DÆMISAGA...

 

Eitt sinn var maður sem talaði af miklum heilleika og Hann skilgreindi flókna hluti á einfaldan hátt. Svör hans gáfu lausnir við vanda sem aðrir höfðu leitað að í langan tíma.Þó svo að allt sem hann sagði var satt og rétt þá hlustaði enginn á hann.

Hversvegna hlustaði engin á hann? það var vegna þess að fólkið hugsaði með sér.

"Þetta er örugglega kjaftæði sem hann segir því þetta er málfarslega rangt".........

Annar maður fór með fleipur . Hann talaði í óljósum orðum sem voru engan veginn tæmandi.Tungulipurðin var líkust loftfimleikum. Hann flækti einfalda hluti með orðagjálfri . Allir hlustuðu samt á hann. "Fólkið hugsaði með sér.....

"Ég skil ekki alveg hvað hann er að segja en það hlýtur að vera göfugt því þetta er málfarslega rétt"

hver er boðskapurinn ?


Þó svo að ég sé textahöfundur þá er mér ekkert allt of vel við nærsýna tungumálafasista. Ég reyni að fara með eins gott mál og ég mögulega get og tala góða og skýra íslensku. Ég les íslensku orðabókina til að skilja raunverulega merkingu orðanna. Samt fara íslenskupervertar óheyrilega í taugarnar sem reyna að þukla á fólki með málfarsreglum sínum og vil ég meina að þær reglur komi oft í veg fyrir að íslenska tungan fái að þróast.  Mér þykir löstur að dæma tæran hafsjó mengaðan útfrá einum úldnum regndropa......

Ég til að mynda er hrjáður af skrifblindu....Skrifblindan lýsir sér þannig að ég sé stundum ekki villur sem ég skrifa fyrr en ég fer yfir textann og því er það ennþá meira svekkjandi fyrir vikið er MISVITURT fólk hæðist að stafsetningarvillum sem ég skrifa.Margir einstaklingar eru lesblindir og hafa þeir margsinnis verið fordæmdir sem vitleysingar og liðið vítiskvalir fyrir vikið.....Fyrir mig skiptir meira máli hvað einstaklingurinn segir en hvort hann fari algjörlega með hárrétt mál.Reyndar skiptir mig máli hvernig hver og einn tjáir sig en ég kippi mig lítið upp við að viðkomandi fari með  "MÁLFARSLEGA RANGT" mál.......
eða eins og sveitungi minn úr Hafnarfirðinum sagði mig mig ."stjörnu kisinn Gísli beikon"

"Íslenskan er hönnuð fyrir okkur en við erum ekki hönnuð fyrir íslenska tungumálið."


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hér er ein sem er algjörlega sammála þér... en það hefur nú kannski bara með mína einföldu málfræði að gera.. veit ekki

Allavega.. ertu búin að leggja þetta fyrir nefndina og til í að koma með okkur í ágúst?

Björg F (IP-tala skráð) 29.7.2007 kl. 15:31

2 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

nefndinni finnst þetta hljóma spennandi... en hvað kostar þetta ? ... 

Brynjar Jóhannsson, 29.7.2007 kl. 16:53

3 Smámynd: Björgvin

Sammála þér hérna brylli minn.. samt er ég enginn hommi.

Björgvin, 1.8.2007 kl. 12:53

4 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

hvaða hommafóbía er komin eiginlega í þig drengur ?.. ég veit ekki hvaðan á mig stendur veðrið

Brynjar Jóhannsson, 1.8.2007 kl. 19:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Brynjar Jóhannsson

Höfundur

Brynjar Jóhannsson
Brynjar Jóhannsson
Ég heiti Brynjar jóhannsson og er að gefa út mína fyrstu skáldsögu sem heitir Martraðaprinsinn og er það útgáfufélagið Sarasvati sem gefur mig út.

Tónlist

www.brylli.com

Heimasíðan MÍN..


Tónlistarspilari

- Antymedro- sexual-lokamix

Nýjustu myndböndin

Gróa á Leyti

Kúrekinn

Bloggvinir

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • ...ahaugurnytt
  • DSC_0040
  • Pjakkurinn
  • n556750566 5295516 7415
  • 2cats_543477

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband