Furðufuglaflensa...

Ég er á því að flensan sem er í gangi núna er óvenju skæð og smitandi. Máli mínu til rökstuðnings þá hringdi ég í bestu vinkonu mína á sunnudagin og var hún þá komin með hálsbólgu og var rúmliggjandi. Daginn eftir tilkynnti ég mig veikan og er ég á því að besta vinkona mín hafi smitað mig í gegnum síma. Þegar önnur góð vinkona mín frétti að veikindum mínum þá fann hún til með mér. Í góðmensku sinni ákvað hún að leigja tvær videospólur og kaupa tróbí handa mér. Sú góðhjartaða og fallega sál setti spóluna og safan inn um lúguna hjá mér en smitaðist samt. Sem sagt hún hefur veikst við það eitt að snerta lúguna heima hjá mér eða kannski mögulega að tala við mig á msn. 

Af gefnu tilefni vil ég vara fólk við að lesa bloggið mitt þessa daganna því þið gætuð smitast og ef þið eruð komin með fjörtíustiga hita þá er það örugglega mér að kenna. Því vil ég kvetja ykkur að eftir að þið hafið skoðað bloggið mitt að þrífa ykkur með sótthreinsandi og ef þið æltið að skrifa mér að nota hlíðarhanska. þetta er allt bestu vinkonu minni að kenna því hún smitaði mig í gegnum síma eða kannski þeim sem smitaði hana. Ég er samt allur að koma til þó svo að ég sé ennþá furðulega slappur miðað við að hafa verið nánast rúmliggjandi síðan á þriðjudaginn. Orkan og ofvirknin er farin að gera vart við sig og er ég smám saman að vera sjálfum mér líkur. Mér finnst ekkert leiðinlegra en að vera orkulaus og geta ekki hoppað um af kætingi.

góðar stundir...  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bara Steini

hehehe búinn að vefja skjáinn og lyklaborðið inn í sellófan og málingateip... Vonandi ferðu að ná þér uppúr þessu maður. Sendi þér sýkladrepandi hugsanir

Bara Steini, 29.9.2007 kl. 16:27

2 Smámynd: Fríða Eyland

Of seint fyrir mig ........varð lasin í gær

Fríða Eyland, 29.9.2007 kl. 16:43

3 identicon

Farðu vel með þig og láttu þér batna.

Ég er óhrædd við lesturinn enda er ég búin að ná minni flesu úr mér núna. 

Ragga (IP-tala skráð) 29.9.2007 kl. 16:44

4 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

ég er sama og segja búin að því... Ég mæti í vinnuna á mánudagin þó svo að ég æli og spúi...

takk bangsanir mínir

Brynjar Jóhannsson, 29.9.2007 kl. 16:52

5 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

Segðu fríða... þú hefur örugglega smitast í gegnum bloggsvæðið mitt ....

Brynjar Jóhannsson, 29.9.2007 kl. 16:53

6 Smámynd: Fríða Eyland

Ég veit

Fríða Eyland, 29.9.2007 kl. 17:02

7 Smámynd: Fríða Eyland

 Hvar er leikurinn Brylli ?

Fríða Eyland, 30.9.2007 kl. 01:35

8 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

Gunnar.....

það kom mér ekkert á óvart að þú hafir hrist flensuna af þér þar sem þú ert alvöru íslenskur sveitamaður en þeir kalla ekki allt ömmu sína...

Fríða... Ringarinn átti að vera með þetta... en hún virðist hafa slitið keðjuna.. í bili allaveganna.. 

Brynjar Jóhannsson, 30.9.2007 kl. 15:04

9 Smámynd: Fríða Eyland

Boltinn er hjá Kolgrímu. Hún er að leita að hugsanlegum drykkjumanni þú tekur þennan

Fríða Eyland, 30.9.2007 kl. 16:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Brynjar Jóhannsson

Höfundur

Brynjar Jóhannsson
Brynjar Jóhannsson
Ég heiti Brynjar jóhannsson og er að gefa út mína fyrstu skáldsögu sem heitir Martraðaprinsinn og er það útgáfufélagið Sarasvati sem gefur mig út.

Tónlist

www.brylli.com

Heimasíðan MÍN..


Tónlistarspilari

- Antymedro- sexual-lokamix

Nýjustu myndböndin

Gróa á Leyti

Kúrekinn

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...ahaugurnytt
  • DSC_0040
  • Pjakkurinn
  • n556750566 5295516 7415
  • 2cats_543477

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 9
  • Frá upphafi: 185562

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband