng ég svo langt að það þurfi að rannsaka hvað sé satt og rétt í þessu máli. Margir hafa orðið tvísaga og ljót orð hafa verið látin falla..Ég veit ekkert hvað er í  gangi nema að það er eitthvað MJÖG ALVARLEGT... Ef hægt er að sýna og sanna að einhver hafi logið í þessu máli finnst mér að ætti að kæra hann umsvifalaust eða láta hann víkja. 

það er óþolandi að ég veit ekkert..

mér finnst Björn Ingi mjög sannfærandi...

ég geri ráð fyrir að Gísli Marteinn og félagar séu eingöngu að fylgja sínum hugsjónum ( þó svo deila meigi um ágæti hugsjónanna)

Þó svo að ég þoli ekki hægri menn .. þá finnst mér eins og Vilhjálmur ætti að vera mjög heiðarlegur svona miðað við að jafnvel INGIBJÖRG SÓLRÚN segir það,,,sem var lengi pólitískur andstæðingur hans...

Ég get ekki myndað mér skoðun um Bjarna Ármannsson en það er ljóst að maður sem hefur náð jafn miklum árangri í viðskiptaheiminum.... ætti að vera traustvekjandi...

 Ég fjalla hér að ofan í léttum dúr um þetta mál og ég hef tekið þá ákvörðun að fullyrða ekki neitt um einn né neinn.. nema að ég sjái það á svörtu á hvítu að hann sé óheiðalegur eða lygari.  Mér finnst rosaleg skítalikt af þessu máli og vil komast í botn í því HVER VAR AÐ REKA VIÐ og VIÐURKENNNI ÞAÐ?Angry

hvað gerist næst ?....

verður æran tekin af framsóknarálfinum ?

kemur í ljós að lukkutröll frelsihyggjunnar séu spillt ?

er íhaldsjötuninn svikahrappur ?

eða takast allir í faðma og lifa hamingjusamir til æviloka...

það er erfitt að segja... en sápan heldur áfram.. 

 


 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Úff.. íslensk stjórnmál.. þetta er óttaleg sápa.. eru ekki bara allir óheiðarlegir.. allir að ljúga.. allir að svíkja.. það er svo mikið af sama fólkinu aftur og aftur í stjórn landsins að það hlýtur að vera einhver spilling í gangi.. sama fólkið á aldrei að vera lengi við stjórn.. þetta stígur þeim bara til höfuðs.. en ég er ekki að fullyrða neitt..bara pæla..

Dexxa (IP-tala skráð) 16.10.2007 kl. 18:14

2 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

Mér finnst ekkert skrítið að þú skulir halda að allir stjórnmálamenn séu óheiðanlegir. Það er svo erfitt að rína í sannleikan í þessu máli þegar orð standa gegn orði. Ég er ekki nógu kunnugur til að getað séð hvað á sér stað. Hvort Björn Ingi sé hugsa um hag fyrirtækja í eigu framsóknar eða hvort að það sé hreinn og klár uppspuni af hálfu sjálfstæðismanna.. Ég er þó viss að það séu ekki öll kurl komin til grafar og það þarf velta upp mörgum steinunm áður en sannleikurinn kemur almennilega í ljós.

Brynjar Jóhannsson, 16.10.2007 kl. 19:38

3 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson


Gunnar Helgi Eysteinsson, 17.10.2007 kl. 06:40

4 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

Þakka þér fyrir það Gunnar minn...

Brynjar Jóhannsson, 17.10.2007 kl. 13:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Brynjar Jóhannsson

Höfundur

Brynjar Jóhannsson
Brynjar Jóhannsson
Ég heiti Brynjar jóhannsson og er að gefa út mína fyrstu skáldsögu sem heitir Martraðaprinsinn og er það útgáfufélagið Sarasvati sem gefur mig út.

Tónlist

www.brylli.com

Heimasíðan MÍN..


Tónlistarspilari

- Antymedro- sexual-lokamix

Nýjustu myndböndin

Gróa á Leyti

Kúrekinn

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...ahaugurnytt
  • DSC_0040
  • Pjakkurinn
  • n556750566 5295516 7415
  • 2cats_543477

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 185556

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband