! GÖNGUFERÐ UPP KEILI!

Ég fór í fjallgönguferð upp Keili með félögum mínum í gærkveldi og var það hin besta tilbreiting frá grámyglu hversdagsins. Þetta er í fyrsta skipti sem ég geng upp þetta fjall og eftir SVAÐILFÖRINA er ég þeirrar skoðunar að Íslendingar eru STAURBLINDIR  á tækifæri sem tengjast ferðaiðnaði. Aðgangur að Keili er til SKAMMAR og voru t.d engar merkingar sem sögðu okkur að við værum komnir að fjallinu. Við félaganir þurftum að ganga meira en tveggja kílómetra fótum troðin slóða yfir mosa og grjót til að komast á endastað. Aðeins ef gönguvegur væri settur upp að fjallinu  væri strax mun auðveldara fyrir allra þjóða kvikindi að komast þangað og er ég sannfærður að vinsældir um svæðið myndi aukast um leið. Ég vil reyndar ganga skrefinu lengra setja upp steiptann göngu stíg upp allt fjallið og á toppinum sé landakort af öllu svæðinu í kring. Þetta eitt myndi þýða að leiðsögumenn gætu í meira mæli farið með túrista upp þetta fjall og er ég á því að upplifunin væri ógleymanleg því að útsýnið uppi á KEILI ER GUÐDÓMLEGT. Í raun gætu fjöllinn  okkar og nátturuauðlindir verið svipað og  EFFELTURNINN er fyrir París ef við  virkilega vildum .169503197

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Björgvin

Rólegur að líkja Eiffel saman við fjallið Keili....    humm

Björgvin, 3.8.2007 kl. 15:48

2 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

Björgvin... Ég segi það og skrifa ... Fjöll eins og Keilir gætu VÍST haft svipað gildi fyrir litla ÍSLAND og effiel er fyrir París ef við vildum það.. Þá á ég við hvað túristastraum varðar..... Ég er allaveganna viss um að það útsýnið TOPPI KEILIS sé með því feurra sem hægt er að líta... Keilir sjálft er ljótt fjall í nærsýn eins og er ... en það þarf ekki mikið til að fegra það upp með t.d skógi rétt eins og er verfið að gera í Esjunni.. en þar er trjávöxtur komin upp í 300 metra hæð... 

Brynjar Jóhannsson, 3.8.2007 kl. 16:13

3 identicon

Steyptur göngustígur upp á Keili myndi ekki fá undirritaða til þess að flykkjast með túrhesta upp á prins allra fjalla. Mig verkjar í hnjánum við þá tilhugsun að þú viljir steypieyðileggja annars ágætis stíg :) Brylli minn varstu á einhverjum öðrum stíg en flestir fara ? Hmm...kannski utanvegsgöngutúr með vinunum?

Ég hef alvarlegar áhyggjur af náttúrulausu skoðunum þínum....Keilis-SKÓGUR??? Við þurfum að fara að rabba saman! Prinsinn er fallegur eins og hann er og þarf sko enga græna stöngla  til þess að gera sig fegurri!

Berglind (IP-tala skráð) 3.8.2007 kl. 21:05

4 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

þar sem ég fór ..var ekkkert aðgengi engin merking.. bara slóði eftir troðnum mosa... og note bene engin merking... ÉG ER SKO TIL Í AÐ RÍFA KJAFT VIÐ ÞIG UM ÞETTA BEGGA:.

Brynjar Jóhannsson, 3.8.2007 kl. 21:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Brynjar Jóhannsson

Höfundur

Brynjar Jóhannsson
Brynjar Jóhannsson
Ég heiti Brynjar jóhannsson og er að gefa út mína fyrstu skáldsögu sem heitir Martraðaprinsinn og er það útgáfufélagið Sarasvati sem gefur mig út.

Tónlist

www.brylli.com

Heimasíðan MÍN..


Tónlistarspilari

- Antymedro- sexual-lokamix

Nýjustu myndböndin

Gróa á Leyti

Kúrekinn

Bloggvinir

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • ...ahaugurnytt
  • DSC_0040
  • Pjakkurinn
  • n556750566 5295516 7415
  • 2cats_543477

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband