hér er mín tillaga að næsta texta við þjóðsöng okkar Íslendinga.


Íslenski þjóðsöngurinn.

Sigldu burt frá Noreigi- í villtum vígamóði
Þeir- Víkingar sem urðu okkar -fyrstu landnámsmenn
með- engilfögru kvenfólki -og írsku þrælastóði
Að íslandsströndum sigldu er- þeir námu land í denn

Hýrðust inn i torfkofum- um ótal margar aldir.
Angandi af hlandfýlu- á kafi í kindaskít
Skattpíndir og kúgaðir- af ýmsu konungsvaldi
Í kuldalegu allsleysi- með andlit næpuhvít

& Við komum öll af sauðsþjófum
við komum öll af þrælum
við erum framtíð rumpulýðs
okkar föðurlands

Af þroskaheptum ómögum- og hreppsfíflum þeir hlógu
Hæddu lausgirt fagurfljóð- og gjörðir afglapans
mygu yfir bókvitið- og börn til hlýðni slógu
Bölvuðu en framfylgdu- svo skipun kúgarans

Kotabændur þessa lands- og sérhver sveitahreppur
sultu nær úr volæði- við bágann þjóðarhag
Í -gegnum móðurharðindin- og margar djúpar kreppur
Miklu verra kvalræði- en það sem er í dag

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Brynjar Jóhannsson

Höfundur

Brynjar Jóhannsson
Brynjar Jóhannsson
Ég heiti Brynjar jóhannsson og er að gefa út mína fyrstu skáldsögu sem heitir Martraðaprinsinn og er það útgáfufélagið Sarasvati sem gefur mig út.

Tónlist

www.brylli.com

Heimasíðan MÍN..


Tónlistarspilari

- Antymedro- sexual-lokamix

Nýjustu myndböndin

Gróa á Leyti

Kúrekinn

Bloggvinir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...ahaugurnytt
  • DSC_0040
  • Pjakkurinn
  • n556750566 5295516 7415
  • 2cats_543477

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 3
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 28
  • Frá upphafi: 184946

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 28
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband