14.9.2007 | 16:00
stefna fangelsisyfirvalda.
Margir brugðust heiftarlega þegar hæstiréttur mildaði dóm héraðsdóms á viðbjóðslegri nauðgun sem átti sér stað hérlendis ekki alls fyrir löngu. Fangelsisvist mannsins var breitt úr fjórum árum í þrjú og hálft og peningasektin var minnkuð úr 1,2 millionum í eina millijon. Áður en fólk reiðist heiftarlega yfir mildun hæstaréttar verðum við að horfast í augu við nokkra púngta málsins. í fyrsta lagi er staðreyndin að þó svo að fangelsvist mansins hafið verið minkaður hefur hæstiréttur aldrei nokkurn tíman dæmt mann í svo langa fangavist vegna nauðgunar af slíku tagi. Í öðru lagi er það eingöngu tímabundin lausn að stinga mönnum í fangelsi ef þeir yrðast EKKI gjörða sinna.
Talandi dæmi um mann sem yrðast ekki gjörða sinna er morðingi sem myrti konu á viðbjóðslegan hátt 2001 vegna þess að hún ætlaði að vitna gegn honum í naugunarmáli. Samkvæmt heimildum DV er sá maður innan veggja Litla Hrauns í sínum ofbeldisfulla hugarheimi og gerir fátt annað en að lyfta lóðum og talar víst mikið um hverja hann ætlar að myrða þegar afpláningu er lokið. Ef heimildir blaðsins eru réttar þá er umræddur maður gangandi tímasprengja sem mun springa um leið og hann losnar úr prístundinni.
Mín skoðun er sú að besta lausn við því að svo hættulegir menn endurtaki ekki glæpi sína er að gera stefnu fangelsisyfirvalda AGADEMÍSKARI. Fangelsisstefnan ætti að byggja á því að kenna mönnum að taka afleiðingum gjörða sinna og láta þá horfast í augu við hvað þeir hafa gert af sér. Ég geri ráð fyrir því að einhver stefna er nú þegar í þeim málum enn finnst mér að það ætti að skerpa á henni enn frekar. Auðvitað er mörgum mönnum ekki viðbjargandi en ef svo er þarf að dæma þá inn á einhverskonar hæli þar sem þeir valda ekki samfélaginnu frekari skaða. Löng refsivist er ekki alltaf besta lausnin því ef menn sem sleppa hálfvegis verri út úr fangavistinni er aðeins tímaspursmál að þeir geri einhvern óskundan af sér. Ég fullyrði að þau samtök sem raunverulega hafa bjargað samfélaginu frá flestum manndrápum eru AA.samtökin. Innan þeirra samtaka eru margir fyrrum morðingjar og nauðgarar sem fóru að taka á sínum málum og fóru að vinna í 12 sporunum eftir að þeir fundu botninn. Sem sagt eftir að þeir fóru að lifa eins og góðir og gildir samfélagsþegnar lostnaði samfélagið undan síbrotamönnum sem olli umhverfi sínu óberanlegan skaða.
Mér er minnistætt viðtal sem ég las við morðingja. Sá maður sagði að honum dytti ekki í hug að biðja aðstendur þess sem hann myrti afsökunar því að það sem hann gerði var með öllu ófyrirgefanlegt. Ef sá maður er að segja satt og að tala frá sínum hjartarótum þá yrðast hann gjörða sinna og er þá væntanlega byrjaður að horfast í augu við hve mikill hrotti hann hefur verið. Því miður er það ekki svo í öllum tilfellum og því er oft Litla Hraun Betrunarhús glæpamanna sem elur af sér enn þá verri menn en komu þaðan inn.
við verðum að gera okkur grein fyrir því að tímalengd refsingarinnar leysir aðeins hálfan vanda ef sökudólgurinn neitar að lúta ábyrð á gjörðum sínum.
Ég óska eftir málefnalegum umræðum um þetta viðfangsefni en frábið með öllu upphrópanir og ómálefnaleg rök.
Um bloggið
Brynjar Jóhannsson
Tónlist
www.brylli.com
Heimasíðan MÍN..
Tónlistarspilari
Færsluflokkar
Bloggvinir
-
Halla Rut
-
Anna Einarsdóttir
-
Kristinn Theódórsson
-
Signý
-
Kreppumaður
-
Fríða Eyland
-
Heiða Þórðar
-
Bara Steini
-
Marta B Helgadóttir
-
halkatla
-
Gunnar Helgi Eysteinsson
-
Sema Erla Serdar
-
Jenný Anna Baldursdóttir
-
Björgvin
-
Bjarki Tryggvason
-
Jón Þór Ólafsson
-
Brissó B. Johannsson
-
Tinna Jónsdóttir
-
Sigurlaug Kristjánsdóttir
-
Kjartan Pétur Sigurðsson
-
Aðalheiður Ámundadóttir
-
Eysteinn Skarphéðinsson
-
Ásgerður
-
Brattur
-
Jóna Á. Gísladóttir
-
Bergur Thorberg
-
Viktor Einarsson
-
Agný
-
Lady Elín
-
Guðfríður Lilja
-
Gunnar Axel Axelsson
-
Óskar Helgi Helgason
-
Sigurður Viktor Úlfarsson
-
Baldur Fjölnisson
-
Matti sax
-
Ingunn Jóna Gísladóttir
-
kiza
-
Huld S. Ringsted
-
www.zordis.com
-
Brjánn Guðjónsson
-
Anna Benkovic Mikaelsdóttir
-
Jónína Dúadóttir
-
Páll Geir Bjarnason
-
Sigríður Hafsteinsdóttir
-
Guðrún Magnea Helgadóttir
-
Jón Steinar Ragnarsson
-
Stríða
-
Greta Björg Úlfsdóttir
-
Laufey Ólafsdóttir
-
Georg P Sveinbjörnsson
-
S. Lúther Gestsson
-
Markús frá Djúpalæk
-
Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir
-
Ólöf Anna Brynjarsdóttir
-
Helga Guðrún Eiríksdóttir
-
Sævar Einarsson
-
Gullvagninn
-
Kolgrima
-
Óskar Þorkelsson
-
Helga Dóra
-
Guðrún Birna le Sage de Fontenay
-
Rúnar Þór Þórarinsson
-
Katrín Ósk Adamsdóttir
-
Óskar Arnórsson
-
Kristín Jakobsdóttir Richter
-
Guðsteinn Haukur Barkarson
-
Halldóra Rán
-
Helga Magnúsdóttir
-
Guðrún Lilja
-
Mía litla
-
Íris Arnardóttir....vitringur
-
Þórhildur Daðadóttir
-
polly82
-
Andrea
-
Hdora
-
Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
-
Baldur Hermannsson
-
Brynja skordal
-
SeeingRed
-
Benna
-
Villi Asgeirsson
-
Svartagall
-
Alfreð Símonarson
-
Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
-
Gunnar Helgi Eysteinsson
-
Skattborgari
-
Aprílrós
-
Mál 214
-
Bwahahaha...
-
Isis
-
persóna
-
Vilhjálmur Árnason
-
Þráinn Jökull Elísson
-
Vefritid
-
Guðmundur Óli Scheving
-
Hlédís
-
Aldís Gunnarsdóttir
-
Eva
-
Brosveitan - Pétur Reynisson
-
brahim
-
Sigþrúður Þorfinnsdóttir
-
Valdimar H Jóhannesson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (12.7.): 4
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 13
- Frá upphafi: 185793
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 13
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég hef ekki næga þekkingu á fangelsismálum til að tjá mig um þau.... en mig langar mikið til þess að sjá breytingu á dómum í þá átt að fyrir fjármálamisferli séu menn dæmdir mun vægar heldur en fyrir glæpi sem leiða til sálarmorðs. Þá er ég að tala um barnamisnotkun, heimilisofbeldi og nauðganir.
Anna Einarsdóttir, 14.9.2007 kl. 16:53
Anna..
það er einmitt sem ég var að geta til í greininnni að svo virðist sem það samræmi sem að verða að veruleika.... áður fyrr voru menn dæmdir oft í eitt ár fyrir nauðganir en nú virðist sem refsiramminn sé að breitast og það sé tekið harðar á þeim málum.
Brynjar Jóhannsson, 14.9.2007 kl. 16:57
Það er margt til í þessu hjá þér Brilli,....en ef refsiramminn er ekki notaður til fulls í svona hrottalegri nauðgun hvenær á þá að nota hann og að benda á að þetta sé þyngsti dómur í þessum málum hingað til segir okkur aðeins að þessir glæpir hafa aldrei verið teknir alvarlega enda eru fórnarlömbin annað hvort og haltu þér fast ..KONUR og BÖRN.
Þetta eru jú sami dómstóll sem dæmdi tildæmis fjóra eða fimm í Geirfinnsmálinu suma í 12 eða var það 16 ár án þess að hafa lík.
Í dómi héraðsdóms kemur fram að fórnarlambið hafi borið mikla áverka
EKKI SÍST Á VIÐKVÆMUM LÍKAMSHLUTUM, SVO SEM BRJÓSTUM OG KYNFÆRUM,EN KYNFÆRI VORU SVO ILL LEIKIN AÐ EKKI REYNDIST UNNT AÐ SKOÐA ÞAU Í HEFÐBUNDINNI KVENSKOÐUN.
Fríða Eyland, 14.9.2007 kl. 18:36
Fríða Eyland...
Þú verður að taka mið af því að Geirfinnsmálið var uppi 1976 í dómsölum hæstaréttar og ekki er beinlínis hægt að segja að það hafi verið sami dómurinn því allt aðrir aðilar dæmdu þá en núna í þessu nauðgunarmáli 31 áru síðar. Á þeim tíma var viss sauðshugsunarháttur ríkjandi í dómssölum sem sagði að lögreglan væri heillög og segði allltaf sannleikann. Geirfinnsmálið er eitt mesta hneikslis mál íslenskrar réttarsögu og er ég efins um að slíkt mál endur taki sig í dag sem betur fer. Máli mínu til rökstuðnings get ég sagt að ég hef ásamt félögum mínum unnið mál gegn lögreglunni vegna ólögmætrar handtöku sem átti sér stað árið 2001 en slíkt hefði aldrei getað gerst árið 1976..
Aðalpúngtar greinar minnar eru þessir..
1. Að þrátt fyrir að hæstiréttur mildaði dóminn hefur nauðgari aldrei fengið svo harðan dóm á íslandi og ber það vott um að refsirammi gagnvart nauðgunum er að aukast fyrst fordómi er komin fyrir því í hæstarétti.
2. það er ekki lausn að senda iðrunarlausan nauðgara eða morðingja í fangelsi ef hann telur sig ekki hafa neitt gert af sér.. það er samfélaginu fyrir bestu að nauðgarar taki ábyrð af gjörðum sínum og ætti stefna fangelsisyfirvalda að stuðla að faglegum meðferðarúrræðum sem stuðla að því að gera nauðgara meinlausa í samfélaginu þegar þeir sleppa út þaðan.
Brynjar Jóhannsson, 14.9.2007 kl. 18:55
Rétt hjá þér Ólafur..... eins og ég sagði þá þarf faglegri stefnumótun í þessum málaflokki... það verður að breita árherslum innan fangaveggjanna með einhverju móti og beina föngum inn á réttar brautir. Það þarf að skiltgreina rót vandans.. því staðreyndin er að stæðstur hluti glæpa og þar á meðal morð og nauðganir eru framin undir áhrifum vímuefna og því er gæfulegra fyrir samfélagið í heild sinni að hjálpa slíkum mönnum t.d með því að setja tappan í flöskuna. Eins og ég gat til þá vil ég meina að AA samtökin séu einu samtökin sem virkilega hafa bjargað samfélaginu frá ótrúlega mörgum nauðgunum og morðum sem er merkilegt nokk því AA samtökin eru grasrótasamtök. Ég er nokkuð viss á því að fangelsi nútímans séu ekkert annað en færibandaframleiðsla á krimmum og aukin refsing sé ekki endilega lausnin við að uppræta nauðgara eða aðra glæpamenn heldur að þeir læri að bera ábyrð á gjörðum sínum.
Brynjar Jóhannsson, 14.9.2007 kl. 19:54
Strákar hefur þessi betrunarvist sem þið sjáið fyrir ykkur enga innilokun í för með sér, kannski væri bara gott að kaupa fleiri íbúðir við laugateiginn fyrir þessa gaura.
Ég er viss um að þið skoðannabræðurnir munið eftir Íbúasamtökum njálsgötu sem urðu til við það eitt að meinlausir rónar áttu að fá athvarf í húsi einu þar við götuna.
Hvernig haldiði að það sé hægt að leysa vandan það þýðir lítið að banda á AA sem eru samtök fyrir útvalda hvað sem hver seigir.
Góð vinkona mín er með skoðanir á fangelsismálum landsins.
Hún vill að Breiðafjarðareyjar verði notaðar undir ógæfufólkið, eina fyrir smáglæpi, aðra fyrir unga, enn eina fyrir nauðgara o.s.fr.. þarna geta fangarnir verið úti við stundað stangveiðar, ræktað grænmeti, týnt æðadún og egg sér til framfæris.
Ég er sammála henni að fangelsin eins og þau eru í dag eru tímaskekkja (alltof margir sem eiga ekki afturkvæmt) og margt gott við hugmyndina.
Auðvitað veit ég rétt eins og aðrir að fangelsin á þeirri mynd sem þau eru í dag eru ekki að skila af sér nokkru af því sem við vildum sjá en það verða að koma heilsteyptar hugmyndir
Fríða Eyland, 14.9.2007 kl. 22:10
Fríða..
Ég sagði aldrei að AA samtökin leystu þennan vandan... heldur var ég að benda á að mér vitanlega eru það einu samtökin sem hjálpað hefur glæpamönnum að taka ábyrð á gjörðum sínum og þá vitanlega ef þeir eiga þá við vímuefna eða áfengisvandamál etja.
Það þarf að stuðla að því að gera glæpamenn ábyrga gjörðum sínum og horfast í augu við hvað þeir hafa gert því ellega koma þeir hálfvegis verri út úr prístundinni.
Brynjar Jóhannsson, 15.9.2007 kl. 01:50
Maðurinn er núna frjáls ferða sinna,
hann er farinn úr landi. Er "í fríi erlendis" segir lögmaður hans!
Farbann sem hann var úrskurðaður í, rann út áður en Hæstiréttur staðfesti dóminn yfri honum. Lögmaður hans segir að hann sé "í fríi" erlendis.
Hvernig samfélagi búum við í, hvernig dómskerfi er það, þar sem fádæma hrottaskapur er ekki tekinn alvarlegar en svo að menn fá svo bara að skreppa í frí.
Þessi portúgali mun auðvitað aldrei koma til Íslands aftur og aldrei afplána dóminn.
Marta B Helgadóttir, 17.9.2007 kl. 11:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.