hvenær er fólk veikt og hvenær ekki ?

Ég er búin að vera rúmliggjandi með beinverki í tvo daga. Ekki beinlínis skemmtilegt hlutskipti að glíma við. Hiti og hausverkur í bland við efasemdarspurningu um hvort að ég sé veikur ? já eins og flestir íslendingar þá efast ég alltaf um að ég sé veikur í þau skipti þegar ég er það. Líklega vegna þess að ég er fullorðin maður og þarf að bera ábyrð á heimili mínu og afkomu. Líklega vegna þess að mér líkar vel við vinnuna mína og vill sýna bæði lit og ábyrð með því að tilkynna mig ekki inn þykistu veikan. Stundum á ég erfitt með að greina hvort ég sé veikur eða ekki. Í núverandi tilviki veikinda minna er ég búin að fara undanfarnar viku ,dag eftir dag. heim til mín og leggjast upp í rúm og steinsofna án þess að ég fái nokkuð við ráðið. Steinsofið eins og ég sé undir miklu álagi og búin á sál og líkama. Fyrir tveimur dögum var mér auk þess orðið skítkalt og komin með beinverki um allan líkaman. Samt var ég á því að ég ætti að drulla mér í vinnunna en ákvað samt að vera heima. Það kom á dagin að þetta var hárrétt ákvörðun því þessa tvo daga hef ég verið gjörsamlega mátt vana og er komin með hálsbólgu. Samt er ég með samviskubit því það er bannað að vera veikur.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: halkatla

ég óska þér góðs bata - það verða allir veikir, alls ekki fá samviskubit og taktu þér bara góðan tíma í að ná þér

halkatla, 27.9.2007 kl. 13:32

2 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

þakka þér fyrir það Anna Karen.... Það er nú bara gamla góða íslenska þrælslundin sem veldur þessu samviskubiti mínu.

Brynjar Jóhannsson, 27.9.2007 kl. 14:13

3 Smámynd: Fríða Eyland

Batakveðja - spurning hvort að lasnir fái ekki fleiri sénsa en þeir sem hitalausir eru í samkvæmis leiknum "Hver er maðurinn" kannski fimm  

Þarf að ígrunda þetta vel

Fríða Eyland, 27.9.2007 kl. 14:17

4 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

jibbí takk fyrir það fríða eyland... mér lýður eins öryrkja með öll þessi fríðindi... 

Brynjar Jóhannsson, 27.9.2007 kl. 14:26

5 Smámynd: Fríða Eyland

Ok þá breyti ég reglunum Leikurinn hefur þróast úr þremur neium uppí tíu á tímabili, ég hélt að það sé kominn tími á að fara uppí fimm fyrir alla það er ekkert gott að vera með sérreglur fyrir þá sem eru með hita og þó.

Fríða Eyland, 27.9.2007 kl. 14:43

6 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

hahah gott að heyra... þá held ég ótrauður áfram...

Brynjar Jóhannsson, 27.9.2007 kl. 15:44

7 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Æi kallinn... bara lasinn.   Láttu þér batna og haltu áfram að vera þú sjálfur.

Anna Einarsdóttir, 27.9.2007 kl. 21:36

8 identicon

Ég haaaaata að vera veik.. fékk þvílíku ógeðslegu pestina í sumar, og var heima í nánast tvær vikur.. og hvern dag þráði ég sárt að komast í vinnuna.. þó hún hafi verið hundleiðinleg.. Samhryggist innilega.. láttu þér batna

Dexxa (IP-tala skráð) 27.9.2007 kl. 22:25

9 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

já takk fyrir .. anna og dexa.. 

þetta er akkurat málið.. mig langar mest að mæta heill og hraustur í vinnuna.. 

Brynjar Jóhannsson, 27.9.2007 kl. 22:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Brynjar Jóhannsson

Höfundur

Brynjar Jóhannsson
Brynjar Jóhannsson
Ég heiti Brynjar jóhannsson og er að gefa út mína fyrstu skáldsögu sem heitir Martraðaprinsinn og er það útgáfufélagið Sarasvati sem gefur mig út.

Tónlist

www.brylli.com

Heimasíðan MÍN..


Tónlistarspilari

- Antymedro- sexual-lokamix

Nýjustu myndböndin

Gróa á Leyti

Kúrekinn

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...ahaugurnytt
  • DSC_0040
  • Pjakkurinn
  • n556750566 5295516 7415
  • 2cats_543477

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 4
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 185560

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband