17.7.2014 | 16:14
Hvatvísi apinn
Hvatvísi apinn í sjálfum mér sagði
"slettu á mannfólkið skyr"
fylltist af óróa þegar ég þagði
og þótti ég einum of kyrr.
Titrandi lófa á augun mín lagði
er lélegar móttökur fékk
skrækti af ótta og varð bitur í bragði
og baldinn í hárinu hékk
Hoppaði
er ég reyndi að sofna
trallaði
fram á nótt
Hvatvísi apinn í sjálfum mér setti
sófann á vitlausa hlið
af því hann fann aldrei friðnæman létti
fyrr en var kominn á ið.
Í stöðugum asanum andlitið gretti
og aldrei stóð þar sem hann var
spilandi tónlist og sparkandi í knetti
spyrjandi þar til fékk svar
Hoppaði
ef ég reyndi að sofna
dansaði
fram á nótt
Hvatvísi apinn í sjálfum mér særði
samherja þegar hann hló
skildi ekki hversvegna alla þá ærði
ef að hann henti í þá snjó.
Um áhyggjur þeirra sig kollóttan kærði
og klæddist í of stóran stakk
einum of mikill og montinn sig stærði
er múnaði allt þetta pakk.
Hoppaði
ef ég reyndi að sofna
djöflaðist
fram á nótt
Hvatvísi apinn í sjálfum mér smurði
sögur á hversdagslegt brauð
hafði ekki löngun og huglæga burði
að hjálpa mér í okkar nauð.
Þegar ég féll oní foruga skurði
fannst honum lausnin svo létt
geðillskulega og grátandi spurði
"því gerir þú aldrei neitt rétt ?"
Og hann hoppaði
þó ég væri að drukkna
bölvaði
í háðskum tón
Um bloggið
Brynjar Jóhannsson
Tónlist
www.brylli.com
Heimasíðan MÍN..
Tónlistarspilari
Færsluflokkar
Bloggvinir
- Halla Rut
- Anna Einarsdóttir
- Kristinn Theódórsson
- Signý
- Kreppumaður
- Fríða Eyland
- Heiða Þórðar
- Bara Steini
- Marta B Helgadóttir
- halkatla
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Sema Erla Serdar
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Björgvin
- Bjarki Tryggvason
- Jón Þór Ólafsson
- Brissó B. Johannsson
- Tinna Jónsdóttir
- Sigurlaug Kristjánsdóttir
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Aðalheiður Ámundadóttir
- Eysteinn Skarphéðinsson
- Ásgerður
- Brattur
- Jóna Á. Gísladóttir
- Bergur Thorberg
- Viktor Einarsson
- Agný
- Lady Elín
- Guðfríður Lilja
- Gunnar Axel Axelsson
- Óskar Helgi Helgason
- Sigurður Viktor Úlfarsson
- Baldur Fjölnisson
- Matti sax
- Ingunn Jóna Gísladóttir
- kiza
- Huld S. Ringsted
- www.zordis.com
- Brjánn Guðjónsson
- Anna Benkovic Mikaelsdóttir
- Jónína Dúadóttir
- Páll Geir Bjarnason
- Sigríður Hafsteinsdóttir
- Guðrún Magnea Helgadóttir
- Jón Steinar Ragnarsson
- Stríða
- Greta Björg Úlfsdóttir
- Laufey Ólafsdóttir
- Georg P Sveinbjörnsson
- S. Lúther Gestsson
- Markús frá Djúpalæk
- Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir
- Ólöf Anna Brynjarsdóttir
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Sævar Einarsson
- Gullvagninn
- Kolgrima
- Óskar Þorkelsson
- Helga Dóra
- Guðrún Birna le Sage de Fontenay
- Rúnar Þór Þórarinsson
- Katrín Ósk Adamsdóttir
- Óskar Arnórsson
- Kristín Jakobsdóttir Richter
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Halldóra Rán
- Helga Magnúsdóttir
- Guðrún Lilja
- Mía litla
- Íris Arnardóttir....vitringur
- Þórhildur Daðadóttir
- polly82
- Andrea
- Hdora
- Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
- Baldur Hermannsson
- Brynja skordal
- SeeingRed
- Benna
- Villi Asgeirsson
- Svartagall
- Alfreð Símonarson
- Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Skattborgari
- Aprílrós
- Mál 214
- Bwahahaha...
- Isis
- persóna
- Vilhjálmur Árnason
- Þráinn Jökull Elísson
- Vefritid
- Guðmundur Óli Scheving
- Hlédís
- Aldís Gunnarsdóttir
- Eva
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- brahim
- Sigþrúður Þorfinnsdóttir
- Valdimar H Jóhannesson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.