Færsluflokkur: Ljóð
25.4.2013 | 23:28
Þegar raunveruleikinn kemur í heimsókn á mánudagsmorgni
sem enginn vill opna
á þessháttar stundum fjandinn er frjáls
og fegursta vonin er skorinn á háls
sér í -mánudagsmorgun
og sent þig á vanskilaskrá...elsku hringaná
Á þessháttar stundum er enginn til tals
Um tímann og vatnið og eiganda alls
Ljóð | Breytt 4.6.2014 kl. 20:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.9.2010 | 20:15
Loftfiskurinn
loft-fiskurinn sveif
að- því sem hugann hreif
og hjartað áfram dreif
Er- hlýddi því sem tif þess honum sagði
brosti jafn við blíðunni
og- sverðum kvalarans
og- minnti mest á perlu on í flagði
þráði ekki úthöfin
og- ólgu ölduróts
hvorki fossa fljóts
né- fegurð sjávargrjóts
en- þess í stað hann þreifst á þurru landi
allt frá blautu barnsbeini
er- borgarljósin sá
fylltist frelsisþrá
að- fljúga um loftin blá
og- frá því ugga sína- til þess þandi
Í draumum sínum daðraði
við- dásamlega þrá
að- svífa sjónum frá
og- synda himni á
og- smám saman þá lærði hann að fljúga
til- götuljósa á Laugavegi
loffiskurinn flaug
með- gyltan geyslabaug
og- gullna hjartataug
og- skoðaði hinn íslenska almúga
stundum virtist augnalaus
því ekkert hann fékk
Á eiginn himni hékk
er- horfði á fólk sem gekk
grautpirrað á amstri tilverunnar
var- ástfanginn af Íslandi
og- einlagur sem barn
aldrei óbilgjarn
og- ísaður sem hjarn
með- fallegt bros- strekkt við báðar kynnar
Ljóð | Breytt 20.9.2010 kl. 12:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.8.2010 | 03:27
söngtexti...
Ég verð þér sem vögguvísa
vef þig faðmi- uns sofnar vært
Unaðsstund - og englasöngur
allt sem er þér kært
í morguns árið
er færi þér mat upp í rúm
Ég mun vekja þig upp
með hlýu brosi
Þó úti sé helkallt húm
Þú ert þreitt á fjaðrafoki
og fílahjörð úr mýflugum
Þú þarft hvíld undan því oki
og öllum áhyggjum
Ég mun vekja þig upp
og eiga með þér
glaðlinda morgunstund
Vekja þig upp
Sjá þig brosa
Sem fífill á grænni grund
nema í föðmunum mínum
því ég er þín gæfa og glaðlinda bros
og glampinn í augunum þínum.
með mjúkum kossi
færa þér nýristað brauð
Ég mun vekja þig upp
og dekra við þig
Uns þú verður ellidauð
Mörgum kann að þykja rythmafallið furðulegt en það kemur til að sönglínan er óregluleg.
Ljóð | Breytt 20.9.2010 kl. 12:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.11.2009 | 20:12
En eitt lagið og söngtexti .
Ég hef margar brýrnar af mér brennt
bátum sökkt og flugvélum nauðlent
Af lestum misst
og happafengi hennt
Þær raunir urðu mamma að minni mennt
er munstur ógæfunnar loks gat mér kennt.
Að afsakanir eru afleidd rök
því allt það sem ég geri er mín sök.
Ég hef aldrei endamarki náð
engin fræ í farveg tímans sáð
samverjan svert
og hunsað heillaráð
Þær raunir urðu mamma að minni mennt
er munstur ógæfunnar loks gat mér kennt.
Að afsakanir eru afleidd rök
því allt það sem ég geri er mín sök
Ljóð | Breytt 9.11.2009 kl. 12:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
13.12.2008 | 04:45
Gæti mögulega átt meira við krepputímabilið en nokkurntíman áður
Á toppi heimsins
Á toppi heimsins maður sat mjög hugsandi
og horfði þaðan eitthvað út í bláinn
hann bölvaði og bitur síðan sagði mér
bráðum renn ég niður eins og áinn
í gilinu var kona sem var sýtandi
og sagðist vera dæmd til þess að tapa
Kvaðst hún hafa gengið fjöll og firnindi
en fatast loks og endað á að hrapa
í hæðinni var drengur sem var hlæjandi
og horfði upp á tindinn soldið dreymin
blíðlátur og brosandi hann sagði mér
bráðum mun ég sigra allan heiminn
Brynjar Jóhannsson
Úr ljóðabókinni Demantstár sem gefin var út seint á síðustu öld.
Ljóð | Breytt s.d. kl. 07:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
27.7.2008 | 08:57
Óhóflega drukkið vín syrgir mannsins hjarta
Ölæði.
Þú gætir hvössum orðum úr þér hreytt
Er angan vínsins dregur þig á tálar
Vanvirt alla þá sem elskar heitt
Ef aðgát ekki er höfð í návist skálar
Eins og þegar hlýlegt bros þitt brast
er bölmæltir þú nærstöddum án raka
þá Augu veislugesta vitlaust last
Og vini þína dróst til rangra saka
Brynjar Jóhannsson
kæðið er útúrsnúningur úr kvæði Einars Benediktssonar.
Eitt bros - getur dimmu í dagsljós breytt,
eins og dropi breytir veig heillar skálar.
Þel getur snúizt við atorð eitt.
Aðgát skal höfð í nærveru sálar.
Svo oft leyndist strengur í brjósti sem brast
við biturt andsvar, gefið án saka.
Hve iðrar margt líf eitt augnakast,
sem aldrei verður tekið til baka.
Einar Benediktsson..
Flugdólgar reyndu að opna dyr | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ljóð | Breytt 28.7.2008 kl. 09:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
18.7.2008 | 17:54
Útsendari vetradrottningarinnar
Fellibylurinn Bertha sem fjallað er um í þessari mbl.is grein er útsendari hinnar alræmdu Vetradrottningar. Þetta illræmda skapofsakvendi er ekki æskilegur félagskapur og illa liðin af sólríkssæla sumarkonungnum. Ég hvet ykkur að loka dyrnar á þennan útsendara vetradrottningu ef hún bankar á dyrnar heima hjá ykkur. Vetradrottningin er kuldaleg freðkunta sem lætur jafnvel harðvíruðustu menn skjálfa í návist hennar. Lífsreynsla mín af samskiptum mínum við Vetratrottninguna varð þess valdandi að ég samdi til hennar lag og ljóð fyrir einhverjum misserum en ljóðið hljóðar svona.
Vetradrottningin.
Vetradrottning skammdegisins grýlutárum grét
og gaddfreðinni jörðinni hún veðurofsa hét
feldi síðan niður frostkalt hret
fannbreiðu á hörund landsins lét
Hún sagði
Ég er blástur norðanvindsins
ég er tannbit frostsins
ég er él á heiðum úti
bý til svell úr vatni
með töfrum mínum tortímt öllu get
í tryllingsköstum mannslíf einskyns met
Andartak hún hlýnaði og virtist veðurblíð
hún vöknaði í sólinni og brosti fagurfríð
en síðan varð hún aftur hrímköld hríð
og háði þá í lofti og landi stríð
hún varð blástur norðanvindsins
hún varð tannbit frostsins
hún varð él á heiðum úti
bjó til svell úr vatni
og vindar bléstu um hennar valdatíð
og hún var veðurguðum ósamvinnuþýð
Hún stormar fram á sjónarsviðið kuldaleg í fasi
í snjókomu og vitfirrti óþægð
hún fer veðurhamförum og allur hennar asi
mun aldrei sýna neinum manni vægð
í skammdeginu öskrar ófullnægð
í upphafi á dapurlegri lægð
Brynjar Jóhannsson
Ljóðið mun koma fram í skáldsögu sem ég er að leggja lokahönd á og geisladisk en skáldsagan og geisladiskurinn er sama verkið.
Fáum við Berthu í heimsókn? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ljóð | Breytt 19.7.2008 kl. 04:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Um bloggið
Brynjar Jóhannsson
Tónlist
www.brylli.com
Heimasíðan MÍN..
Tónlistarspilari
Færsluflokkar
Bloggvinir
- Halla Rut
- Anna Einarsdóttir
- Kristinn Theódórsson
- Signý
- Kreppumaður
- Fríða Eyland
- Heiða Þórðar
- Bara Steini
- Marta B Helgadóttir
- halkatla
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Sema Erla Serdar
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Björgvin
- Bjarki Tryggvason
- Jón Þór Ólafsson
- Brissó B. Johannsson
- Tinna Jónsdóttir
- Sigurlaug Kristjánsdóttir
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Aðalheiður Ámundadóttir
- Eysteinn Skarphéðinsson
- Ásgerður
- Brattur
- Jóna Á. Gísladóttir
- Bergur Thorberg
- Viktor Einarsson
- Agný
- Lady Elín
- Guðfríður Lilja
- Gunnar Axel Axelsson
- Óskar Helgi Helgason
- Sigurður Viktor Úlfarsson
- Baldur Fjölnisson
- Matti sax
- Ingunn Jóna Gísladóttir
- kiza
- Huld S. Ringsted
- www.zordis.com
- Brjánn Guðjónsson
- Anna Benkovic Mikaelsdóttir
- Jónína Dúadóttir
- Páll Geir Bjarnason
- Sigríður Hafsteinsdóttir
- Guðrún Magnea Helgadóttir
- Jón Steinar Ragnarsson
- Stríða
- Greta Björg Úlfsdóttir
- Laufey Ólafsdóttir
- Georg P Sveinbjörnsson
- S. Lúther Gestsson
- Markús frá Djúpalæk
- Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir
- Ólöf Anna Brynjarsdóttir
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Sævar Einarsson
- Gullvagninn
- Kolgrima
- Óskar Þorkelsson
- Helga Dóra
- Guðrún Birna le Sage de Fontenay
- Rúnar Þór Þórarinsson
- Katrín Ósk Adamsdóttir
- Óskar Arnórsson
- Kristín Jakobsdóttir Richter
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Halldóra Rán
- Helga Magnúsdóttir
- Guðrún Lilja
- Mía litla
- Íris Arnardóttir....vitringur
- Þórhildur Daðadóttir
- polly82
- Andrea
- Hdora
- Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
- Baldur Hermannsson
- Brynja skordal
- SeeingRed
- Benna
- Villi Asgeirsson
- Svartagall
- Alfreð Símonarson
- Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Skattborgari
- Aprílrós
- Mál 214
- Bwahahaha...
- Isis
- persóna
- Vilhjálmur Árnason
- Þráinn Jökull Elísson
- Vefritid
- Guðmundur Óli Scheving
- Hlédís
- Aldís Gunnarsdóttir
- Eva
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- brahim
- Sigþrúður Þorfinnsdóttir
- Valdimar H Jóhannesson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar