Byggði mér blómlegt ríki

Byggði mér blómlegt ríki
úr brosi af vörunum þínum
ræktaði vonir úr engu
í eyðimörk eigins tóms
innan í unaðsgarði
á engi úr sólríkum órum
fauk eins og fjöður í gjólu
í fjötrum míns örlagadóms

Byggði mér blómlegt ríki
úr barnslegri einlægni þinni
návist þín fyllti mig friði
sem- fossaði um sálargil
bjóst mér til ból úr hlýju
sem- byrjun á eilífu vori
Í algleymi andartaksins
elskaði að vera til

Byggði mér blómlegt ríki
úr blíðlegu faðmlagi þínu
baðaðist rósum sem ringdi
á risóttan dagsins veg
uns - hvarfst inn í hvirfilvindinn
sem hvein inn í augunum þínum
hver - minning sem geislaði af gleði
varð grátlega óbær og treg


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Brynjar Jóhannsson

Höfundur

Brynjar Jóhannsson
Brynjar Jóhannsson
Ég heiti Brynjar jóhannsson og er að gefa út mína fyrstu skáldsögu sem heitir Martraðaprinsinn og er það útgáfufélagið Sarasvati sem gefur mig út.

Tónlist

www.brylli.com

Heimasíðan MÍN..


Tónlistarspilari

- Antymedro- sexual-lokamix

Nýjustu myndböndin

Gróa á Leyti

Kúrekinn

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...ahaugurnytt
  • DSC_0040
  • Pjakkurinn
  • n556750566 5295516 7415
  • 2cats_543477

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband