sorglegt að sjá..

Ég sá heimildarmynd um stelpu með átröskun í sjónvarpinu áðan. Það snerti mig rosalega að sjá þessa stelpu í þessu vítisástandi og ég kann rosalega til með í brjosti til hennar. Hvort ástæðan var að hún vann eitt sumar á sama vinnustað og ég eða hvað hún er ung get ég ekki svarað en eitt er víst að það var rosalega sárt að sjá stúlku sem virðist vera ótrúlega vel gefin að vera að farast úr þessum sjúkdómi. Mig langaði helst að öllu að stökkva inn í sjónvarpsskjáin og öskra á hana.

VAKNAÐU UPP STELPA

auðvitað eru engar patent lausnir við þessu vandamáli en það er óþolandi staðreynd sem hún lýsti svo vel sjálf.

"Hvernig stendur á því að modelsamtök fóru að hafa samband við mig eftir að ég grenntist ? og því nýt ég meiri hylli frá karlþjóðinni þá og líka kvennfólki ?"

Ég get nefnilega fúslega viðurkennt að hún er gullfalleg þessi stelpa en það er hryllilegt að vita að fegurðu geti verið bannvæn. það þarf að fara að taka meira á kvenímynd og fyrirmyndir kvenna þurfa að vera meira áberandi í samfélaginu en raun ber vitni. svo undar dömur lýti ekki bara upp til einhverra horrengla sem vinna sem model. 

Ég myndi óska þess að þessi stelpa gæti náð sér úr þessum sjúkdómi rétt eins og aðrir anoerexíusjúklingar og það er frábært að hún skildi hafa komið fram í þessum þætti... en ég geri fastlega ráð fyrir því að engin geti gert það nema hún sjálf og hún verður að vera viljugri til þess en hún virtist vera í þessum þætti. 

því miður.... 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Fríða Eyland

Fríða Eyland, 14.10.2007 kl. 23:28

2 Smámynd: Halla Rut

Það er erfitt að skilja þetta ástand. Að manneskja skuli vera með það lítið sjálfsálit og snauðann karakter að hún lúti algjörlega að stöðluðum ímyndum tískuheimsins. Ég er alls ekki sammála því sem margir segja, það er, að þetta geti komið fyrir hvern sem er. Ég held að það sé alrangt. 

Halla Rut , 15.10.2007 kl. 01:19

3 Smámynd: Lárus Gabríel Guðmundsson

Halla: Hvers vegna heldur þú að það sé alrangt ? Ég er engin spekingur hvað varðar anorexiu en þessi sjúkdómur ræðst á allar stéttir, óháð uppeldi og efnahagi og hagar sér ekki ósvipað og alkóhólismi. Lágt sjálfsmat getur haft einhverja þýðingu í þessari sálarringlan sem anorexia er en SNAUÐUR KARAKTER er ansi harkalegut merkimiði á manneskju sem berst fyrir lífi sínu. Í raun ertu að segja að sálarlegur veikleiki sé merki um snauðan karakter ! Óskiljanlegt að mínu mati og reyndar ansi snautt af þér að skrifa það.

Lárus Gabríel Guðmundsson, 15.10.2007 kl. 01:26

4 Smámynd: Halla Rut

Er sammála þér Lárus. Átti ekki að skrifa snauður karakter. Leifi mér að taka það til baka. Hljómar öðruvísi en það átti að gera. En ég var ekki að meina að þetta legðist á eina stétt frekar en aðrar eða fátæka frekar en ríka, nema síður væri.  Eingöngu að þessi sjúkdómur er ekki eitthvað sem getur lagst á allt og að allir séu í raun í hættu.  Sá eitt sinn við tal við móður stúlku sem hafði farið í gegn um anorexíu. Móðurinn sem var hjúkrunarkona sagði þetta einmitt að þetta væri ekki eitthvað sem gæti komið fyrir hvern sem er og vildi meina að það væri rangt. Hún sagði að það þyrftu að liggja fyrir ákveðin karakter einkenni fyrir. Ég gerði ritgerð um þetta í sumar og las þá margar greinar um þetta og var einmitt oft nefnd sú ástæða að persónan væri ekki búin að fullmóta sinn karakter og væri veikari fyrir stöðluðum ímyndum en aðrir og gífurleg hræðsla við höfnun frá samfélaginu. 

Halla Rut , 15.10.2007 kl. 01:38

5 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Sænska Prinsessan Viktoría leið af Anorexía fyrir nokkrum árum síðan.

Gunnar Helgi Eysteinsson, 15.10.2007 kl. 05:25

6 Smámynd: Fríða Eyland

Það er umhugsunarvert að þessi sjúkdómur er óþekktur í þriðja heiminum.

Fríða Eyland, 15.10.2007 kl. 14:18

7 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

sko... við verðum að taka mið að því að þetta er unglingsstelpa (18 ára) og Halla Rut þú veist það vel sjálf að unglingsstúlkur eru stundum ekkert í takt við veruleikan.. Ástæðan fyrir því að ég sjokkeraðist að sjá hana í þessu ástandi er að ég var að vinna á sama vinnu stað og hún. Þegar ég vann á Hrafnistu vann þessi stelpa sem sumarafleisingarmaður við ummönnun og ég gat ekki séð neitt fráburgðið þessari stelpu og öðrum sumarafleisingarstelpum. Ég tók sérstaklega eftir því hvað hún var sæt þegar ég vann þarna og svona á eftir á að hyggja fanst mér það sérstaklega..

ógnvekjandi að mér finnist stelpa sem er að farast úr anoerexíu vera svona gullfalleg.

Arna... ég held að það sé málið að það þurfi að breita kvenímyndinni.. ég er sammála þér.. Eða jafnvel að hvetja konur að fara í fleirri hlutverk.. eins og t.d fleirri politíkusa og fleirri konur út í viðskiptalífið...Fleirri íþróttastjörnur og svo framvegis.. svo að unglingstúlkur vilji líkjast fleirri konum en einhverjum horringlum..

Fríða.... það er nefnilega málið.. þetta er geðrænn sjúkdómur sem tengist vestrænu samfélagi.. og t.d þekkist ekki þunglndi ekki heldur í þriðja heiminum.. en anoerexia er mjög tengt þunglindi..  

Ég fór því að spyrja mig.. hvort að ég sé ekki alveg jafn samsekur öðru fólki.. því mér þykir konur sem eru t.d tágrannar oft vera fallegri en þær sem eru með utan á sér ?

Það kom nefnilega margt að viti úr þessari stelpu og að modelsamtök bjóði frekar í stelpur sem eru í kringum 30-40 kilo er nátturulega ekkert annað en hneiksli. Ég er ósammála því að þessi stelpa sé karakterlaus...þessi stelpa var allsekki snauður karakter og mér fanst hún tiltölulega klár. Hún var með áráttu fyrir útliti sínu.. rétt eins og sumir eru með áráttu fyrir fjárhættu spilum.

Það er svo auðvelt að dæma og segja að þetta eða hitt er ekkert mál.Ég þekki t.d konu sem er með skörungslegt yfirbragð. Þegar hún lenti í barsmíðum frá fyrverandi manni sínum breittistt hún skyndilega. sjálfsálitið hennar hrundi og hún varð undirlát og meðvirk. Hún lýsti því hvað þetta var undarlegt því hún hegðaði sér nákvæmlega eins og þær konur sem hún þoldi ekki.. konur sem voru gungur og þorðu ekki að hafa sig frammi. 

Mér finnst vera eitthvað svipað með þessa stelpu.. nema að hún varð einhverri útlitsdýrkun að bráð. Mér fanst eins og henni væri alveg sama og hún sé búin að sætta sig við að hún muni deyja úr þessu.

það er hlutur sem ég á erfitt með að sætta mig við.... og varð því mjög reiður en vissi ekki út í hvern.. því mér fanst ekki vera við neinn að sakast... 

Brynjar Jóhannsson, 15.10.2007 kl. 15:17

8 identicon

Heyrðu þú ert nú bara frábær!

Lilja (IP-tala skráð) 15.10.2007 kl. 17:55

9 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

Ég þakka hólið... Lilja..... þú ert örugglega ekkert verri sjálf..

Brynjar Jóhannsson, 15.10.2007 kl. 19:50

10 identicon

:) Og veistu bara hvað, ég á meira að segja alveg eins þvottavél og þú..... sem opnast svona ofan á.

Lilja (IP-tala skráð) 15.10.2007 kl. 19:58

11 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

HAHAHAHAHA..

heitir skýrðir þú hana kannski hvítu heimilistíkina ?  

Brynjar Jóhannsson, 15.10.2007 kl. 20:05

12 identicon

Neeeiii, þó ég hafi nú alltaf skýrt bílana mína og hjólin mín hef ég aldrei skýrt þvottavélarnar mínar, mér hefur nú bara aldrei dottið það í hug. En kannski geri ég það núna :)

En ég var nú það skynsöm að spyrja kallinn í ELKO hvernig ætti að gera og hef því aldrei átt í vandræðum með hana. Það hefðir þú átta að gera líka.

Lilja (IP-tala skráð) 15.10.2007 kl. 20:28

13 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

JÁ við karlmenninir.. þykjumst vita svo mikið.. en vitum síðan ekkert meira þegar á hólminn er komið.. 

Brynjar Jóhannsson, 15.10.2007 kl. 20:42

14 identicon

OOOO, ÞIÐ KARLMENN! Annaðhvort verðurðu að fá þér rússneskann túlk til að skilja Heimilistíkina eða viðurkenna ósigur og labba aftur í Elko eftir aðstoð.

Lilja (IP-tala skráð) 15.10.2007 kl. 20:55

15 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

jamm.. félagi minn kann rúsnesku... en gafst upp svo ég verð að fara víst upp í elko og grátbæna um hjálp

Brynjar Jóhannsson, 15.10.2007 kl. 21:11

16 Smámynd: Halla Rut

Brynjar gott hjá þér að vekja athygli á þessu, þetta er feimnismál og því falið vandamál. Þetta er algengara en við höldum. Ég hef þekkt manneskju vel sem þjáðist af þessu og þekki eina núna sem þjáist en er í afneitun sem og allir í kringum hana. 

Halla Rut , 15.10.2007 kl. 21:39

17 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

Já.. Það er nefnilega málið Halla það þarf að fjalla um svona mál.

það lifir svo mikið af fólki í sjálfsblekkingu og það vill ekki látast að neitt sé að.

Ég held líka að gullfallegar stelpur lendi í því að þær verði að vera 100% útlitslega því það komi meiri pressa frá samfélaginu um að útlit þeirra sé óaðfinnanlegt ef þær eru sætar.  Málið er að ég skil þessa stelpu svo vel.. því ég grenntist einu sinni rosalega mikið og það var hreint og klárt samhengi á milli þess að vera tágrannur og fá kvenhylli.....

það var ekki fyr en löngu síðar að ég hætti þessu ...og mér skilst að það sé tæknilega ómögulegt fyrir karlmann að fá anoerexiu..

en fyrir hana þá skil ég þessa sjálfsblekkingu að hún haldi að það sé samhenging þarna á milli.. 

Brynjar Jóhannsson, 15.10.2007 kl. 22:11

18 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Gott hjá þér Brynjar að fjalla um þetta. Ég hef kynnst þessum sjúkdómi hjá náfrænku minni sem er eins og þessi unga stúlka gullfalleg og eins og þessi stúlka er hún líka bráðgreind. Rannsóknir hafa sýnt að sjúkdómurinn (og Halla, þetta er sjúkdómur!) verður oft erfiðastur þeim stúlkum sem hafa þetta tvennt, góðar gáfur og náttúrufegurð. Þetta er eins og geðsjúkdómur en ekki tíska, mjög hættulegur geðsjúkdómur sem þarf að greinast snemma í sjúkdómsferli til að hægt sé að bjaga lífi og heilsu manneskjunnar. Því fyrr í ferlinu sem hann greinist, því meiri líkur eru á að læknig geti náðst. Fallega yndislega frænka mín náði bata og á í dag 2 lítil börn og lifir heilbrigðu lífi en á tímabili var hún svo veik og var búin að rugla svo sína líkamsstarfsemi að karakterinn var óþekkjanlegur.

Hún leggur þessu málefni lið núorðið og reynir að kynna sjúkdominn fyrir fólki svo það geti verið vakandi fyrir þessu gagnvart sínum börnum. Ágústa Johnson líkamsræktarfrömuður hefur mikið starf lagt í að vekja athygli forledra á því að það sé ekki sjálfsagt og eðlilegt að 10 ára stelpur séu komnar í megrun þó ekki sé tutla utaná þeim og að þær séu að drepast úr áhyggjum yfir hrukkum 12 - 13 ára þó þær séu ekki einusinni búnar að missa allar barnatennurnar! 

Svonalagað er oft kallað "æ hún er með gelgjuna" og í flestum tilvikum er það auðvitað alveg rétt með flestar gelgjur ... en fólk þarf að vera á varðbergi með svonalagað.  

Marta B Helgadóttir, 16.10.2007 kl. 00:19

19 identicon

Ég missti reyndar af heimildarmyndinni - en sá kastljósþáttinn sem ræddi við foreldra hennar og sýndi brot úr myndinni... þetta er samfélagslegt vandamál sem ræðst á vestrænt samfélag... margar orsakir og svona...

Una Kristín (IP-tala skráð) 16.10.2007 kl. 13:44

20 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

Takk fyrir gott innlegg.. Marta.. og ég er sammála þér í öllu sem þú segir og finst mjög jákvætt að líkamsræktarfrömuðir ein og Ágústa Johnson skuli beita sér í þessu máli og benda á að það sé ekki eðlilegt að kornungar stelpur séu farnar að hugsa um línuna þegar ekkert er af þeim. 

Una ég er sammála þér að þetta sé samfélags vandamál og margar orsakir eru fyrir þessu...

Ég spurði til konu sem þekkir til modelbransans um þetta í gær og hún sagði mér að mesti anoerexiufaraldur ( sem reyndar hefur samt alltaf verið til) eigi rætur sínar að rekja til þeirrar ímyndar sem hún kallaði HERÓÍNÚTLITIÐ sem kom upp fyrir aðeins meira en 10 árum síðan... allt í einu þótti ótrúlega flott að vera eins mikil horringla eins og unt er og útlitslínan snérist um það að vera svo viðbjóðslega grannur að engin venjuleg manneskja gæti verið þannig nema að lifa í næringaskorti eða á kafi í dópi.

Því erum við að tala um BANNVÆNA FEGURÐ...  Ég held að grunnurinn tengist ótrúlega mikið kvenímyndinni.... því þó grannar konur séu vissulega kynþokkafullar má hugsa til þess að fyrir tuttugu árum síðan þótti miklu flottara að konur hefðu eitthvað utan af sér... 

Einnig vil ég meina að þetta tengist því sem ein góð vinkona mín sagði... að það er aldrei sagt... 

MIKIÐ ROSALEGA ERTU ORÐIN FEIT OG FALLEG.... eða

Þú lítur miklu betur út .... eftir að þú bættir við þig tuttugu kílo...  

ég er á því að konur verði að frelsast meira undan ánauð kvenímyndarinnar....og fólk verður að gera sér að stór hluti þess sem gerist.. t.d í glanstímaritum er ótrúlega mikil blekking... 

Brynjar Jóhannsson, 16.10.2007 kl. 14:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Brynjar Jóhannsson

Höfundur

Brynjar Jóhannsson
Brynjar Jóhannsson
Ég heiti Brynjar jóhannsson og er að gefa út mína fyrstu skáldsögu sem heitir Martraðaprinsinn og er það útgáfufélagið Sarasvati sem gefur mig út.

Tónlist

www.brylli.com

Heimasíðan MÍN..


Tónlistarspilari

- Antymedro- sexual-lokamix

Nýjustu myndböndin

Gróa á Leyti

Kúrekinn

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...ahaugurnytt
  • DSC_0040
  • Pjakkurinn
  • n556750566 5295516 7415
  • 2cats_543477

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 185556

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband