Og ég sem er svo erfiður!


það slitnaði úr vinskapi mínum við eina ágætismanneskju sem ég þekki. Hún taldi skýringuna vera að ég væri óvenju erfiður í mannlegum samskiptum. Vel má vera að svo sé og eitt er ljóst að ég er ekki fullkominn.
Samt er dálítið furðulegt að í kjölfarið  á þessum vinaslitum fór ég að vinna með systur hennar að kvikmyndahandriti og ekki lenti ég í neinum eftirminnilegum vandamálum með að starfa með henni.
Ég kom hljómsveitinni minni saman vegna tónleikahalds og það komu ekki samskiptavandamál hvað mig varðar. Allavega er bandið enn starfandi og segir það sem segja þarf.
Þar á eftir fór ég að vinna að ljósmyndasýningu með virtum ljósmyndara og hvað kom á daginn ? VITI MENN ! ... öngvir teljandi skandalar af minni hálfu í því samstarfi þó vissulega hafi fólk tekist á og ég hafi staðið fastur á vissum hlutum.
Ég skrifaði umfjöllun fyrir töskuframleiðanda og eina sem ég fékk að heyra frá henni að hún var mjög sátt við mitt framlag. Ekki er allt á enda því ég fór svo að vinna að lokavinnslu á upptöku á geisladisknum mínum með hljóðmönnum og ekki varð neitt bras þar á ferð. Reyndar töluðu upptökugúruin um það sérstaklega hvað ég væri þægilegur í allri umgengni.
Núna síðast hefur bróðir minn verið mér innan handar varðandi hjálp við markaðssettningu á sögunni minni og enn á aftur gengur allt í sómanum.

 

hmmmmmm Woundering furðulegt verð ég að segja og ég sem er svo erfiður ?

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þórhildur Daðadóttir

Erfiðir menn eru oft ekki nógu hlýðnir.

En hvað veit ég?

Þórhildur Daðadóttir, 3.6.2010 kl. 13:20

2 identicon

já held að Þórhildur Daðadóttir sé með þetta.

ASH (IP-tala skráð) 3.6.2010 kl. 14:15

3 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

auðvitað hlýði ég aldrei fólki. Ég er engin helvítis kerling.

Brynjar Jóhannsson, 3.6.2010 kl. 18:32

4 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Jæja karlinn minn, ertu engin helvítis kjérling ? Það er gott

Jónína Dúadóttir, 3.6.2010 kl. 21:02

5 Smámynd: Brattur

Brylli, en er ekki erfitt að halda með Liverpool ? ...það ætti nú samt að fara að léttast þegar búið að reka Benna...

Annars ertu bara ágætur  held ég...

Brattur, 3.6.2010 kl. 23:50

6 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

nei jónína ég er karlmenni.

Það er alltaf rétt að halda með Liverpool Brattur. Ef horft er til sigur úr sanngjörnum úrslitum á síðasta leiktímabili þá standa liverpool uppi sem meistarar. Eins og alltaf.

Brynjar Jóhannsson, 4.6.2010 kl. 02:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Brynjar Jóhannsson

Höfundur

Brynjar Jóhannsson
Brynjar Jóhannsson
Ég heiti Brynjar jóhannsson og er að gefa út mína fyrstu skáldsögu sem heitir Martraðaprinsinn og er það útgáfufélagið Sarasvati sem gefur mig út.

Tónlist

www.brylli.com

Heimasíðan MÍN..


Tónlistarspilari

- Antymedro- sexual-lokamix

Nýjustu myndböndin

Gróa á Leyti

Kúrekinn

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...ahaugurnytt
  • DSC_0040
  • Pjakkurinn
  • n556750566 5295516 7415
  • 2cats_543477

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 185556

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband