15.9.2007 | 05:37
Stundum skil ég umheimin miklu betur en sjálfan mig.
Ég botna stundum ekkert í sjálfum mér. Í kvöld var ég í ágætu yfirlæti með félögum mínum í heimahúsi eins þeirra og átti við þá ágætlega innihaldsríkar samræður. Áætlunin var að kíkja út fyrir hússins dyr en þá skyndilega sóttu á mig hugsanir sem létu mig ekki í friði. Ég tjáði félögunum að ég nóg væri komið af næturgamni hjá mér og ég fór til míns heima. Þegar heim var komið fann ég fyrir sterkri tilfinningu til að yrkja ljóð. Venjulega þegar ég yrki þá reyni ég að forðast að semja ljóð með þeim bragi sem ég samdi á unglingsárunum . Einhverja hluta vegna fann ég sterka þörf fyrir að koma frá mér einhverskonar myrkvaverki eins og ég gerði þegar ég var yngri og var ég að því fjóra til fimm klukku tíma með litlum hléum. Mig langar að tileinka þetta ljóð góð vini mínum Lárusi Guðmundssyni (bloggið hans er hér til hliðar ) sem er staddur í París um þessar mundir til að vera staddur við eigin listsýningu. Ástæðan að ég tileinka honum ljóðið er ekki vegna þess að þetta ljóð er um hann, heldur vegna þess að ég veit að um leið og hann les ljóðið þá vakna með honum minningar um þegar við héngum tveir saman inni á Hvítakoti fyrir framan MR með vindla í kjafti og kváðum fyrir hvorn annan myrkverk sem er mjög mikið í sama stíl og þetta ljóð .
er þú dast úr hlíðum draumafjallsins
þá dofnaði um leið þín lífsins þrá
og hlýddir ekki hrópum neyðarkallsins
sem hugfirrt angist sjálfs þíns reyndi að tjá
líkt regndropa sem rann til niðurfallsins
og rós sem hneig að hausti til í dá
uppgjafa í hugans vök þú varðist
gegn voða sem þú sjálfur skapaðir
ráðþrota við mótvind bölsins barðist
og brostnu geði þínu tapaðir
varst sárkvalinn því andinn illa marðist
og að endingu til helju hrapaðir
þú vaknaðir sem vofa í mannsins líki
og vildir aldrei oftar finna til
hugur þinn var djúpt sokkin í síki
svartnætis við köld og úrelt skil
Þar sást þitt löngu hrundna hugans ríki
í heimi sem þér aldrei veitti il
týndur inní myrkvum hugarheimi
himnum ofar vonarstirni sást
þá vaknaðir úr angistar algleymi
og æðinu sem lét þig þrálátt þjást
og umbreyttist í rödd með hlýjum hreimi
og í hjarta sem að veitir öðrum ást.
Um bloggið
Brynjar Jóhannsson
Tónlist
www.brylli.com
Heimasíðan MÍN..
Tónlistarspilari
Færsluflokkar
Bloggvinir
- Halla Rut
- Anna Einarsdóttir
- Kristinn Theódórsson
- Signý
- Kreppumaður
- Fríða Eyland
- Heiða Þórðar
- Bara Steini
- Marta B Helgadóttir
- halkatla
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Sema Erla Serdar
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Björgvin
- Bjarki Tryggvason
- Jón Þór Ólafsson
- Brissó B. Johannsson
- Tinna Jónsdóttir
- Sigurlaug Kristjánsdóttir
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Aðalheiður Ámundadóttir
- Eysteinn Skarphéðinsson
- Ásgerður
- Brattur
- Jóna Á. Gísladóttir
- Bergur Thorberg
- Viktor Einarsson
- Agný
- Lady Elín
- Guðfríður Lilja
- Gunnar Axel Axelsson
- Óskar Helgi Helgason
- Sigurður Viktor Úlfarsson
- Baldur Fjölnisson
- Matti sax
- Ingunn Jóna Gísladóttir
- kiza
- Huld S. Ringsted
- www.zordis.com
- Brjánn Guðjónsson
- Anna Benkovic Mikaelsdóttir
- Jónína Dúadóttir
- Páll Geir Bjarnason
- Sigríður Hafsteinsdóttir
- Guðrún Magnea Helgadóttir
- Jón Steinar Ragnarsson
- Stríða
- Greta Björg Úlfsdóttir
- Laufey Ólafsdóttir
- Georg P Sveinbjörnsson
- S. Lúther Gestsson
- Markús frá Djúpalæk
- Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir
- Ólöf Anna Brynjarsdóttir
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Sævar Einarsson
- Gullvagninn
- Kolgrima
- Óskar Þorkelsson
- Helga Dóra
- Guðrún Birna le Sage de Fontenay
- Rúnar Þór Þórarinsson
- Katrín Ósk Adamsdóttir
- Óskar Arnórsson
- Kristín Jakobsdóttir Richter
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Halldóra Rán
- Helga Magnúsdóttir
- Guðrún Lilja
- Mía litla
- Íris Arnardóttir....vitringur
- Þórhildur Daðadóttir
- polly82
- Andrea
- Hdora
- Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
- Baldur Hermannsson
- Brynja skordal
- SeeingRed
- Benna
- Villi Asgeirsson
- Svartagall
- Alfreð Símonarson
- Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Skattborgari
- Aprílrós
- Mál 214
- Bwahahaha...
- Isis
- persóna
- Vilhjálmur Árnason
- Þráinn Jökull Elísson
- Vefritid
- Guðmundur Óli Scheving
- Hlédís
- Aldís Gunnarsdóttir
- Eva
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- brahim
- Sigþrúður Þorfinnsdóttir
- Valdimar H Jóhannesson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 1
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 185562
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Algerlega frábært ljóð Brynjar !!
Anna Einarsdóttir, 15.9.2007 kl. 09:42
Ég þakka hólið.... Anna
Brynjar Jóhannsson, 15.9.2007 kl. 11:42
rosalega flott ljóð Brylli snilli
Ólöf Anna , 15.9.2007 kl. 17:30
takk kærlega fyrir ólöf
Brynjar Jóhannsson, 15.9.2007 kl. 20:57
Góður endir sem betur fer.
Þórdís Bára Hannesdóttir, 15.9.2007 kl. 21:34
Ég segi eins og Þórdís - allt er gott sem endar vel - flottur kveðskapur þetta
Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 15.9.2007 kl. 21:46
Takk fyrir það.... já ég gat nú ekki séð sóma nema að láta ljóðið enda vel eftir allt þennan bölmóð.. þó það nú væri..
Brynjar Jóhannsson, 15.9.2007 kl. 22:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.