af því bara fíflið

  Af því bara fíflið

Af því bara fíflið það var hæðið hrekkjusvín

en hataði ef aðrir væru að gera að því grín

 Það skyldi ekki brandarann en hæst af öllum hló

og hæðnistóna oftast nær á létta strengi sló 

 

Af því bara fíflið vill að allt sé fyrsta flokks

feldurinn á sófanum og húsið innanstokks

er það hafði loksins tekið lán á krítakort

það keypti vín á steikhúsinu og mat af bestu sort

 

  & Af því bara fíflinu því fannst

fögur nýju klæði keisarans

og það kinkaði með Já mönnunum heillað yfir klæðum keisarans

 

af því bara fíflið hefur auglýsingar gleypt

og ónauðsynjar markaðsins á dýru verðu keypt

með lausa skrúfu í höfðinu í leit að innri ró

það leiddi inn í hagkerfið sem biluð eyðslukló

 

 Af því bara fíflið gerði forðum kjara kaup

lét krydd í skuldasúpuna og seiði hennar saup

það skyldi ekki hvernig það varð gjaldþrota í gær

og grátbölvaði lánadrottnum viti sínu fjær  

 

Ljóð við lag eftir mig..

Bannað að byrta nema með mínu leyfi.

 

Örlítið um þennan texta

Ég hef tekið eftir því að þetta ljóð fær fólk til að reka í rogastans. Ekki get ég skilið hversvegna en grunar mig að það sé vegna þess hvað margir geta  fundið sig í sporum Afþvíbara fíflsins sem skilur ekkert í því þegar það er komið í ögngöngur. 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Frábært ljóð !

Nú langar mig að heyra lagið. 

Anna Einarsdóttir, 30.7.2007 kl. 16:34

2 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

Þakka þér kærlega fyrir það... Ég þarf að ráða úr smá tækniörðuleikum.. þegar því er lokið þá er ekkert í fyrirstöðu að þú heyrir það


Brynjar Jóhannsson, 30.7.2007 kl. 16:54

3 Smámynd: J. Einar Valur Bjarnason Maack

:-D Hver er svosum ekki fífl á þennan máta í dag? Það virðist svo að nær allir hafi verið blekktir af 'góðærinu'...

J. Einar Valur Bjarnason Maack , 30.7.2007 kl. 16:55

4 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

Þú talar hér við flekklausan mann Einar.. mann sem kaupir allan sinn klæðnað í kolaportinu og innbúið í góða hirðinum... Algjörlega lausan við hégóma og NOTE BENE.... skuldlaus..

Brynjar Jóhannsson, 30.7.2007 kl. 18:26

5 Smámynd: Agný

það eru til tvær tegundir af  fíflum... Þegjandi og talandi..... Af tvennu illu vil ég flokkast sem talandi fífl....ástæðan.jú .mér gæti ratast þokkalega gáfuleg athugasemd af munni.( verð náttúrulega séní við það koma fram með eitthvað sem hinir skilja ekki.........

Agný, 1.8.2007 kl. 03:37

6 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

já...  bara segja eitthvað nógu loðið og óskiljanlegt Árný...  hafa málið óljóst.. þá hlítur þú að vera óhemjugáfuð....

Brynjar Jóhannsson, 1.8.2007 kl. 18:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Brynjar Jóhannsson

Höfundur

Brynjar Jóhannsson
Brynjar Jóhannsson
Ég heiti Brynjar jóhannsson og er að gefa út mína fyrstu skáldsögu sem heitir Martraðaprinsinn og er það útgáfufélagið Sarasvati sem gefur mig út.

Tónlist

www.brylli.com

Heimasíðan MÍN..


Tónlistarspilari

- Antymedro- sexual-lokamix

Nýjustu myndböndin

Gróa á Leyti

Kúrekinn

Bloggvinir

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • ...ahaugurnytt
  • DSC_0040
  • Pjakkurinn
  • n556750566 5295516 7415
  • 2cats_543477

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband