Litli prinsinn á Hjallabrautinni í Hafnafirði

 Það var gaman að vera sjö ára pjakkur í norðurnænum Í Hafnarfirði. í rauðu blokkinni þar sem ég bjó þurfti ég ekki nema að ganga nokkur skref út fyrir hússins dyr og var ég þá komin út í hraun og var byrjaður að leika mér við aðra krakka blokkarinar. Á þeim aldri var ég stoltur af því að vera íslendingur enda stóð ég staðfastur á þeirri skoðun minni að Ísland væri stærsta land í heimi. Allir vissu á heimilinu mínu að ég væri prins og því hlutverki gegndi ég með miklum sóma. Ég naut undanþáganna sem fylgdu þessu veigamikla hlutverki til fullnustu öðrum fjölskyldumeðlimum til mikillrar mæðu. Ofeldið gerði mig að heiftarlegri frekju og lét ég reiði mína oftsinnis bitna á bræðrum mínum. Einu sinni setti elsti bróðir minn mig í eilífðarkeppnisbann í skák vegna þess að ég var gjarn á að henda niður skákmönnum þegar ég tapaði fyrir honum í skák. Eitt sinn kom ég heim úr bakarínu í Kaupfélagsblokkinni með vínabrauðslengju og þegar heim var komið át ég hana alla fyrir framan bræður mína án þess að láta mér detta það í hug að þeir ættu rétt á sínum skerfi af kræsingunum. Á hverju kvöldi þegar ég lagðist til hvílu heimtaði ég að hafa ljósið kveikt áður en ég sofnaði sem olli miklum pirringi hjá Braga næst elsta bróður míns.

Mér skylst að eitt sinn hafi móðir mín eitt sinn verið pirruð yfir tiltektinni heima fyrir og hundskammaði eldri bræður mína fyrir sóðaskapin.Hún rak þá áfram til verka og í miðjum æsingnum leit hún til mín.

Farðu líka að taka til Brynjar. sagði móðir mín við mig

Ég prinsinn starði hneikslaður til móður minnar og svaraði henni með grátklökkri rödd.

JÁ EN MAMMA ÞETTA ER ÉG....BRYNJAR... 

Svipurinn var svo sakleisislega fagur að móðir mín gat ekki annað hlegið og varð ég víst enn þá hneiksaðari fyrir vikið því engum dirfist að tala svona til litla prinsinn á Hjallabrautinni. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Takk fyrir skemmtilega sögu  Rifjaði ýmislegt upp af rauðalæknum í reykjavík þar sem ég bjó. það voru nokkrir svona prinsar þar. sá sem ég man best eftir er Gulli Helga útvarpsmaður. En þú hefur örugglega verið raunverulegur prins. Ertu það ekki bara enn?

Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 7.9.2007 kl. 23:04

2 Smámynd: Brissó B. Johannsson

ó mæ! Rauða blokkinn! Það er mitt heimaland! Stærsta blokk í heimi! Átti reyndar heima í einbýlishúsi rétt hjá, en það var meira töff að búa í rauðu blokkinni í mínum huga.

Brissó B. Johannsson, 8.9.2007 kl. 04:31

3 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

Anna... Jú ég er raunverulegur eðalborinn prins... allaveganna heitir skáldsagan sem ég er að leggja lokahönd á Martraðaprinsinn...

Merkilegt Brissó... Ég hefði nú mátt vita það af humor þínum að þú værir gaflari eins og ég. Ég komst að því líka er ég skrifaði aðra átthagasögu að önnur stelpa, Rauðka ,værir gaflarii... 

Brynjar Jóhannsson, 8.9.2007 kl. 09:25

4 Smámynd: Oddný Sigurbergsdóttir

Ahahaha, þetta er auðvitað bara snilld! Að móðir þín hafi látið sér detta í hug að þú, prinsinn, færir að taka til!

Oddný Sigurbergsdóttir, 8.9.2007 kl. 11:36

5 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

Já ég er mjög hneikslaður yfir þessu hátterni hennar

Brynjar Jóhannsson, 8.9.2007 kl. 12:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Brynjar Jóhannsson

Höfundur

Brynjar Jóhannsson
Brynjar Jóhannsson
Ég heiti Brynjar jóhannsson og er að gefa út mína fyrstu skáldsögu sem heitir Martraðaprinsinn og er það útgáfufélagið Sarasvati sem gefur mig út.

Tónlist

www.brylli.com

Heimasíðan MÍN..


Tónlistarspilari

- Antymedro- sexual-lokamix

Nýjustu myndböndin

Gróa á Leyti

Kúrekinn

Bloggvinir

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • ...ahaugurnytt
  • DSC_0040
  • Pjakkurinn
  • n556750566 5295516 7415
  • 2cats_543477

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.7.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 9
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband