Ég hef nú séð stærri köku en þetta .. íslenska djöflaköku

Indóneskur bakari vonast til að nýbökuð kaka hans, komist í heimsmeistarabók Guinness. Umrædd kaka nær heila 34 metra uppí loftið og ætti því að teljast heljarinnar býsn á heimsmælikvarða. Þó kakan sé stór miðað við það sem gengur og gerist á heimsvísu er hún smotterí á íslenskum mælikvarða. Okkur Íslendingum þykir ekki mikið til indóneska bakstursins koma því íslenska efnahags-skulda-kakan er tröllvaxið ferlíki í samanburði við þennan dvergvaxna bakaragjörning.  

 
vá Hvernig farið þið að þessu ? Gasp

Spyrja helstu fræðimenn hagfræðinnar sig þessa daganna og klóra sér grunlausir í hausnum.

 Hver er eiginlega uppskriftin af þessu íslenska efnahags-við-undri ? Woundering

Hugsar almúgafólk með sér út um allan heim

 Ég vil fá minn SKERF af KÖKUNNI... Ég gaf ykkur hveitið í hana Angry

öskra erlendir kröfuhafar og telja sig illa leikna af íslenskum fjármála-bökurum.

Við Íslendingar erum sannkallaðir snillingar í að baka vandræði. Engin kemst með tærnar þar sem við höfum hælanna í þeim óefnum og má teljast ólíklegt að nokkur nái að leika þessa "bakaralist" eftir okkur. Þekking okkar í að búa til skuldakökur á sér enga fyrirmynd og með ólíkindum hvað skuldakökur okkar geta verið stórar en samtímis uppfullar af innihaldslausri froðu. Komið hefur í ljós að skuldakakan er miklu stærri en virtist í fyrstu.

 ÉG VIL ÍSLENSKT EFNAHAGS-VIÐ-UNDUR Á DISKINN MINN Devil
ÆPIR skrattinn alsæll þessa daganna og er skemmt yfir því hvernig kokkar íslenska efnahagslífisins brauðfæða hann og gefur skrattinn íslandi topp meðmæli. 
Ekki nóg með það að íslenska bankakerfið sé komið ofan í gin andskotans, þá er sjávarútvegurinn á góðri leið með að fara þangað líka. Íslensku heimilin eru þegar komin upp í kok á kölska og hinn almenni atvinnumarkaður er byrjaður svamla ofan í meltingarfærum hans. 
þökk sé rugludallateymi íslenska efnahags-eldhúsins, er íslenska þjóðin orðin heimsþekkt fyrir djöflakökuna sína og jafnvel miklu stærra nafn á heimsvísu en Björk og Sigurrós til samans.
Engan skal furða að skrattanum líki  vel við viðveruna hér á klakanum. Hér er "fjandsamlega" kallt í veðri og "djöfulega" drungalegt yfir fólki. Fólk hvæsir nafn hans í annarri hverri settningu í tengingu við bankakerfið eða stjórnvöld, jafnvel þó það séu að koma jól.

 Mikið væri  gott að fá íslenskar orkulindir í ábót, smurða með þarlendum ferðamálaiðnaði Devil
Hugsar djöfullinn með sér, yfir sig heillaður af landi og þjóð og er alvarlega að spá í að kaupa sér íbúð hérlendis.  

 

 

 

 

 


mbl.is Risavaxin jólaterta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

mér þykist sorglegt hvernig komið er fyrir Íslendingum nú uppá síðkastið, að yfirfæra skemmtilega heimskulega jólafrétt yfir í þetta kreppu-æði... Kreppu kaka, kreppu bakstur, efnahags-skulda-kakan...

en góð lesning þó :)

ásgeir (IP-tala skráð) 1.12.2008 kl. 04:16

2 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Góð lesning eins og venjulega..

Gunnar Helgi Eysteinsson, 1.12.2008 kl. 13:00

3 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Þar kom að því að einhver kynni að meta okkur.

Helga Magnúsdóttir, 1.12.2008 kl. 18:23

4 Smámynd: Lárus Gabríel Guðmundsson

Sniðug grein, fróðlegur lestur og mikil gamansemi að vanda hjá þér Brynjar minn . . . . . . . . . .

Lárus Gabríel Guðmundsson, 1.12.2008 kl. 23:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Brynjar Jóhannsson

Höfundur

Brynjar Jóhannsson
Brynjar Jóhannsson
Ég heiti Brynjar jóhannsson og er að gefa út mína fyrstu skáldsögu sem heitir Martraðaprinsinn og er það útgáfufélagið Sarasvati sem gefur mig út.

Tónlist

www.brylli.com

Heimasíðan MÍN..


Tónlistarspilari

- Antymedro- sexual-lokamix

Nýjustu myndböndin

Gróa á Leyti

Kúrekinn

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...ahaugurnytt
  • DSC_0040
  • Pjakkurinn
  • n556750566 5295516 7415
  • 2cats_543477

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 9
  • Frá upphafi: 185562

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband