Gróa á leiti..


Gróa á leiti.....

Gróa á leiti gæddi sér á viðbjóðslegum fréttamati

Grýlu úr engu át af bestu list

fullkomlega hermdi eftir hetjum sápuóperanna

í hennar tómu og tilgangslausu vist

Hún vissi allt um kóngafólkið kvikmyndir og sjónvarpsstjörnur

kjaftasögur og hverjir voru hvar.

en ef þú myndir spyrja hana um tilgang lífsins tilurð heimsins

þá fengir tómlegt glott en ekkert svar

 

& Hún sá hryðjuverk í Palestínu börn að svelta úr hungri

en ekki neitt af þessu hana sló

því gróa á leiti hafði ekki í langan tíma grátið

eða alveg síðan Díana hún dó

 

Gróa á leiti er uppmötuð við upphaf nýrrar útvarpsmessu

alltaf fyrst með frétt um ekki neitt

hún kryddar sínar sögusagnir kveikir undir nornabrennum

og kjaftbitið er enn sem áður beitt

fær sér bita af nýslátruðu fórnalambi fréttamanna

framan á það málar smánarblett

og hleypur eins og sendiboði um smábæina úti á landi

að segja frá því sem hún hafði frétt. 

 Brynjar jóhannsson...

textin er við lag sem ég samdi..  

Mig langar að tileinka þetta ljóð mitt til Akureyringsins sem varð fyrir aðkasti vegna frétta um að hann hafi drepið hundinn Lúkas í þeirri von að slíkt endurtaki sig ekki aftur. 

bannað er að birta texta nema með mínu leyfi...  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Brynjar Jóhannsson

Höfundur

Brynjar Jóhannsson
Brynjar Jóhannsson
Ég heiti Brynjar jóhannsson og er að gefa út mína fyrstu skáldsögu sem heitir Martraðaprinsinn og er það útgáfufélagið Sarasvati sem gefur mig út.

Tónlist

www.brylli.com

Heimasíðan MÍN..


Tónlistarspilari

- Antymedro- sexual-lokamix

Nýjustu myndböndin

Gróa á Leyti

Kúrekinn

Bloggvinir

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Nýjustu myndir

  • ...ahaugurnytt
  • DSC_0040
  • Pjakkurinn
  • n556750566 5295516 7415
  • 2cats_543477

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.12.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 15
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 15
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband