Landsliðið í listum

Lífið er það dásamlegt í dag að þú þarft ekki að hugsa því fjölmiðlar gera það fyrir okkur. Plötugagnrínandinn segir þér hvaða tónlist er góð og tískulöggan RÁÐLEGGUR ÞÉR hvernig sé best að klæðast. Fréttamenn segja þér hvað er fréttnæmt og hvernig skoðanir þú átt að hafa í landsmálum . Allir eiga að vera sammála um að Sigurrós og Mugison séu gargandi snilld og engin yrki betri texta enn Megas. Það rennur öllum skilda til blóðsins að finnast Hilmir Snær og Ingvar Sigurðsson vera frábærir leikarar og að Baltasar Kormákur sé guðdómlegur í kvikmyndagerð. Það er stranglega bannað að finnast ekki mikið til Bjarkar Guðmundsdóttur koma eða finnast böllin hjá Stuðmönnum leiðinleg. Það stendur í landslögum að Spaugstofan sé drepfyndinn og því ber okkur skylda að hlægja upp úr á hverjum Laugadegi þegar Spaugstofumenn birtast á skjánum þó ekki nema kurteisinar vegna. Ef þú ert í vanda í hvað þú þarft að eyða peningunum þínum þarftu ekki nema að kveikja sjónvarpinu og auglýsingar sjá um gefa þér góð ráð í hvað þú ættir að eyða. Þökk sé fjölmiðlum höfum við heilagar kýr til að dýrka og hetjur á sjónvarpsskjánum til að lifa lífi okkar í gegnum.

Ó Ó Ó Ó ég fæ grátklökk af þakklæti fyrir þessa dásamlegu fjölmiðla sem vilja allt fyrir okkur gera... Ég tala nú ekki um yndislegu bankastofnanir sem eru svo góðhjartaðar í húð og hár enda HVERGI BETRA að vera en að bíða í biðröð eftir þjónustufulltrúa til að fá yfirdrátttarheimild.Allir þeir sem eru á annari skoðun en þær sem ég hef þegar nefnt eru FÍLUPÚKAR og bitrir og sárir út í tilveruna. Slíka menn ætti að flengja á almannafæri eða hengja í beinni útsendingu öðrum fílupúkum til varúðar. Helgi Björnsson er FALLEGUR OG SEXY og  semur FRÁBÆRA TEXTA...ef þér finnst annað þá áttu við geðræn vanda mál að stríða. Skammastu þín já HUNDSKAMMASTU ÞÍN EF ÞÉR finnst SÁLIN HANS JÓNS MÍNS LÉLEG HLJÓMSVEIT... RÉTTAST VÆRI AÐ BERJA ÞIG  eða gera þig að útlæga sem er dæmdur til að vera vetradvöl á Vatnajökli.

Landsliðið í listum. 

Ég er að spá í hver sé þjálfari landsliðisins í listum og hverjir verða í byrjunarliðinu í ár?   Björk er nátturulega í framlínunni með Sigurrós. Mugison er á miðjunni og Megas sér um að taka háðsskotpsyrnunar beint í mark. Lay Low er sputnik stelpan sem sólar fólk úr skónum með sjarma sínum og Bubbi er í markinu með boxhanska.Varamannabekkurinn verður öruggulega þéttsetinn og spurninginn hvort að BJÖRGVIN HALLDÓRSSON sem er KONUNGUR ÍSLENSKA ROKKSINS OG BESTI TÓNLISTARMAÐUR ÍSLANDS GEFI KOST Á SÉR... Eitt er ljóst að Garðar chordes kemur sterkur inn og Nylon stelpunar munu örugglega standa eina ferðina enn fyrir sínu enda eru þær stelpur sannkallaðir SNILLINGAR Í TÓNLIST.... ég myndi segja að NYLON SÉ BESTA HLJÓMSVEIT Á ÍSLANDI FYR EÐA SÍÐAR.. Það er ekki nóg með að þessar stelpur séu GULLFALEGAR... þá eru þær líka ótrúlega sexy í framkomu og það er einmitt það eina SEM TÓNLISTARHÆFILEIKAR EIGA AÐ BYGGJA Á.. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Æjhh, ég hundskammast mín bara.

Anna Einarsdóttir, 10.8.2007 kl. 20:21

2 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

afhverju ættir þú að skammast þín Anna mín ?

Brynjar Jóhannsson, 10.8.2007 kl. 20:37

3 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Nú, ég las það hjá þér. 

Mér finnst t.d. Helgi Björnsson ekki fallegur og sexy. 

Fyrirgefðu Helgi minn, ef þú lest þetta...... ég sé frekar illa ef það er einhver huggun.

Anna Einarsdóttir, 10.8.2007 kl. 21:04

4 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

HAHAHAH Já þú meinar það......    já sko.. þá hlítur þú að eiga við geðræn vandamál að stríða elsku litla ANNA. HELGI BJÖRNS ER SEXY OG ÆÐISLEGUR um það eru ALLIR SAMMÁLA..  Eða þú hlítur vera  fílupúki sem er alltaf á móti öllu og það ætti að flengja þig á götum úti öðrum fílupúkum til varúðar.. 

Brynjar Jóhannsson, 10.8.2007 kl. 21:10

5 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Akkúrat.  Erum við kannski bloggóvinir núna ?

Anna Einarsdóttir, 10.8.2007 kl. 21:14

6 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

Nei aldrei nokkurn tíman... mér sýndist þú skilja háðið...

Brynjar Jóhannsson, 10.8.2007 kl. 21:17

7 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

HELDUR ÞÚ VIRKILEGA AÐ MÉR ÞYKI HELGI BJÖRNS VERA ÆÐISLEGUR ?    ÚFFF

Brynjar Jóhannsson, 10.8.2007 kl. 21:18

8 Smámynd: Anna Einarsdóttir

 hahahahaha...... híhíhíhí..... þarna náði ég þér !

Anna Einarsdóttir, 10.8.2007 kl. 21:26

9 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

Já og með auðveldasta trixinu í .... bókinni.... PIFF PIFF PIFF PIFF PIFF PIFF PIFF.... LUSERAHEPPNI

Brynjar Jóhannsson, 10.8.2007 kl. 21:34

10 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Keppni er hafin...... mitt framlag er heima hjá mér.  Nú þú !

Anna Einarsdóttir, 10.8.2007 kl. 23:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Brynjar Jóhannsson

Höfundur

Brynjar Jóhannsson
Brynjar Jóhannsson
Ég heiti Brynjar jóhannsson og er að gefa út mína fyrstu skáldsögu sem heitir Martraðaprinsinn og er það útgáfufélagið Sarasvati sem gefur mig út.

Tónlist

www.brylli.com

Heimasíðan MÍN..


Tónlistarspilari

- Antymedro- sexual-lokamix

Nýjustu myndböndin

Gróa á Leyti

Kúrekinn

Bloggvinir

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • ...ahaugurnytt
  • DSC_0040
  • Pjakkurinn
  • n556750566 5295516 7415
  • 2cats_543477

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband