Hvatvísi apinn

 

Hvatvísi apinn í sjálfum mér sagði

"slettu á mannfólkið skyr"

fylltist af óróa þegar ég þagði

og þótti ég einum of kyrr.

Titrandi lófa á augun mín lagði

er lélegar móttökur fékk

skrækti af ótta og varð bitur í bragði

og baldinn í hárinu hékk

Hoppaði 

er ég reyndi að sofna 

trallaði 

fram á nótt

 

Hvatvísi apinn í sjálfum mér setti

sófann á vitlausa hlið 

af því hann fann aldrei friðnæman létti

fyrr en var kominn á ið. 

Í stöðugum asanum andlitið gretti 

og aldrei stóð þar sem hann var 

spilandi tónlist og sparkandi í knetti

spyrjandi þar til fékk svar

Hoppaði 

ef ég reyndi að sofna

dansaði

fram á nótt

 

 

Hvatvísi apinn í sjálfum mér særði 

samherja þegar hann hló 

skildi ekki hversvegna alla þá ærði 

ef að hann henti í þá snjó.

Um áhyggjur þeirra sig kollóttan kærði

og klæddist í of stóran stakk 

einum of mikill og montinn sig stærði

er múnaði allt þetta pakk.

Hoppaði 

ef ég reyndi að sofna 

djöflaðist

fram á nótt

 

Hvatvísi apinn í sjálfum mér smurði

sögur á hversdagslegt brauð

hafði ekki löngun og huglæga burði

að hjálpa mér í okkar nauð.

Þegar ég féll oní foruga skurði

fannst honum lausnin svo létt

geðillskulega og grátandi spurði 

"því gerir þú aldrei neitt rétt ?"

Og hann hoppaði 

þó ég væri að drukkna

bölvaði

í háðskum tón


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Brynjar Jóhannsson

Höfundur

Brynjar Jóhannsson
Brynjar Jóhannsson
Ég heiti Brynjar jóhannsson og er að gefa út mína fyrstu skáldsögu sem heitir Martraðaprinsinn og er það útgáfufélagið Sarasvati sem gefur mig út.

Tónlist

www.brylli.com

Heimasíðan MÍN..


Tónlistarspilari

- Antymedro- sexual-lokamix

Nýjustu myndböndin

Gróa á Leyti

Kúrekinn

Bloggvinir

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...ahaugurnytt
  • DSC_0040
  • Pjakkurinn
  • n556750566 5295516 7415
  • 2cats_543477

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband