7.8.2007 | 14:56
Hefur einhver heyrt talað um bréfberarán ?
Í starfi mínu sem bréfberi þarf ég að afgreiða póst í ótal margar verslanir og er venjan sú að ég afhendi bréf á afgreiðsluborð verslana. Hingað til hefur ekki einn einasti einstaklingur sett sig upp á móti þessu fyrirkomulagi þar til í vinnu minni í dag. Á einum matsölustaðnum kom kona til mín og bað mig vinsamlega um að næst þegar ég færi með póstinn að FARA MEÐ PÓSTINN Á BAK VIÐ AFGREIÐSLUBORÐIÐ OG SETJA HANN UNDIR ÞAÐ. Fyrst þegar hún sagði þetta hristi ég höfuðið og sagði að það kæmi ekki til greina en ákvað að spyrja hana hversvegna hún vildi það.
"Vegna þess að póstinum gæti verið stolið ef engin afgreiðslumanneskja er á staðnum"
" já ég skal fara eftir þessu ... en ég verð að viðurkenna að mér finnst þetta FULL PARANOJAÐ að þið séuð að krefja mig um þetta" svaraði ég og bætti síðan við
" ÉG er tildæmis að fara að afgreiða verslanir hér allt um kring og hef ætíð sett bréfin á afgreiðsluborðið og engin hefur sett sig upp á móti því "
"JA EINHVERN TÍMAN ER ALLT FYRST?" sagði þá önnur kona sem hafði blandað sér í málið.
Eins og venjulega get ég EKKI haldið kjafti þegar fólk heldur jafn "SPEKINGSLEGUM" kröfum á lofti og ákvað að troða þvaðrinu beint ofan munnopin á henni með þessari spurningu.
" Heyrðu værir þú ekki þá til í að setja SÚLU hérna upp í loft því húsið gæti hrunið ?" spurði ég og labbaði síðan út. Það sem ég átti við að einhvern tíman getur hús í miðbænum hrunið því EINHVERN TÍMAN ER ALLT FYRST.
Í miðbænum þar sem ég ber út hef ég margsinnis skilið póstkerru fyrir framan frægustu fyllibyttur og glæpamenn bæjarins en engin þeirra hefur nokkurn tíman fengið þá HEIMSKUSTU HUGMYND HEIMSKUNNAR að RÆNA BRÉFBERA ! AFVEGAMÖNNUM er það jafn vel kunnugt OG hinn almenni maður að eina sem þeir upp úr krafsinu væru reikningar og bankayfirlit sem þeir gætu ekki fengið eina einustu krónu út úr. Þess vegna eru ekki bréfberarán á íslandi HELDUR BANKARÁN. Í það minnsta hef ég aldrei lent í hettuklæddum manni sem öskrar á mig með haglabyssu í hendi...
"REIKNINGANNA EÐA LÍFIÐ"
Þar að auki er mjög vafasamt að ætlast til þess að ég fari með póst á bak við öll afgreiðsluborð bæjarins því ef einhverju yrði rænt þá væri hægt að væna mig um ÞJÓFNAÐ. Ef þessari Konu, sem er örugglega ágæt inn við beinið, vill tryggja öryggi póstsins síns getur hún gert það t.d með því að fá sér póstbox á pósthúsum eða fengið sér fyrirtækjaþjónustu. slík þjónusta kostar peninga rétt eins og þjónusta hennar kostar peninga til að borga fyrir mat.
Enn einhvern tíman er ALLT FYRST.... og í fyrsta skipti í starfi mínu sem bréfberi er ég beðin um að ASKVAÐA Á BAK við afgreiðsluborð fyrirtækja til að fara með póst því honum gæti verið stolið.
Um bloggið
Brynjar Jóhannsson
Tónlist
www.brylli.com
Heimasíðan MÍN..
Tónlistarspilari
Færsluflokkar
Bloggvinir
-
Halla Rut
-
Anna Einarsdóttir
-
Kristinn Theódórsson
-
Signý
-
Kreppumaður
-
Fríða Eyland
-
Heiða Þórðar
-
Bara Steini
-
Marta B Helgadóttir
-
halkatla
-
Gunnar Helgi Eysteinsson
-
Sema Erla Serdar
-
Jenný Anna Baldursdóttir
-
Björgvin
-
Bjarki Tryggvason
-
Jón Þór Ólafsson
-
Brissó B. Johannsson
-
Tinna Jónsdóttir
-
Sigurlaug Kristjánsdóttir
-
Kjartan Pétur Sigurðsson
-
Aðalheiður Ámundadóttir
-
Eysteinn Skarphéðinsson
-
Ásgerður
-
Brattur
-
Jóna Á. Gísladóttir
-
Bergur Thorberg
-
Viktor Einarsson
-
Agný
-
Lady Elín
-
Guðfríður Lilja
-
Gunnar Axel Axelsson
-
Óskar Helgi Helgason
-
Sigurður Viktor Úlfarsson
-
Baldur Fjölnisson
-
Matti sax
-
Ingunn Jóna Gísladóttir
-
kiza
-
Huld S. Ringsted
-
www.zordis.com
-
Brjánn Guðjónsson
-
Anna Benkovic Mikaelsdóttir
-
Jónína Dúadóttir
-
Páll Geir Bjarnason
-
Sigríður Hafsteinsdóttir
-
Guðrún Magnea Helgadóttir
-
Jón Steinar Ragnarsson
-
Stríða
-
Greta Björg Úlfsdóttir
-
Laufey Ólafsdóttir
-
Georg P Sveinbjörnsson
-
S. Lúther Gestsson
-
Markús frá Djúpalæk
-
Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir
-
Ólöf Anna Brynjarsdóttir
-
Helga Guðrún Eiríksdóttir
-
Sævar Einarsson
-
Gullvagninn
-
Kolgrima
-
Óskar Þorkelsson
-
Helga Dóra
-
Guðrún Birna le Sage de Fontenay
-
Rúnar Þór Þórarinsson
-
Katrín Ósk Adamsdóttir
-
Óskar Arnórsson
-
Kristín Jakobsdóttir Richter
-
Guðsteinn Haukur Barkarson
-
Halldóra Rán
-
Helga Magnúsdóttir
-
Guðrún Lilja
-
Mía litla
-
Íris Arnardóttir....vitringur
-
Þórhildur Daðadóttir
-
polly82
-
Andrea
-
Hdora
-
Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
-
Baldur Hermannsson
-
Brynja skordal
-
SeeingRed
-
Benna
-
Villi Asgeirsson
-
Svartagall
-
Alfreð Símonarson
-
Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
-
Gunnar Helgi Eysteinsson
-
Skattborgari
-
Aprílrós
-
Mál 214
-
Bwahahaha...
-
Isis
-
persóna
-
Vilhjálmur Árnason
-
Þráinn Jökull Elísson
-
Vefritid
-
Guðmundur Óli Scheving
-
Hlédís
-
Aldís Gunnarsdóttir
-
Eva
-
Brosveitan - Pétur Reynisson
-
brahim
-
Sigþrúður Þorfinnsdóttir
-
Valdimar H Jóhannesson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
hehe.....frábærar upplifanir í dagsins önn...
Ég verð þó að segja að konan hefur smá til síns máls þar sem þess eru dæmi að peningar og ávísanir fljóti með gulu miðunum......
Vertu góður við fólkið Brylli
Lárus Gabríel Guðmundsson, 7.8.2007 kl. 15:16
Lárus minn
Það vantaði ekki upp á kurteisina hjá mér til þessara kvenna, allaveganna var framkoma þeirra í minn garð þá engu síður ruddaleg... Einu ávísanir mér vitanlega koma frá ríkisféhirði einu sinni á ári og er þeim úthlutað til einstaklinga en ekki fyrirtækja. Alltaf þegar við erum að bera peningaleg verðmæti er alltaf varað við því uppi á PÓSTHÚSI....Eina raunverulega verðmætið sem ég ber til þessarar búðar er ANDRÉSBLAÐIÐ !..... Ef henni er svona ant um öryggi sitt þá getur hún sett upp öriggismyndavél eða eins og ég sagði í blogginu mínu fengið sér pósthólf í pósthúsinu. Ég get ómögulega tekið það í mál að askvaða á bak við afgreiðsluborð með póst því ef þjófnaður kæmi upp í húsinu ligg ég jafn mikið grun og aðrir . Miðað við hvað þessi kona er histórísk um að reiknisbleðlum gæti verið rænt af borðinu því ætti hún þá ekki alveg eins að væna mig um rán ef slíkt myndi gerast ?... Eins og þær gátu til..
Einhvern tíman er allt fyrst...
Í Hennar sporum hefði ég nú meiri áhyggjur af búðarkassanum.
Brynjar Jóhannsson, 7.8.2007 kl. 16:19
Sem fyrverandi póstmaður, skil ég vel gremju þína. Stundum alveg ótrúlegustu hlutirnir sem fólk ætlast til af manni. Man eftir einni sem arkaði inn á afgreiðslu klukkan tvö um daginn og spurði hvort að bréfið sem hún var að setja í póst kæmist til skila sama daginn!!!! Jú auðvitað, ég er búin að sitja hérna í allan dag að bíða eftir að einhver komi með bréf til Húsavíkur svo ég geti fengið mér smá rúnt, eða að við getum nýtt þessa líka sniðugu þjónustu sem við vorum að taka upp hjá póstinum bréfadúfur eða uglur! Harry Potter var ekki góð auglýsing fyrir bréfaútburð!
Lady Elín, 7.8.2007 kl. 18:51
Nákvæmlega Elín...
bækur um Harry Potter hefur haft svipuð áhrif á hvaða hugmyndir um bréfburð og CSI hefur gerst á bandarískan kviðdóm.... Það er víst vesen vestan hafs að koma ALMENNILEGUM KVIÐDÓMI SAMAN... Því venjulegur bandarískur millistétta þumbi heldur rannsóknir gangi fyrir sig eins og í CSI... DNA samdægurs og það er búið að leysa málið.
Brynjar Jóhannsson, 7.8.2007 kl. 19:32
Það er nú oft svo að við höfum litla hugmynd um hvað starf hinna gengur út á. Eigum því eflaust til að gera óraunhæfar kröfur á þann sem er að þjónusta okkur. Ég skil afskaplega vel pirringinn í þér. Ég t.d. vinn í flutningabransanum og fæ mjög oft svona fyrirspurnir: hvað kostar að flytja rúm? Finnst þér þetta skrýtin spurning? Sennilega ekki.
Fyrir mér virkar hún eins og viðkomandi sé heilalaus
. Í fyrsta lagi; hvert viltu flytja rúmið þitt væni? Til Köben eða til Santiago? Er þetta burðarrúm eða King size vatnsrúm?
Þá setur maður upp sparibrosið og kurteisina (kannski ekki þegar þetta er 10. fíflið sem hringir þann daginn).
Jóna Á. Gísladóttir, 8.8.2007 kl. 10:22
HAHHAHHAHAH.....
æææ ég á ekki til orð..... er virkilega DÝRARA AÐ FLYTJA RÚM FRÁ AKUREYRI TIL REYKJAVÍKUR
EN frá HAFNARSTRÆTI 5 til HAFNARSTRÆTI 10........
Ég er nefnilega svo helvíti heppinn að eiga GÓÐAN YFIRMANN.... Þegar ég sagði henni frá kröfum þessa fyrirtækis um ég ætti að bera póstinn bak við afgreiðsluborð, hristi hún hausinn og sagði mér að taka ekki mark á svona kjaftæði.
Það er nefnilega þannig í raun og veru... að þegar kúnnar eru oft að NUÐA... þá hafa ÞEIR OFTAST RANGT FYRIR SÉR en ekki Rétt fyrir sér... það er búið að reyna á það mjög oft í þjónustubransanum....
ÞJÓNN .. þetta rauðvín er ekki drekkandi ... BURTU MEÐ ÞENNAN VIÐBJÓÐ OG KOMDU MEÐ EITTHVAÐ ALMENNILEGT. Eiga margir veitingagestir til með að hreita á þjóna með miklum rostaskapi.
Sú hefð hefur gjarnan viðgengist þegar þessháttar KÚNNALEIÐINDI koma upp að fara með glasið afsíðis og hella úr sömu rauðvíns flösku ofan í glasið.... og VITI MENN:... vínið er MIKLU BETRA.
Brynjar Jóhannsson, 8.8.2007 kl. 14:57
sammála. Þetta með kúnninn hefur alltaf rétt fyrir sér er kannski meira: látum kúnnann halda að hann hafi alltaf rétt fyrir sér. Það er nefnilega listin
Jóna Á. Gísladóttir, 9.8.2007 kl. 14:33
Reikningana eða lífið !
Góður.
Anna Einarsdóttir, 10.8.2007 kl. 19:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.