Konungleg skemmtun í manni sem er manns gaman.

Óskar Helgi Helgason bloggvinur minn er maður mér að skapi enda óhjáhvæmilegt því maðurinn kemur svo skemmtilega fyrir sig orði.Svo dásamlega lagin er blessaður maðurinn í orðavali að ég hef ákveðið að sýna öðrum bloggverjum dæmi um orðsnild þessa mans. Á einhvern furðulegan hátt tekst Óskari í sama pistli sínum að vera ,ruddalegur,kurteis og fyndinn en koma fram við fólk af mikillri virðingu. Þegar ég les tilsvör hans á því sem ég blogga kemur einhver væntumþykjuleg tilfinning yfir mig. Hann minnir mig óneitanlega á skáldsagnarpersónur Laxnesar og tilsvörin hans eru eitthvað svo blátt áfram að það er ekki annað hægt að þykja vænt um hann.

Óvænt skemmtun á fimmtudagsnótt! 

 í síðasta pistli mínum skrifaði ég um hvernig mér þætti að lýðræði á íslandi ætti að vera. Mín skoðun er sú að við ættum að kjósa fimm fulltrúa og þeir mættu vera úr hvaða stjórnmálaflokki sem er. Máli mínu til rökstuðnings nefndi ég fimm stjórn mála menn sem mér líkar vel við. Steingrím J Sigfússon- Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur- Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur og Jóhönnu Sigurðardóttur.

    Ekki líkaði honum Óskari þessi nöfn vel og lætur skoðun sína í ljós enda fanst manninum að ég væri gengin af göflunum.

            "Heill og sæll, Brynjar og aðrir skrifarar" sagði Óskar og bætti svo við "Brynjar ! Hver andskotinn er hlaupinn í þig; drengur ? Jóhanna - Ingibjörg Sólrún - Steingrímur J. og Þorgerður Katrín; allt sömu lýðskrumararnir, hvernig dettur þér í hug, að hossa þessu fólki ?"

    Mér fanst tilsvarið hans eitthvað svo skemmtilegt að ég gat ekki á nokkurn hátt reiðst þessum umælum hans. Í stað þess ákvað ég að rökstiðja mál mitt frekar og spyrja manninn til þaula

            "Heill og sæll Óskar Helgi Helgason" kveð ég til Óskars á móti "Mér dettur í hug að "hossa" þessu fólki fyrir verk þeirra..því mér finnst þú ekki hafa gert allt alsæmt af sér.hvaða fulltrúa myndir þú vilja sjá á þessum lista mínum Óskar ?Mér fanst nú þessi nöfn sem ég nefndi þó skömminni skárri en listi orkuveitunar um vænlega kaupendur". Bætti ég við...

Ekki sat Óskar lengi á svörum og fara nú tilsvör hans fara að taka á sig dásamlega fyndinn blæ

        "Ævinlega sæll, sem fyrr Brynjar ! Fjandinn hafi það, klaufaskapur minn....... að nefna ekki STRAX félaga mína, í þungavigtarsveit Frjálslynda flokksins. Það eru kempur Brynjar, sem gætu skorið upp margann ósómann, hér á gömlu Ísafoldu; Brynjar minn. Sjóhundar; eins og Guðjón Arnar - Magnús Þór og Grétar Mar, eru engar helvítis pempíur, þá taka þarf á málum. Bætir óskar máli til að bæta úr þessum klaufaskap sínum.

Bloggvinkona mín Hún Fríða Eyland ákveður að blanda sér í málin með lítillri fyrir spurn til hans óskars

"Óskar eru engar stelpur í Frjálslinda flokknum ? ef ég væri neydd til að velja einn þá er Guðjón besti kosturinn"

"Djöfullinn sjálfur; Fríða mín, gleymi ég blessaða kvenfólkinu ! Svarði Óskar henni fríðu. "

"Jú, við gætum bæði hengt okkur upp á það. Afsakaðu; skammtímaminni mitt, ég man betur þjóðlegan fróðleik, frá miðöldum, sem síðari öldum, en flesta nútímaviðburði, Fríða mín. Vonum; að Brynjar, og aðrir skrifarar sýni því þann skilning, sem þau mega, að nokkru."

Ég sem var andvaka í fimmtudagsnótt hafði fengið óvænta skemmtun í formi þessa mans. Rétt fyrir svefnin ákveð ég að spyrja Óskar nánar út í átrúnaðargoð sín.

"Óskar þú ferð hamförum í skrifum þínum og líkar mér það vel. Var nú ekki Guðjón samt öllu kjaftforari þegar hann var til sjós ? Í það minnsta þóttu mér lýsingar Reynis Traustasonar ritstjóra DV ansi skondnar þegar hann lýsti því þegar Guðjón lét gaminn geysa með öllum skammaryrðum sem fyrirfinnast á íslensku á leið til Ísafjarðarhafnar á sínum tíma. kallinum varð víst það á í messunni að hafa hátalarakerfið í gangi svo að allur Ísafjörður heyrði hvað var Guðjóns og áhafnarinnar á milli"

Það stóð ekki lengi á svörum hjá honum Óskari

"Kallinn (Guðjón Arnar) gæti nú alveg, tekið upp fyrri háttu enn; Brynjar minn. Hann er nú ekki dauður úr öllum æðum; láttu þér ekki bregða, þó hvessti svo hressilega, frá honum; að hattkúfurinn á Reyni Traustasyni fyki út allt Djúpið, léti Guðjón í sér hvína, að nokkru. Með ítrekuðum kveðjum / Óskar Helgi Helgason

Menn sem tjá sig með slíkum glæsibrag og Óskar Helgi gerir eiga ekkert annað en hrós í hattinn skilið. Um menn að hans tagi mætti skrifa heila skáldsögu. Menn sem eru blátt áfram þeir sjálfir og liggja ekki á sínum skoðunum. Þeir koma fram af virðingu en samt tjá sig eins óheflað og þeim sýnist..

Óskar .. þú færð allar mínar fimm stjörnur fyrir þessi snilldarlegur innkomur í bloggi mínu og ég bið þig vel að lifa..


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Brynjar Jóhannsson

Höfundur

Brynjar Jóhannsson
Brynjar Jóhannsson
Ég heiti Brynjar jóhannsson og er að gefa út mína fyrstu skáldsögu sem heitir Martraðaprinsinn og er það útgáfufélagið Sarasvati sem gefur mig út.

Tónlist

www.brylli.com

Heimasíðan MÍN..


Tónlistarspilari

- Antymedro- sexual-lokamix

Nýjustu myndböndin

Gróa á Leyti

Kúrekinn

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...ahaugurnytt
  • DSC_0040
  • Pjakkurinn
  • n556750566 5295516 7415
  • 2cats_543477

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband