Ég þoli ekki Sjálfstæðisflokkinn og frábært að vita að hann sé farin frá.

Guðlaugur Þ þorðarson fer stundum alveg ískyggilega í taugarnar á mér og þá sér í lagi þegar hann byrjar að alhæfa einhverja tóma vitleysu. í viðtali við Ríkissjónvarp sagði hann að tíðindin og um borgarstjórnarslit væru SLÆM FYRIR ALLA REYKVÍKINGA.. svona rétt eins og allir úr Reykjavík eru sjálfstæðismenn eða þá væri ekki treystandi að hafa politískarskoðanir. Einnig fullyrti hann digurbarkalega að núverandi meirilhluti væri bara komin til ríkja en væri ekki með neina hugsjónastefnu.

EF ÞAÐ ER EKKI HROKI ÞÁ ER ÞAÐ HEIMSKA að halda það að fjórir stjórnmálaflokkar sem allir bendla sig við félagshyggju og nátturuvernd skuli ekki hafa hugsjónir. 

Persónulega finnst mér að það meigi fara að hjóla meira í menn sem sem hafa sig svona frammi og troða þessu þvaðri upp í kjaftin á þeim. Ég vil að jafnaðarölf standi saman í að grafa undan  sjálfstæðisflokkinum hægt og bítandi með einum eða öðrum hætti,leynt og ljóst. Það gæti tekið sinn tíma...en kannski ef markmið yrði sett að minka fylgi flokksins þá væri hann kannski orðin um 15 prósent eftir nokkrar kostningar.

ÉG ER ORÐIN LANGÞREITTUR Á DILGJUM OG TRÖLLASÖGUM... sögum eins og að jafnaðarfólki er ekki treystandi til að stjórna landinu, að allt fari til andskotans ef vinnstri fólk komi nálægt fjármálum. Sjálfstæðið var nú ekki nema ár í borgarstjórn og ekki var hægt að sjá einhverjar svakalegar framfarastefnur raunar miklu frekar afturhald. eins og t.d með að hætta með bjórkælin við Austurvöll. Fyrir mér þetta einmitt öfugt.. sjálfstæðisflokkurinn er valdaflokkur sem gerir allt til að ríkja en félagshyggjuöfl eru með miklar hugsjónir. Eftir að Samfylking byrjaði í Ríkissjórn finn ég miklu jákvæðari hluti gerast í félagsmálum og það er verið að taka miklu meira á félagsmálum en á tímum framsóknar og sjálfstæðisflokksins í ríkisstjórn. Mér finnst .. t.d Jóhanna Sigurðardóttir standa sig virkilega vel og hún gerir sér grein fyrir að það eru vandamál í þessu samfélagi og er að taka á þeim. t.d segir hún að ÖLL börn þurfi að fara í greiningu. reynir að taka á málum einstæðra foreldra og breita reglum varðandi langveik börn. Það er nýlunda því yfirleitt var látið eins og ekkert væri að í þessu samfélagi.

Ég ætla samt ekki að ganga svo langt að segja að sjálfstæðisflokkurinn sé alslæmur og innan þess flokks er ágætt fólk.  Vissulega er sjálfstæðisflokkurinn líka hugsjónaflokkur en fyrst og fremst hugsjónaflokkur peningahyggjuafla á Íslandi. Ég t.d tek eftir miklum breitingum til batnaðar eftir að Davíð Oddson fór frá og leyfi mér að fullyrða að þar er á ferðinni OFMETNASTI STJÓRNMÁLALEIÐTOGI ÍSLANDSSÖGUNAR.. Geir H Harde er miklu skárri.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson


Gunnar Helgi Eysteinsson, 13.10.2007 kl. 14:12

2 Smámynd: Fríða Eyland

Hvernig skárri er Harde ?

  Persónulega finnst mér að það meigi fara að hjóla meira í menn sem sem hafa sig svona frammi og troða þessu þvaðri upp í kjaftinn á þeim. Í sama anda

Mættir hafa meiri trú á nýju kynslóðinni  en " ... .en kannski ef markmið yrði sett að minka fylgi flokksins þá væri hann kannski orðin um 15 prósent eftir nokkrar kostningar. 

Fríða Eyland, 13.10.2007 kl. 15:00

3 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

Fríða.. Eyland..

Mér finnst Geir h Harde miklu auðmjúkari og í raun nær félagshyggjuöflunum en Davíð. Hann til að mynda fór á fund Así og samdi um að skattalækkunin færi meira til lágtekjufólks en upphaflega var gert ráð fyrir. Slíkir menn er að mínu skapi og einnig menn sem koma fram að virðingu og gera sér grein fyrir að annað fólk hafi aðrar skoðanir en hann sjálfur.

Ég hef svo sannarlega trú á ungu fólki og mér sýnist Gunnlaugur standa sig alveg þolanlega sem heilbrigðisráðherra og virðist ekki vera að gera þar einhverjar grillur. Hann er talsmaður frelsishyggjuafla og mér líkar margt sem þau öfl standa fyrir enda er út í hött að frelsishyggja þurfi að tengjast hægri öflunum.

Dagur B Eggertson er ungur maður og ég er sannviss að hann muni standa sig vel í hlutverki borgarstjóra en SANNAÐU TIL. Sama hve vel hann Dagur B, mun standa sig og stjórna borginni af skynsemi munu sjálfstæðismenn gagnrína hann mun grimdarlega en jafnaðar menn gagnrínir íhaldið. SANNAÐU TIL þeir munu birtast reglulega í fjölmiðlum og fara með níð og leiðindi í hvert sinn sem eitthvað verður framkvæmt af félagshyggjuöflunum.

Gagnríni með sterkum rökum er hið besta mál... en huglægar alhæfingar eins og að R-listin er vonlaus er ekki mér að skapi. Ég er á því að það þurfi líka að sýna stjórnarandstöðu visst aðhald, að þegar þau gagnríni þá sem ríkja með rökum en ekki alhæfingum. Í hvert sinn þegar þau babli eitthvað blaður sé þeim svarað eða leiðrétt.

Ég gat ekki enn annað en glott þegar ég sá VILLTA SPILTA VILLA (DJÓK örugglega fínn kall) segja með reiðisglampa eftir sigur íhaldsins, rétt eftir kostningar við mikið lófaklapp annara íhaldsskrögga.

"R LISTINN MUN ALDREI KOMA AFTUR" 

það leið ekki nema 1 og hálft ár að íhaldið er farið frá og það eru komnar umræður í gang að endurreisa R LISTAN. 

Brynjar Jóhannsson, 13.10.2007 kl. 16:48

4 Smámynd: Ásgerður

Sammála þér með Davíð og Geir,,,,,

Ásgerður , 14.10.2007 kl. 11:48

5 Smámynd: Heiða  Þórðar

Innlitskvitt um leið og ég segi; þolir ekki sjálfstæðisflokkinn?! ok,,,....ég þoli engan flokk, en ég þoli vel eitt og eitt kvikindi úr hverjum flokki. Vildi geta raðað þeim saman í einn flokk. Minn flokk.

Heiða Þórðar, 14.10.2007 kl. 13:49

6 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

Heiða .. ég þoli fyrst og fremst ekki dylgjur og kjaftæði... eins og Gunnlaugur á til með að segja... Ég þoli ekki ómálefnlegar fullyrðingar eins og að segja að núverandi borgarstjórnarmeirihluti sé slæmur yfir ALLA REYKVÍKINGA... svona rétt eins og allir í reykjavík séu sjálfstæðismenn...

Ef menn bulla svona finnst mér að það eigi að svara þeim fullum hálsi og láta þá heyra það....

Brynjar Jóhannsson, 14.10.2007 kl. 14:55

7 Smámynd: Þórdís Bára Hannesdóttir

Sammála þér í öllu nema því að Geir er ekki vott félagshyggjumaður en hann er svo kurteis að það blekkir mann.  Hann er hægra megin við hægri alveg eins  og Davíð.

Þórdís Bára Hannesdóttir, 14.10.2007 kl. 22:46

8 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

Já.. en samt þordís.. Geir var tilbúin að bakka með hluti.. eins og að endur semja við Así á sínum tíma um að láglaunafólk fengi meiri skerf af skattalækkunni en þeir áttu að fá til að byrja með,...

Ég ber virðingu fyrir slíkum mönnum  

Brynjar Jóhannsson, 14.10.2007 kl. 22:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Brynjar Jóhannsson

Höfundur

Brynjar Jóhannsson
Brynjar Jóhannsson
Ég heiti Brynjar jóhannsson og er að gefa út mína fyrstu skáldsögu sem heitir Martraðaprinsinn og er það útgáfufélagið Sarasvati sem gefur mig út.

Tónlist

www.brylli.com

Heimasíðan MÍN..


Tónlistarspilari

- Antymedro- sexual-lokamix

Nýjustu myndböndin

Gróa á Leyti

Kúrekinn

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...ahaugurnytt
  • DSC_0040
  • Pjakkurinn
  • n556750566 5295516 7415
  • 2cats_543477

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband