Bull og steypuverksmiðja Brylla

Ég bíð í ofvæni eftir að umhverfis og iðnaðarráðherra landsins heimsæki  "Bull og steypuverksmiðjuna" mína. Starfsemi smiðjunar gengur vonum framar - þó svo að það ári illa í samfélaginu. Hugmyndaskortur er ekki þekkjanlegur og hefur steypuvélin mín nóg að bíta og brenna. Skrítnu hugmyndastarfsmennirnir í hausnum á mér vinna daginn út og inn og hafa ekki við því að vinna úr hugflæðinu sem kemur úr hausnum á mér.

 

Jæja svandís... hérna eru starfsmennirnir mínir ...  Cool

 

Myndi ég segja við umhverfisráðherran á meðan ég sýndi henni mína helstu strafsmenn. Þar sem starfsmennirnir eru hugarrórar í kollinum á mér yrðu ráðherranir tveir að horfa framan í mig á meðan ég bullaði einhverja tóma helvítis steypu. 

 

WounderingWoundering uu  ?? 

 

Væri það eina sem myndi heyrast í ráðherrunum sem þyrftu að hafa sig alla við að sjá hvað ég væri að fara með þessari kynningu minni. Andlit ráðherranna yrðu furðulostin og fattleysið skyni í augum þeirra beggja. Á meðan væri ég hvergi banginn og léki mér við hvurn minn fingur. 

 

Jónas ... villtu koma með einn stóran skammt af rugli og vitleysu og blanda henni saman við stóran skammt af innan tómri þvaður- Angry
 
Myndi heyrast í mér upp úr þurru og væri ég þá að tala verkstjóra bullsins í hausnum á mér. Verkstjórinn væri harðákveðin vinnumaður og vildi láta verkin tala.

-uuu DÖÖÖÖÖÖÖ þú meinar ís með smjöri ?? Gasp

 

Spyr undimaðurinn sem væri einnig ég sjálfur og vildi vera viss um hvað yfirmaðurinn væri að fara. Hann myndi reyna allt til þess að misskilja verkstjóra sinn og gera þvert gegn því sem hann segir- enda bullukollur með eindæmum og einn einn besti starfsmaður verksmiðjunar.


nei nei hann er að tala um Harðfisk ... hann er í fiskabúrinu .
Shocking

 

Segir sá þriðji og skilur ekki neitt í neinu. 

 

Eins sést eru skrítnu starfsmennirnir í hausnum á mér sannkallaðir vinnuþjarkar. Ef allt gengi samkvæmt óskum væri hægt að markaðssetja mig sem umhverfisvæna hugmyndasteypuvél sem væri með svo háan ruglustandart að ég stæðist heimsklassagæðakröfur í bulli. Gróðin yrði það gríðarlegur að hægt væri að borga icesaveskuldirnar áður klukkan væri orðin hádegi föstudags á morgun. En verr og miður hefur umhverfisráðherran ekki haft samband enn sem komið er og verður því íslenska fjallkonan að sötra skuldasúpuna sem breska konungsfrúin býður henni upp á og japla á sinni hungursneið uns hún andast. 


mbl.is Ráðherrar í Sementsverksmiðju
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Jónína Dúadóttir, 28.8.2009 kl. 06:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Brynjar Jóhannsson

Höfundur

Brynjar Jóhannsson
Brynjar Jóhannsson
Ég heiti Brynjar jóhannsson og er að gefa út mína fyrstu skáldsögu sem heitir Martraðaprinsinn og er það útgáfufélagið Sarasvati sem gefur mig út.

Tónlist

www.brylli.com

Heimasíðan MÍN..


Tónlistarspilari

- Antymedro- sexual-lokamix

Nýjustu myndböndin

Gróa á Leyti

Kúrekinn

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...ahaugurnytt
  • DSC_0040
  • Pjakkurinn
  • n556750566 5295516 7415
  • 2cats_543477

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband