Hinn huglægi Píramíti.

Ég vil meina að flest mannfólk sé statt inní huglægum píramída. Huglægi píramídinn lýsir sér þannig að mannapinn hefur þá tilhneigingu að hefja ákveðna einstaklinga upp til skýjanna og ádýrka þá sem goðsagnakenndar verur á meðan hann lítur á flesta sína líka sem jafninga eða horfir niður til þeirra vegna stéttarstöðu. Upphafningin getur verið vegna góðrar menntunar,starfstitils eða óvenju mikilla hæfileika á ákveðnum sviðum og sá sem við lítum niður til gæti verið drykkfeldur útigangsmaður. Sem betur virðist ísland vera að stærstum hluta ein stór millistétt þar sem flestir líta á hvern annan sem jafninga. Innan þessara huglægu millistéttar eru hin ýmsustu herbergi þar sem hver og einn einstaklingur er settur inn í nauðugur viljugur. Súkkulaðibrenndur karlmaður með aflitað hár gæti verið tildæmis verið settur í sama herbergi og FM hnakkarnir og ekki er ólíklegt að lopapeysuklæddur róttæklingur gæti verið titluð sem listaspíra. Mér er minnistætt þegar ég var staddur með Hallvarði gítarhetju (Varði fer á vartíð) inni á skyndibitastað að það kom strákur upp að okkur og spurði okkur kurteisilega hvenær Zirkús lokaði. Þessi ágæti drengur var sannfærður vegna klæðnaðar okkar að við hlytum að vera listaspírur sem stunduðum Zirkús. Þetta dæmi lýsir mjög vel hvernig ég og Varði félagi minn vorum settir í listaspírahóp vegna klæðnaðar okkar og segi ég sem betur fer ! því þessi ályktun drengsins var ekki svo fáránleg. 

En hvað gerist þegar huglægi píramídinn hrinur ?

Í mínum huglæga píramída er einn bassaleikari öðrum fremri en það er Jaco Pastorius sem pikkaði bassa með hljómsveitinni Wether Report ,en sá ágæti maður dó fyrir aldur fram vegna barsmíða dyravarðar á honum þegar hann var að reyna að komast inn á skemmtistað. Þegar ég sá annan bassaleikara Viktor Wooden spila í fyrsta skipti reyndi ég fyrst að setja hann undir fyrir neðan pastorius í getu en komst fljótlega að það var ekki hægt. Fyrst Viktor rúmaðist ekki innan í píramítan varð hann að fljúgandi furðuhluti sem flögraði fyrir utan rammann. Að lokum komst ég að þeirri niðurstöðu að Wooden væri einfaldlega tekknískari á bassa en gosögnin PASTORIUS og þá hrundi píramídinn niður til viðar. 

Ég er þeirrar skoðunar að við ættum að brjóta niður þennan píramída sem er innra með okkur. Samanburður til dæmis í list er algjörlega út í hött.  Ég vil meina að öllum hafi verið gefin hæfileiki á einhverjum ákveðnum sviðum og í raun og veru erum við MISJAFNINGAR og það er allir öðrum fremri á sinn einstaka hátt.  Hvunndagshetjur fá sjaldan verðlaun fyrir sína stórsigra í sínu venjulega lífi. Einstæða mamman fær ekki fálkaorðuna fyrir að bjarga krakkanum sínum frá því að lenda í ánauðum fíkniefnavandans með því að vera honum til staðar og ástsæli fjölskyldu faðirinn fær sjaldan klapp á bakið fyrir að taka börnin sín fram yfir starfsframann.

Lífið er ekki keppni heldur andartak til að njóta.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

Já er það ekki ?... kannast ekki allir við slíkt ?

Brynjar Jóhannsson, 14.8.2007 kl. 20:33

2 identicon

Lífið er ekki keppni? Ertu ekki í stöðugri keppni að vera bullari bullaranna og stendur þig líka svona vel - algjörleg óskiljanlegur?

Svetlana (IP-tala skráð) 14.8.2007 kl. 23:10

3 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

Sveitta... Anna ? eða hvað sem þú heitir.... Voðalega er þetta tíbískt með fólk sem kemur ekki undir nafni að tjá sig svona ! Hreita fram einhverjum röklausum alhæfingum sem eru ALGJÖRLEGA ÚT Í HÖTT PIFF PIFF OG AFTUR PIFF.. Sýndu nú kvenmensku þína næst í verki að skrá minsta kosti FULLT NAFN og rístu svo undir þessu þvaðri sem þú ert að segja.

Ef þú gerir ekki mun á gríni og alvöru þá veit ég ekki hvernig ég á að rökræða við þig.... En svona okkar á milli þá var BULLUKEPPNI OKKAR ÖNNU EINARS sett upp til skemmtunar.

Hefur þú kannski velt því fyrir þér að ég sé svona ALGJÖRLEGA ÓSKILJANLEGUR frá þínum bæjardyrum séð er ÞVÍ ÞÚ ERT SVO FATTLAUS .....

Það er ekki eins og maður sem er í keppni um að vera BULLARI BULLARANNA sé að taka sig sérlega alvarlega.... Heldur þú virkilega að ég sé dags daglega STADDUR Í EINHVERRI KEPPNI ? AÐ yfir mér vofi heilagar kýr sem ég ádýrka heitar en hvað annað og ég sé stöðugt í einhverri huglægri keppni ?

Ef svo er þá JÁTA ÉG MIG SIGRAÐAN Í ÞESSARI RÖKRÆÐU VIÐ ÞIG... ÞVÍ FÁFRÆÐINA ER EKKI HÆGT AÐ RÖKRÆÐA... Ég er viss um að ef þú myndir ekki gefa þig í rökræðum við vegg fyr en veggurinn myndi hrinja...

TAKK FYRIR FYNDIÐ KOMENT:..

Brynjar Jóhannsson, 15.8.2007 kl. 00:09

4 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

Já .... svona er þetta elsku ljónynjan mín....    hún sveita- anna  eða hvað sem hún kallast er eitthvað í nöp við mig....  Þessi dama virðist hrjást af þeirri annarlegu þörf að snúa út úr því sem ég segi og búa til þvælukendan hrærigraut úr því..... 

ALLTAF GAMAN AÐ EIGA DULDA AÐDÁENDUR EINS OG HANA

OG það sem skondnara er að hún þorir ekki að tjá sig undir nafni. 

Brynjar Jóhannsson, 15.8.2007 kl. 02:55

5 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

HHAHAHAHHA KANNSKI ER HÚN SVEITA-ANNA bara duldur aðdáandi minn allaveganna virðist hún víðlesin í blogginu mínu

Brynjar Jóhannsson, 15.8.2007 kl. 03:22

6 Smámynd: Halla Rut

Þetta er mikið til í þessu hjá þér. Þú segir að Ísland sé ein millistétt að mestu þá er það mikið að breytast og hefur sérstaklega mikið breyst síðustu 5 ár. Ég tel það ekki góðs en ég tel það vera óumflíanlegt með hækkandi mannfjölda. Ég er mikil jafnréttis manneskja þótt ég sé fylgjandi markaðsstefnunni (flestir halda að þetta geti ekki farið saman) og er því sammála þér að maður ætti að varast að setja fólk í "pýramída". Ég er alltaf að berjast við þá "pýramída-skiptingu" sem ég set fólk í en það verður alltaf erfiðara og erfiðara eftir því sem maður verður eldri og lærir meira á fólk.

Maður gæti t.d. sett svetlönu í pýramída bara út á nafnið  og  lestrarskilnings.

Halla Rut , 15.8.2007 kl. 19:52

7 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Heyrðu !  Hún heitir sveita Lana en ekki sveita Anna.  Ég mótmæli að við séum nöfnur, kæri Brynjar.  

Anna Einarsdóttir, 16.8.2007 kl. 11:28

8 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

Ég þakka guði asælum að BULLKOLLAN mín hún Anna Einarsdóttir hafi gert sér grein fyrir því að ég var ekki að tala um hana þegar ég var að SVARA SVITA LÖNU.....

Halla rut... auðvitað er viss stéttaskiptiing á íslandi. Til dæmis hef ég fundið fyrir því til dæmis að ÁSTIN SPYRJI UM STÉTT OG STÖÐUR. Fyrsta spurning sem ég fæ frá ókunnugum er oftast 

OG við hvað vinnur þú ?

þegar ég svara þeim að ég vinni sem bréfberi liggur ég þurfi að réttlæta það. En alment séð upplifi ég ekki mikla stéttaskiptingu á íslandi heldur meira að fólk sé sett inn í einhver hefbergi innan þjóðfélagsins.  Ég er alveg jafn mikið að glíma við þá fordóma og aðrir eins og tildæmis kalla ég alltaf Landsbanka liðið sem ég geng fram hjá á hverjum degi JAKKAPLEBBA LIÐIÐ og Sportklædda einstaklinga íþróttafrík þó svo að ég geri mér ALGJÖRLEGA GREIN FYRIR ÞVÍ að þeirra starfsvettvangur eða klæðnaður segi oft voðalega lítið um þau sem persónur.. 

Brynjar Jóhannsson, 16.8.2007 kl. 13:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Brynjar Jóhannsson

Höfundur

Brynjar Jóhannsson
Brynjar Jóhannsson
Ég heiti Brynjar jóhannsson og er að gefa út mína fyrstu skáldsögu sem heitir Martraðaprinsinn og er það útgáfufélagið Sarasvati sem gefur mig út.

Tónlist

www.brylli.com

Heimasíðan MÍN..


Tónlistarspilari

- Antymedro- sexual-lokamix

Nýjustu myndböndin

Gróa á Leyti

Kúrekinn

Bloggvinir

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • ...ahaugurnytt
  • DSC_0040
  • Pjakkurinn
  • n556750566 5295516 7415
  • 2cats_543477

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband