Töskuhrunið mikla og ástæður þess.

Töskuhrun átti sér stað á kaffihúsi. Atburðinn bar fljótt að en guði sé lof tókst mér að bregða fæti fyrir þennan glæsilega fylgilhut og dempa þannig fallið. Innanstokksmunum töskunar var bjargað frá óþarfa hnaski og laptoptalva mín er ósködduð. Allt annað dót töskunnar er á sínum stað og finn ég því fyrir miklum létti.

 

 Neita ábyrgð

 

Ég þverneita ábygð á þessu töskuhruni en vísa ábyrð til allra annarra sem komu nálægt þessu sakarmali. Það er ekki mín sök að umrætt kaffihús hanni ekki húsgögn sín með þeim hætti að þau geri ekki ráð fyrir fallvöltum töskum. Það er ámælisvert að hið "óstofnaða töskueftirlit" hafi ekki varað mig við þessu hruni. Einnig er það óskiljanlegt að hver einasti kaffihúsagestur steinþagði yfir þessari komandi vá.

 

 Allt ykkur að kenna 

 

Ég tel því um ofsóknir sé hér um að ræða af undirmáls-frethólkum. Þeir halda röklausum ærumeiðindum á lofti um að ég beri sök í þessu máli. Ég hef því ákveðið að stefna þeim öllum- fyrir að hafa ekki réttar skoðanir. Auk þess kæri ég kaffihúsaeigandanum og starfsmönnum hans fyrir að hafa ekki komið í veg fyrir þetta skakkafall. Íslenskum almenningi verður stefnt fyrir að hafa sofið að feigðarósi og þér sem lest þetta blogg fyrir að hafa ekki varað sérstaklega við mér.

Eða með öðrum orðum... Þetta var allt ykkur að kenna en ekki mér

 

Angry Skammist ykkarAngry 


Bloggfærslur 27. apríl 2010

Um bloggið

Brynjar Jóhannsson

Höfundur

Brynjar Jóhannsson
Brynjar Jóhannsson
Ég heiti Brynjar jóhannsson og er að gefa út mína fyrstu skáldsögu sem heitir Martraðaprinsinn og er það útgáfufélagið Sarasvati sem gefur mig út.

Tónlist

www.brylli.com

Heimasíðan MÍN..


Tónlistarspilari

- Antymedro- sexual-lokamix

Nýjustu myndböndin

Gróa á Leyti

Kúrekinn

Bloggvinir

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • ...ahaugurnytt
  • DSC_0040
  • Pjakkurinn
  • n556750566 5295516 7415
  • 2cats_543477

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.7.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband