7.9.2007 | 20:58
Litli prinsinn á Hjallabrautinni í Hafnafirði
Það var gaman að vera sjö ára pjakkur í norðurnænum Í Hafnarfirði. í rauðu blokkinni þar sem ég bjó þurfti ég ekki nema að ganga nokkur skref út fyrir hússins dyr og var ég þá komin út í hraun og var byrjaður að leika mér við aðra krakka blokkarinar. Á þeim aldri var ég stoltur af því að vera íslendingur enda stóð ég staðfastur á þeirri skoðun minni að Ísland væri stærsta land í heimi. Allir vissu á heimilinu mínu að ég væri prins og því hlutverki gegndi ég með miklum sóma. Ég naut undanþáganna sem fylgdu þessu veigamikla hlutverki til fullnustu öðrum fjölskyldumeðlimum til mikillrar mæðu. Ofeldið gerði mig að heiftarlegri frekju og lét ég reiði mína oftsinnis bitna á bræðrum mínum. Einu sinni setti elsti bróðir minn mig í eilífðarkeppnisbann í skák vegna þess að ég var gjarn á að henda niður skákmönnum þegar ég tapaði fyrir honum í skák. Eitt sinn kom ég heim úr bakarínu í Kaupfélagsblokkinni með vínabrauðslengju og þegar heim var komið át ég hana alla fyrir framan bræður mína án þess að láta mér detta það í hug að þeir ættu rétt á sínum skerfi af kræsingunum. Á hverju kvöldi þegar ég lagðist til hvílu heimtaði ég að hafa ljósið kveikt áður en ég sofnaði sem olli miklum pirringi hjá Braga næst elsta bróður míns.
Mér skylst að eitt sinn hafi móðir mín eitt sinn verið pirruð yfir tiltektinni heima fyrir og hundskammaði eldri bræður mína fyrir sóðaskapin.Hún rak þá áfram til verka og í miðjum æsingnum leit hún til mín.
Farðu líka að taka til Brynjar. sagði móðir mín við mig
Ég prinsinn starði hneikslaður til móður minnar og svaraði henni með grátklökkri rödd.
JÁ EN MAMMA ÞETTA ER ÉG....BRYNJAR...
Svipurinn var svo sakleisislega fagur að móðir mín gat ekki annað hlegið og varð ég víst enn þá hneiksaðari fyrir vikið því engum dirfist að tala svona til litla prinsinn á Hjallabrautinni.
Um bloggið
Brynjar Jóhannsson
Tónlist
www.brylli.com
Heimasíðan MÍN..
Tónlistarspilari
Færsluflokkar
Bloggvinir
-
Halla Rut
-
Anna Einarsdóttir
-
Kristinn Theódórsson
-
Signý
-
Kreppumaður
-
Fríða Eyland
-
Heiða Þórðar
-
Bara Steini
-
Marta B Helgadóttir
-
halkatla
-
Gunnar Helgi Eysteinsson
-
Sema Erla Serdar
-
Jenný Anna Baldursdóttir
-
Björgvin
-
Bjarki Tryggvason
-
Jón Þór Ólafsson
-
Brissó B. Johannsson
-
Tinna Jónsdóttir
-
Sigurlaug Kristjánsdóttir
-
Kjartan Pétur Sigurðsson
-
Aðalheiður Ámundadóttir
-
Eysteinn Skarphéðinsson
-
Ásgerður
-
Brattur
-
Jóna Á. Gísladóttir
-
Bergur Thorberg
-
Viktor Einarsson
-
Agný
-
Lady Elín
-
Guðfríður Lilja
-
Gunnar Axel Axelsson
-
Óskar Helgi Helgason
-
Sigurður Viktor Úlfarsson
-
Baldur Fjölnisson
-
Matti sax
-
Ingunn Jóna Gísladóttir
-
kiza
-
Huld S. Ringsted
-
www.zordis.com
-
Brjánn Guðjónsson
-
Anna Benkovic Mikaelsdóttir
-
Jónína Dúadóttir
-
Páll Geir Bjarnason
-
Sigríður Hafsteinsdóttir
-
Guðrún Magnea Helgadóttir
-
Jón Steinar Ragnarsson
-
Stríða
-
Greta Björg Úlfsdóttir
-
Laufey Ólafsdóttir
-
Georg P Sveinbjörnsson
-
S. Lúther Gestsson
-
Markús frá Djúpalæk
-
Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir
-
Ólöf Anna Brynjarsdóttir
-
Helga Guðrún Eiríksdóttir
-
Sævar Einarsson
-
Gullvagninn
-
Kolgrima
-
Óskar Þorkelsson
-
Helga Dóra
-
Guðrún Birna le Sage de Fontenay
-
Rúnar Þór Þórarinsson
-
Katrín Ósk Adamsdóttir
-
Óskar Arnórsson
-
Kristín Jakobsdóttir Richter
-
Guðsteinn Haukur Barkarson
-
Halldóra Rán
-
Helga Magnúsdóttir
-
Guðrún Lilja
-
Mía litla
-
Íris Arnardóttir....vitringur
-
Þórhildur Daðadóttir
-
polly82
-
Andrea
-
Hdora
-
Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
-
Baldur Hermannsson
-
Brynja skordal
-
SeeingRed
-
Benna
-
Villi Asgeirsson
-
Svartagall
-
Alfreð Símonarson
-
Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
-
Gunnar Helgi Eysteinsson
-
Skattborgari
-
Aprílrós
-
Mál 214
-
Bwahahaha...
-
Isis
-
persóna
-
Vilhjálmur Árnason
-
Þráinn Jökull Elísson
-
Vefritid
-
Guðmundur Óli Scheving
-
Hlédís
-
Aldís Gunnarsdóttir
-
Eva
-
Brosveitan - Pétur Reynisson
-
brahim
-
Sigþrúður Þorfinnsdóttir
-
Valdimar H Jóhannesson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (17.7.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Takk fyrir skemmtilega sögu
Rifjaði ýmislegt upp af rauðalæknum í reykjavík þar sem ég bjó. það voru nokkrir svona prinsar þar. sá sem ég man best eftir er Gulli Helga útvarpsmaður. En þú hefur örugglega verið raunverulegur prins. Ertu það ekki bara enn? 
Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 7.9.2007 kl. 23:04
ó mæ! Rauða blokkinn! Það er mitt heimaland! Stærsta blokk í heimi! Átti reyndar heima í einbýlishúsi rétt hjá, en það var meira töff að búa í rauðu blokkinni í mínum huga.
Brissó B. Johannsson, 8.9.2007 kl. 04:31
Anna... Jú ég er raunverulegur eðalborinn prins...
allaveganna heitir skáldsagan sem ég er að leggja lokahönd á Martraðaprinsinn...
Merkilegt Brissó... Ég hefði nú mátt vita það af humor þínum að þú værir gaflari eins og ég. Ég komst að því líka er ég skrifaði aðra átthagasögu að önnur stelpa, Rauðka ,værir gaflarii...
Brynjar Jóhannsson, 8.9.2007 kl. 09:25
Ahahaha, þetta er auðvitað bara snilld! Að móðir þín hafi látið sér detta í hug að þú, prinsinn, færir að taka til!
Oddný Sigurbergsdóttir, 8.9.2007 kl. 11:36
Já ég er mjög hneikslaður yfir þessu hátterni hennar
Brynjar Jóhannsson, 8.9.2007 kl. 12:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.