Sounds of silence (Söngur án hljóða) Íslenskur texti

 

(Ef þið setjið lagið í hér að neðan - þá ættuð þið að getað raulað íslenska textan nokkuð áreynslulaust í gegn ) 


Söngur án hljóða 


Góðan daginn þunga þögn

þú sem ert þrungin hljóðri sögn

og hvíslar fagran óm í eyrun mín

elflir kraft minn er ég leita þín

og þú fyllir 

mig af kærri friðarsýn

hverja nótt

er heyri söng án hljóða


 

Ég geng í svefni sérhvern dag

sljór í takt við vélrænt slag

yfir bænum loga náhvít ljós

og  lífið gengur eins og spiladós

þegar augun sjá 

aðeins svarthvítan veruleik

verksmiðju reyk 

þá þrái söng án hljóða.


 

Ég sekk í þykkan þagnar hjúp 

sem þarflaus dropi mannhafsdjúps

ég er illa vannýtt vinnuafl

ég er vesælt smápeð valdatafls

ég er einn af þeim

sem Mammon náði á vald

í þrælahald

og þrái söng án hljóða


 

Þar sem þagnar múrinn rís

þakinn jökulköldum ís

kafna allar raddir réttlætis

rómur þeirra fyllist svartnæti

og mín orð

þau falla eins og regn

og breytast

svo í söng án hljóða.


 

Hafði gullna gróðavon

gekk að hliðum Babýlons

undan dökkum skuggum harmsins hljóp

er ég hunsaði öll neyðaróp

og ég varð einn af svefngenglum dagsins 

sem týndist inn í sjálfum sér 

í hulduher

og grátbið nú um söng án hljóða.



 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Brynjar Jóhannsson

Höfundur

Brynjar Jóhannsson
Brynjar Jóhannsson
Ég heiti Brynjar jóhannsson og er að gefa út mína fyrstu skáldsögu sem heitir Martraðaprinsinn og er það útgáfufélagið Sarasvati sem gefur mig út.

Tónlist

www.brylli.com

Heimasíðan MÍN..


Tónlistarspilari

- Antymedro- sexual-lokamix

Nýjustu myndböndin

Gróa á Leyti

Kúrekinn

Bloggvinir

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...ahaugurnytt
  • DSC_0040
  • Pjakkurinn
  • n556750566 5295516 7415
  • 2cats_543477

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband