Ljósmyndasýning á Mokka.

Ţetta eru nokkur ljóđ sem ég var međ viđ Ljósmyndir Veru Pálsdóttur... sem er núna međ sýningu á mokka.

 

 

Bý inní himnesku hugmyndaríki

Í heimi sem veitir mér daglega skjól

Heilun sem verndar gegn sálrćnni sýki

Og sefar hin hamslausu klukknanna hjól

 

Lifi í jarđneskum heimi til hálfs

Og hinn partinn innan í tilvist míns sjálfs

Ofan í djúpi sem ađeins er til

Innan í bólu míns tónlistarspils

Hljóms sem ég skynja viđ skil

Í skapandi miđju míns hugmyndabyls

 

Vinn ţar sem hönnuđur dynjandi drauma

Dansa sem breytast úr órum í raun

Skapari eldheitra ástríđuflauma

Sem enda ađ lokum sem fastmótađ hraun

 

Lifi í jarđneskum heimi til hálfs

Og hinn partinn innan í verund míns sjálfs

Ofan í huglćgu djúpi míns draums

Og dynjandi fljóti hins skapandi straums

Punkti míns glađlynda gaums

Sem gefur sig allan til líđandi glaums

 

Innra međ sjálfri mér hlust’eftir hljóđi

Er heyri í orđum úr draumkenndu ljóđi

Fiđlara leika á stóíska strengi

Og stórhljómsveit spila af frjóu listfengi…

Til

mín frá mér simfóníu

- Mér til mín Útópíu

 

 

- Ljóđfuran óx

- kringum dauđvona tré

- í grámyglulegum skógi.

- Ţar sem andrúmsloftiđ var hugmyndasnautt

- og haustiđ eina árstíđin.

- Jarđvegurinn var grýttur og ástin geislavirk.

-Hún var upphafiđ á grćnni tíma og endalok anddeyđunar.

-Hún dúxađi í prófraunum nátturunnar og var ţví komin til ađ vera

 

Stödd inni í heimi - hins sturlađa manns

Stíg viđ mig sjálfa - ţar darrađardans

Rétt eins og bandalaus flugdreki flýg

Í foki - viđ steingrýttan - ógćfustíg

Finnst eins og húsin ţau hlći ađ mér

Himinninn glotti - er götuna fer

Golan hún flytji mér - vitfirrtan vals

Er Vćntingarborgin - hún riđar til falls

 

                                                                                                        

Alls stađar- hún eltir mig

Eins og - gömul vofa

Gegnum - bláköld breiddarstig

Bergrunnin - af dofa

 

Undir - eyđimerkursól

Yfir - ţurra sanda

Inn um - niđdimm nćturból

Napurra - draumalanda

 

Man ég - hitti hana fyrst

Í- hjarta - nćturglaumsins

Sauđdrukkin - og sopaţyrst

Í sćlu - mannhafsstraumsins

 

Nóttin - hún var niđurlút

Náđarlaus - í lundi

Er ég - elti hana út

Inn ađ - húsasundi

 

Angađi - sem ilmvatnslögg

Er ég - horfđi á hana

Veitti - síđan viđarhögg

Varđ - henni ađ bana

 

Og svo er hérna lag... viđ eina myndina ađ lokum .

 

 

 

 

 

 

 

 

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Ţú ert bara býsna góđur

Jónína Dúadóttir, 5.3.2010 kl. 08:15

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Um bloggiđ

Brynjar Jóhannsson

Höfundur

Brynjar Jóhannsson
Brynjar Jóhannsson
Ég heiti Brynjar jóhannsson og er að gefa út mína fyrstu skáldsögu sem heitir Martraðaprinsinn og er það útgáfufélagið Sarasvati sem gefur mig út.

Tónlist

www.brylli.com

Heimasíđan MÍN..


Tónlistarspilari

- Antymedro- sexual-lokamix

Nýjustu myndböndin

Gróa á Leyti

Kúrekinn

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Ţ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...ahaugurnytt
  • DSC_0040
  • Pjakkurinn
  • n556750566 5295516 7415
  • 2cats_543477

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 185556

Annađ

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband