Eru persónuleikaeinkenni íslendinga að breitast ?

Mér finnst íslendingar líkjast sífelt meira húsbóndaprúðum hundsrökkum og  færri einstaklingar en forðum þora að rífa kjaft við yfirboðara sinn . Þjóðkunnasta afsökun landa minna er að þeir nenni ekki að pæla í né tala um alvarleg málefni. Ef einhver dirfist að koma með staðreyndir sem fjölmiðlar hafa ekki dug til að fjalla um eins og til dæmis málefni 9/11 þá eru menn upphrópaðir á nokkurra raka SAMSÆRISKENNINGASMIÐIR þó svo að þeir hafi ekki gert neitt annað en að færa málefnaleg rök fyrir máli sínu. Mér finnst fjórða valdið hafa brugðist okkur og  látið bankanna vaða allt of mikið uppi með sínum auglýsingaráróðri og markaðssetningum án þess að gagnrína gjörðir þeirra.Það er óhjáhvæmlegt að draga þá áliktun að blaðamenn hafi ekki þorað öðru en að stiggja ekki stórfyrirtæki því starfsvetvangur þeirra var í húfi.

Einn af mínum bestu vinum er orðin hundleiður á þessari eyju og segir hann aðal ástæðuna að Plebbisminn sé að tröllríðandi öllu. Það sem hræðir mig er hvað mikið er til í orðum hans. Ef ég man rétt var ekki svo langt síðan að fleirri lifandi menn líktust skáldsagnapersónum þorbergar og Laxnesar. Einu leyfar slíkra persónua sem ég sé núorðið er hin skemmtilega mannflóra í kolaportinu. Ég sakna furðufuglanna og kjaftaska fortíðarinnar.Ekki er alt slæmt þó við íslensk persónuleikaeinkenni og það sem mér þykir jákvætt við íslendinga er hve mikið er af DEMÖNTUM Í GRJÓTINU. Mér þykir margir vina minna skemmtilega skrítnir persónuleikar og heilir og sannir í því sem þeir taka sér fyrir hendur. Ungt og þenkjandi fólk  er svo sannarlega til og kannski hefur þetta alltaf verið svona ? .. Að í raun hafa alltaf verið lítill hópur manna sem staðið hefur upp úr mannflórunni og verið það fólk sem kallast athyglisverir og sterkir persóunuleikar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Oddný Sigurbergsdóttir

Mikið er ég sammála þér. Margar vinkonur mínar góna á mig og gapa stórum þegar ég segi þeim frá mér og mínum stóra munni (að þeirra sögn). Málið er að ég set hælinn niður og segi hingað og ekki lengra þegar frekjur og fúlmenni ætla að vaða yfir mig á skítugum skónum.  Það finnst þeim alveg merkilegur eiginleiki!

Af hverju ætli við séum að breytast svona? Við erum á hraðri leið með að verða jafn dofin og skoðanalaus og meðal ameríkani.

Oddný Sigurbergsdóttir, 13.9.2007 kl. 18:27

2 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

Oddný... það gleður að heyra að þú hafir bein í nefinu og látir ekki fólk vaða yfir þig á skítugum skónum. Ég get ekki svarað fyrir það nákvæmlega hvað hefur nákvæmlega breist í þessu samfélagi og það gleður virkilega að heyra að fleirri en ég finna fyrir þessum breitingum í karaktereinkennum landans. Mér finnst eins og fjöldi hinna sterku persónuleika fari fækkandi...

Ólafur... þetta er nefnilega mín tilfinning líka að bankin eigi of mikið af þessu samfélagi til að fólk þori að brúka kjaft og láta í sér heyra.. í pistli mínum hér að neðan bendi ég til dæmis á að konur sem hafa orðið fórnalamb barsmíða geti ekki lengur fjárfest í íbúð vegna þess að íbúðarverð er orðið svo dýrt.

Ekki gat ég séð að sá pistilll hlaut miklar undirtektir hjá jafnvel hörðustu feministum einfaldlega vegna þess að ég tók mér það bessaleifi að benda á tengsl BANKANNA.við hátt íbúðarverð og að hátt íbúðarverð er orðið þess valdandi að konur sem verða að barsmíðum að bráð geta ekki lengur keypt sér íbúð til að flýja ógnina.  

Sem sagt um leið og það er bent á raunverulegu rót vandans er stundum eins og jafnvel háværustu rödd rétlætisins þegi þunni hljóði því ÞAÐ ER STRANGLEGA BANNAÐ AÐ SEGJA AÐ KEISARINN ER EKKI Í NEINUM FÖTUM.  

Brynjar Jóhannsson, 13.9.2007 kl. 20:03

3 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

Stæðstur hluti auglýsingatekna allra blaða á íslandi er í auglýingartekjum og því verða blaðamenn að lifa með þeirri staðreynd að skrifa aldrei neitt sem stiggur auglýsindan frá því að auglýsa í blaðinu. Þar að leiðandi er blaðamanni viss rammi settur í skrifum sínum sem hann verður að lúta svo að blaðið geti rúllað sem maskína. Peningaflæði sem rennur í formi auglýngatekna frá t.d bönkum og stórfyrirtækjum er gígatískt á hverju ári og mesta lífsviðurværi allra blaða á hinu litla Íslandi.

Það ekki samsæri heldur staðreynd... 

Brynjar Jóhannsson, 13.9.2007 kl. 22:10

4 Smámynd: Heiða  Þórðar

Gæti ekki verið meira sammála umræðunni hér.

Heiða Þórðar, 13.9.2007 kl. 23:50

5 Smámynd: Fríða Eyland

Það er rétt að þær mættu vera fleiri tírurnar, nú til dags er stór hluti þjóðarinnar á lyfjum (margir góðir svæfðir) og ekki minni er sá sem er dæmdir hafa verið vitleysingar og fólk stendur saman um að hunsa og mála útí horn sem bjána eða bara eitthvað verra.

Auglýsing frá TM (eingeyjar) gekk útá að fólk gæti ekki breytt og sýndi herstöðvarandstæðing (einstæðing) skilaboðin voru vertu nýjungagjarnari eða ekki festast í sama farinu ekki ver eins og þessi asnalega kelling sem er að mótmæla stríði eins og bjáni ársins

Talandi um mótmælendur þá er Helgi Hóseasson maður einn á íslandi kominn á tíræðisaldur þessi maður sem mótmælir kúgun á sjálfsákvörðunar rétti sínum, ógildingu á skírn sinni en nei fasisminn seigir nei og aftur nei við þeijum þunni hljóði og Helgi kallinn verður allur með spjaldið sitt á langholtsveginum.

Stöndum við með manninum eða stöndum við með kúgurunum sem öllu rúla ? 

Fríða Eyland, 14.9.2007 kl. 00:35

6 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

góðir púngtar hjá þér Fríða Eyland.... 

Þessar auglýsingar frá TM voru enn eitt dæmið um misheppnað háð sem gekk ekki upp í auglýsingum. Hæðnina mátti skilja sem skot á hugsjónasinna sem láta ekki buga sig og  ekki var langt síðan slíkt taldist til hinna mestu dyggðu að var sjálfum sér trúr.

Ég hef alltaf borið virðingu fyrir Helga Hoseasyni því fyrir mér er hann hluti af þessari fornu sveitamenningu sem íslendingar voru þekktir fyrir. Að menn stóðu fyrir það sem þeir voru og þurftu ekki að skammast sín fyrir það að standa á sinni meiningu..

Eins og ég sagði í greininni minni .. þá sakna ég furðufuglanna og kjaftaskanna því það er þeir sem gefa mannlífinu lit en ekki jakkaklædd grámenni sem hugsa í sterío. 

Brynjar Jóhannsson, 14.9.2007 kl. 00:48

7 Smámynd: Fríða Eyland

Sorgleg þjóð - Á toppi heimsins en þorir ekki að láta ljós sitt skína

AF HVERJU EKKI AÐ KLÁRA PAKKANN - HÉR ER FULLT AF GÓÐU KLÁRU FÓLKI ! ek lofa

Það þarf að hrista upp í þessari þjóð það er málið

Lengi lifi Rauðsokkur!!! (hvaða nafni sem þær nefnast) og gildin sem þær börðust fyrir
Lengi lifi Friðarsinnar!! sem fórna sér til að uppfræða okkur um stríðin á heiminum og hörmungunum sem fylgja þeim

Lengi lifi Fjölbreytileikinn án hans yrði lífið eintón litlaust eða grátt

Takk fyrir 

Fríða Eyland, 14.9.2007 kl. 00:56

8 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

ahhhaha JÁ samála síðasta ræðumanni lengi lifi FURÐUFUGLAR, kynlegir kvistar, sérvitringar og kjaftforir persónuleikar af báðum kynjum sem þora að stíga fram á sjónvarsviðið og segja 

HÉRNA ER ÉG ...

Lengi lifi fólk sem gefur lit í þetta mannlíf... 

Brynjar Jóhannsson, 14.9.2007 kl. 01:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Brynjar Jóhannsson

Höfundur

Brynjar Jóhannsson
Brynjar Jóhannsson
Ég heiti Brynjar jóhannsson og er að gefa út mína fyrstu skáldsögu sem heitir Martraðaprinsinn og er það útgáfufélagið Sarasvati sem gefur mig út.

Tónlist

www.brylli.com

Heimasíðan MÍN..


Tónlistarspilari

- Antymedro- sexual-lokamix

Nýjustu myndböndin

Gróa á Leyti

Kúrekinn

Bloggvinir

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • ...ahaugurnytt
  • DSC_0040
  • Pjakkurinn
  • n556750566 5295516 7415
  • 2cats_543477

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (13.7.): 0
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 13
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 13
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband