Bob dylan - Merkilegasti dægurlagatónlistarmaður sögunar og sá hinn skríttnasti um leið

Ég sá hef verið að skoða viðtöl við Bob Dylan í gegnum tíðina á you tube. Af myndunum má dæma að maðurinn hefur nákvæmlega enga ánægju af frægðinni og er t.d miklu hortugri í viðtölum en paul mccartney eða keith Richard. Hann svarar blaðamönnum með hroka og kaldhæðni og er engu líkara enn hann sé að bíða eftir því að þeir hipji sig burt frá honum. Mikið voðalega er hann vansæll og rosalega er lífið honum mótfallið! .... hver er sinnar ógæfusmiður og mér finnst hálf komindískt að maður í þeirri stöðu sem hann er í skuli ekki hafa hætt sem tónlistarmaður... og t.d farið að vinna sem bóndi ...eða jafnvel bréfberi eins og ég :).... Hann kaus sína leið sjálfur og eins og ég lít á hlutina hefði jafn vel gefin maður og hann hæglega getað gert lífið notarlegra en það reyndist honum. Raunar vill ég meina að stæðstur hluti pirringsins og hortug heitanna voru vegna drykkju og eiturlyfja vandamála...Mér finnst ekkert skrítið að pressan agnúaðist utan í honum því hann var aldrei auðmjúkur gagnvart henni á nokkurn hátt heldur svaraði hann þeim með hortugheitum. Ég vil meina að mannlegur breiskileiki hafi verið að verkum því fyrir mér hefur bob dylan alltaf verið hlédræg persóna sem er mikið inn í sér .Þessar rosalegu vinsældir sem hann fékk á sínum tíma varð þess valdandi að hann fékk gjörsamlega upp í kok á henni. Ný verið fékk bob hjartaáfall og síðustu í viðtölum er hann hægari um sig í svörum... þar segir hann að frægðin sem hann fékk hafi verið meira með heppni að gera sem hann reyndar gaf alltaf í skyn á einn eða annan hátt... en bara með framkomunni þá virtist hannn öðruvísi... mér fannst hann alltaf vera að reyna að vera kurteis í pirringi sínum og virða blaðamenn en því miður kom það ekki eins vel út og raun bar vitni..... Mér finnst sem Bob Dylan hefði átt sætt sig við frægð sína yngri að árum og reynt að gera eitthvað betra úr henni...... hann hefði getað kosið sér t.d að semja tónlist fyrir aðra tónlistarmenn.... búið til söngleiki... eða skrifað bækur... og kvikmynda tónlist...Í rauninni voru ótal hurðir opnar fyrir honum en hann kaus sér þessa... að lifa vansæll í sinni frægð ...sem hann óskaði sér ekki sjálfur...

Hitt er að Dylan er einn af mínum uppáhalds tónlistarmönnum... og það er rétt hjá honum að aðdáendur hans þekki hann ekki og hið sama gildir um mig.... Ég veit ekkert hvernig maður hann er bak við tjöldin... hvort hann er ljúflingur fram í fingurgóma og höfðingi við vini sína....Eina sem ég veit er að hann kærir sig kollóta um hvað fólki finnst um sig... EÐA HVAÐ ? ... undir niðri held ég að hann hefði viljað að hann hefði getað komið betur fyrir en hann gat það ekki ... því vinsældinar voru honum ofauknar...



« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Brynjar Jóhannsson

Höfundur

Brynjar Jóhannsson
Brynjar Jóhannsson
Ég heiti Brynjar jóhannsson og er að gefa út mína fyrstu skáldsögu sem heitir Martraðaprinsinn og er það útgáfufélagið Sarasvati sem gefur mig út.

Tónlist

www.brylli.com

Heimasíðan MÍN..


Tónlistarspilari

- Antymedro- sexual-lokamix

Nýjustu myndböndin

Gróa á Leyti

Kúrekinn

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...ahaugurnytt
  • DSC_0040
  • Pjakkurinn
  • n556750566 5295516 7415
  • 2cats_543477

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 185556

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband