Brandarinn

 

Brandarinn var skondinn fyrir fimmtán árum síðan

og fögnuðurinn meiri er þú sagðir fólki hann

varð að glensi barnanna og létti allra líðan 

lífgaði upp dagsins önn og hressti samtímann

 

Síðan þá varð brandarinn að endurteknu efni

einhvers konar hringekju sem luralega rann

borinn fram með hafragraut og blaðraður í svefni

brúkaður hvert tómarúm ef maður hitti mann 

 

Kanntu einhvern annan?

Þessi er orðinn hálfgert hor

hann er löngu liðið vor

hann er afturfararspor

 

Núna þegar brandarinn er banvænn myglusveppur

bráðsmitandi húsasótt sem er að kæfa mig

alltaf er þú segir hann - verð klikkaðari en kleppur

og kominn er á fremsta hlunn með að myrða þig


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Brynjar Jóhannsson

Höfundur

Brynjar Jóhannsson
Brynjar Jóhannsson
Ég heiti Brynjar jóhannsson og er að gefa út mína fyrstu skáldsögu sem heitir Martraðaprinsinn og er það útgáfufélagið Sarasvati sem gefur mig út.

Tónlist

www.brylli.com

Heimasíðan MÍN..


Tónlistarspilari

- Antymedro- sexual-lokamix

Nýjustu myndböndin

Gróa á Leyti

Kúrekinn

Bloggvinir

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...ahaugurnytt
  • DSC_0040
  • Pjakkurinn
  • n556750566 5295516 7415
  • 2cats_543477

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband