Hversdagslegt kynslóðastríð í einni af sundlaugum borgarinnar.

Sundlaugaferðin í morgun var erfiðari en gengur og gerist. Hún byrjaði á því að ungur maður tók af mér skápinn minn og þurfti ég því að afklæða mig á öðrum stað en ég var vanur.

     -Ef ég væri 40 árum yngri-
 
hugsaði ég með mér og margkýldi ég unga manninn í huganum. Ég gaf drengskvikindinu ilskulegt hornauga og var skapi næst að veita honum þéttingsfast spark í hreðjarnar.
Ergingurinn rann enn þá í mér er ég stakk höfðinu undir sömu sturtuna og ég var vanur að baða mér í. Ég gekk upp að sápudælunni eftir að hafa bleytt líkamann - en þegar ég kom til baka, þá var sama ungmennið komið undir sturtuna mína og hafði tekið af mér skápinn. Þolinmæðin brast þá endanlega og ég missti stjórn á bræði minni.

      -ÞÚ ERT Í STURTUNNI MINNI –
 
Gargaði ég á ungmennið . Ég starði til hans með grimdarlegum svipbrigðum og kreppti báða hnefa af alefli.

     Afhverju ferðu ekki næstu sturtu við hliðina á ?
 
Spurði hann og horfði til mín eins og ég væri mesta fífl sem hann hafði nokkurn tíman augum litið.

-    VEGNA ÞESS AÐ ÞETTA ER STURTAN MÍN-
Útskýrði ég fyrir honum öskrandi af reiði
.
-    Nú ég hélt að þessi sturta væri í eigu borgarinnar

Illa uppalið ungstóðið glotti við tönn og datt ekki í hug að færa sig til hliðar. Hann stóð fastur á ósanngjörnum rétti sínum og virtist ergingur minn gleðja hann óstjórnlega mikið.

-    Þetta er alltaf sama sagan með ykkur helvítis fuglana…. ÞIÐ HLÝÐIÐ ALDREI NEINU. Æpti ég á hann.
 
Ungi maðurinn valdi sér þögn sem svar og hristi höfuðið. Hann fór að þvo sér þeim mun hægar en áður og Það var greinilegt að hann ætlaði ekki að gefa þumlung eftir í þessu hversdagsstríði á milli okkar
Ég varð því að gefa þetta baráttumál mitt eftir og fór í næstu sturtu við hliðina á honum. Kreppusvipurinn ílengdist á andlitinu mínu og tápsárnin sveið innan í mér.
Skyndilega fóru atburðir að snúast mér í vil í þessum deilum á milli mín og drengsins. Ungi maðurinn tók upp á því að fara í átt sápudælunni og var ég ekki lengi að nýta mér tækifærið. Ég stakk mér undir sturtuna sem við vorum að bítast um og þegar drengurinn snéri sér að mér – glotti ég til hans sigri hrósandi.

     -Láttu þetta þér að kenningu verða –
 
Sagði ég við hann og fór ekki úr sturtunni fyrr en drengsófétið hafði farið til laugarinnar. Ég brosti mínu breiðasta sigurbrosi og naut steypubaðsins miklu betur en venjulega. Mér fanst réttlætinu vera fullnægt og deginum vera endanlega bjargað.
 
 
ENDIR

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Brynjar Jóhannsson

Höfundur

Brynjar Jóhannsson
Brynjar Jóhannsson
Ég heiti Brynjar jóhannsson og er að gefa út mína fyrstu skáldsögu sem heitir Martraðaprinsinn og er það útgáfufélagið Sarasvati sem gefur mig út.

Tónlist

www.brylli.com

Heimasíðan MÍN..


Tónlistarspilari

- Antymedro- sexual-lokamix

Nýjustu myndböndin

Gróa á Leyti

Kúrekinn

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...ahaugurnytt
  • DSC_0040
  • Pjakkurinn
  • n556750566 5295516 7415
  • 2cats_543477

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband