Eru Rússar að hertaka Ísland ?

Rússar ákváðu nýverið að taka upp eftirlitsflug fyrir utan eigin landhelgi en slíkar aðgerðir hafa Rússar ekki drígt fyr en á tímum Sovréttríkjanna. Flugvélar stórríkisins í austrinu eru meðal annars farnar að fljúga innum landhelgi Íslands, hérlendum stjórnvöldum til lítillrar ánægju. Ekki get ég séð tilgangin með þessum aðgerðum rússneska björnsins sem og valdabrölti annarra stórþjóða og finnst mér eins og risinn í austrinu sé að ranka úr rotinu. Aðalmálið er að Rússar fara eftir alþjóðalögum og hafa ekki brotið neinar reglur þó svo að þeir fóru inn fyrir landhelgi Ísland því þeir voru á alþjóðarhafsvæði. Ég er þeirrar skoðunar að við Íslendingar þurfum ekkert að óttast Rússa í komandi tíð. Min tilfinning er sú að þessar æfingar eru aðalega framkvæmdar af Rússum til að sýna öðrum þjóðum mátt sinn og megin.Það má líkja eftirlitsfluginu við það þegar fílarnir í frumskóginum standa þrjóskir á sínum stað og þvinga ljónin til að fara frá gangveginum þeirra. Ég held að það sé rétt hjá sendiherra Rússa er hann segirað við Íslendingar verðum að læra að lifa með slíku eftirlitsfllugi og á meðan Rússnesk stjórnvöld eru ekki að brjóta nein alþjóðalög get ég ekki séð neitt athugavert við þessar "svo kölluðu "mont"" æfingar þeirra.
mbl.is Rússar taka aftur upp eftirlitsflug
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Og hvað ættu svo sum Rússar að græða á því að hertaka Ísland.. og hver væri tilgangurinn.. Ekki sé ég neinn tilgang til að hafa einhverjar óþarfa áhyggjur af neinu..

Dexxa (IP-tala skráð) 28.9.2007 kl. 13:02

2 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

Dixa.. ég setti þessa fyrirsögn upp í gríni..... Svona í raun til að gera grín af kommagrílu kapitalista sem virðast nötra af hræðslu í hvert skipti þegar Rússneski björnin rekur við....

Já við þurfum miklu frekar að forðast hvað Bandaríkin gera af sér þegar fordekraður apaköttur stjórnar því samfélagi.. 

Brynjar Jóhannsson, 28.9.2007 kl. 13:06

3 identicon

Djöfulsins fucking bandaríkjamenn... ég veit maður á ekki að alhæfa, geri það eiginlega aldrei.. En ég þoli ekki þessa helvítis hálfvita!!!

Dexxa (IP-tala skráð) 28.9.2007 kl. 13:10

4 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Ég elska mikið af því sem kemur frá Bandaríkjunum þótt það sé margt slæmt sem kemur þaðan.
Ef ég mætti velja þá myndi ég velja Bush frekar enn Putin af þeirri einföldu
ástæðu að það er hægt að gera grín að fíflinu í Bandaríkjunum án þess að fá eitur í glasið.

Gunnar Helgi Eysteinsson, 28.9.2007 kl. 13:16

5 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

Góður púngtur þegar þú segist ekki þola Bandaríkjamenn..... Ég hef í sjálfu sér litla skoðun Bandaríkjamönnum sem slíkum en er virkilega illa við bandarísk stjórnvöld......

Brynjar Jóhannsson, 28.9.2007 kl. 13:16

6 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

Gunnar...... ég var reyndar að benda á með þessari grein að við þurfum ekki að óttast rússa en var ekki með neinn samanburð við Bandaríkin og Rússland. Reyndar gæti þér verið komi fyrir kattanef í Bandaríkjunum fyrir að gagnrína þarlend stjórnvöld. t.d hafa grasrótarsamtök oft verið eyðilögð innan frá af hálfu stjórnvalda.

Brynjar Jóhannsson, 28.9.2007 kl. 13:21

7 Smámynd: Friðrik Þór Guðmundsson

Vil benda þér á að kynna þér muninn á "landhelgi", lofthelgi og flugumsjónarsvæði. Rússarnir hafa ekki flogið inn fyrir landhelgi eða lofthelgi Íslands. Þeir hafa flogið inn fyrir flugumsjónarsvæði á alþjóðlegu svæði og ekki tilkynnt sig. Það er kannski ókurteisi, en brot á engu.

Friðrik Þór Guðmundsson, 28.9.2007 kl. 13:38

8 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

Kannski las ég eitthvað vitlaust... En samkvæmt fréttinni sem ég las flugu þeir inn fyrir landhelgi en voru á alþjóðahafsvæði og brutu ekkert af sér. En ef þú last það sem ég bloggaði sjálfur um þessa frétt þá sagði ég að Rússar hafi ekki brotið nein lög og mér þótti ekkert athugavert við þetta brölt þeirra.

Brynjar Jóhannsson, 28.9.2007 kl. 13:45

9 identicon

Væri til í að sjá rússneskan björn reka við á brúskinn ... en á erfitt með að trúa því að einhver myndi kjósa Bush fram yfir Pútín ...

Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 28.9.2007 kl. 14:15

10 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

PÚTÍN lítur allaveganna út fyrir að vera öllu klárari einstaklingur...

Brynjar Jóhannsson, 28.9.2007 kl. 16:37

11 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

Já... en Gunnar með fullri virðingu.

Friðrik var eingöngu að benda mér á að Rússanir hefðu ekkert gert neitt af sér rétt eins og ég reyndar skrifaði sjálfur í pistli mínum. Ég viðurkenni hér með ein mistök sem skrifast á sjálfan mig en ég ruglaði saman lofthelgi og landhelgi en samkvæmt þeim fréttum sem ég las fóru Rússar inn fyrir lofthelgi Íslands. Í raun breitir það engu því mér sýnist Friðrik vera sammála mér um að sök Rússa er sama og engin í þessu máli því þeir fóru eftir öllu í alþjóðarlögum.

Brynjar Jóhannsson, 28.9.2007 kl. 19:57

12 identicon

Heill og sæll, Brynjar og aðrir skrifarar !

Löngu tímabært, að taka upp nánari samskipti við Rússa. Hafa löngum reynst okkur vinveittir. Munum gömlu viðskiptasamböndin, ekki sízt í þorskastríð-    unum, á nýliðinni öld.

Með beztu kveðjum, úr Árnesþingi / Óskar Helgi Helgason 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 28.9.2007 kl. 22:22

13 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

JÁ... sammála þér óskar og einnig í ljósi þess að .. efnahagur landsins fer stöðugt batnandi og þar er mikil gróska í efnahagslífi og því án efa margir möguleikar á viðskiptasamböndum.

Brynjar Jóhannsson, 29.9.2007 kl. 03:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Brynjar Jóhannsson

Höfundur

Brynjar Jóhannsson
Brynjar Jóhannsson
Ég heiti Brynjar jóhannsson og er að gefa út mína fyrstu skáldsögu sem heitir Martraðaprinsinn og er það útgáfufélagið Sarasvati sem gefur mig út.

Tónlist

www.brylli.com

Heimasíðan MÍN..


Tónlistarspilari

- Antymedro- sexual-lokamix

Nýjustu myndböndin

Gróa á Leyti

Kúrekinn

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...ahaugurnytt
  • DSC_0040
  • Pjakkurinn
  • n556750566 5295516 7415
  • 2cats_543477

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 9
  • Frá upphafi: 185562

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband