Erfiðast af öllu

Er að gera sér framtíðina í hugarlund....... Raunar hálf vonlaust

 

"Það var eins og lygasögu líkast að sjá Reykjavík þróast í það sem hún er í dag "

sagði 104 ára gömul kona við mig - er ég var að vinna á Elliheimili. Ekki þykir mér það skrítið að gömlu konunni þótti þróun Reykjavíkur vera hálfgert furðuverk- þar sem hún bjó í torfbæjum og hér voru aðeins nokkrir moldarkofar þegar hún ólst upp úr grasi. Á nokkrum árum sá hún Reykjavík þróast úr sveit í borg- losna úr viðjum bændasamfélagsins og stíga fullum fetum inn í iðnaðaröldina. Henni fór að þykja framþróuninn lygum líkast- enda mundi hún eftir þeim tímum þegar engin hús voru frá tjörninni til hæðarinnar þar sem Hallgrímskirkja er nú- Smám saman tók Reykjavík á sig þann svip sem hún er með á sér í dag og get ég því ímyndað mér að fyrir þessari konu eru báðir þessir tímar henni hálfóraunverulegi. Bæði tíminn sem var og tíminn sem er og á hún því hvergi heima í minningum sínum nema í hálfgerðum óraunverleikanum. 

 

Ég ætla ekki að gera mér í hugarlund hvað ég verð að gera þegar ég er orðin 98 ára gamall. Eitt er ljóst að lífið verður þá hálf óraunverulegt eins og og hjá gömlu konunni. Af fenginni reynslu sést best að velflestir langtímaspámenn hafa orðið sér að athlægi .  Hvort ég verði bloggandi eður ei skal ósagt látið. Eitt þykir mér samt fullvíst.... Bloggsamskiptamátinn mun án efa nokkurs vafa... þykja gamaldags.

 

Ég er samt viss um að breytingarnar muni verða lygasögu líkast... Þar að segja ef ég næ að lifa svo lengi. 

 


mbl.is Elsti bloggari heims allur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 21. maí 2009

Um bloggið

Brynjar Jóhannsson

Höfundur

Brynjar Jóhannsson
Brynjar Jóhannsson
Ég heiti Brynjar jóhannsson og er að gefa út mína fyrstu skáldsögu sem heitir Martraðaprinsinn og er það útgáfufélagið Sarasvati sem gefur mig út.

Tónlist

www.brylli.com

Heimasíðan MÍN..


Tónlistarspilari

- Antymedro- sexual-lokamix

Nýjustu myndböndin

Gróa á Leyti

Kúrekinn

Bloggvinir

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • ...ahaugurnytt
  • DSC_0040
  • Pjakkurinn
  • n556750566 5295516 7415
  • 2cats_543477

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.7.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband