19.8.2010 | 03:27
söngtexti...
Ég verð þér sem vögguvísa
vef þig faðmi- uns sofnar vært
Unaðsstund - og englasöngur
allt sem er þér kært
í morguns árið
er færi þér mat upp í rúm
Ég mun vekja þig upp
með hlýu brosi
Þó úti sé helkallt húm
Þú ert þreitt á fjaðrafoki
og fílahjörð úr mýflugum
Þú þarft hvíld undan því oki
og öllum áhyggjum
Ég mun vekja þig upp
og eiga með þér
glaðlinda morgunstund
Vekja þig upp
Sjá þig brosa
Sem fífill á grænni grund
nema í föðmunum mínum
því ég er þín gæfa og glaðlinda bros
og glampinn í augunum þínum.
með mjúkum kossi
færa þér nýristað brauð
Ég mun vekja þig upp
og dekra við þig
Uns þú verður ellidauð
Mörgum kann að þykja rythmafallið furðulegt en það kemur til að sönglínan er óregluleg.
Ljóð | Breytt 20.9.2010 kl. 12:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.8.2010 | 13:38
Fangelsi leiðindana.
Allir einstaklingar yfir 30 ára aldri eiga að vera foreldrar. Þeim ber að vinna myrkrana á milli og búa í grásteyptum helli sínum ásamt maka og börnum. Hver sá sem brýtur þessa reglu er refsað með svívirðilegum hætti. Honum stendur tvennt til boða,-annað hvort að verða barrotta eða sætta sig við félagslega einangrun í lifanda lífi.
Og hvort villt þú ? Spurði dómarinn mig hastarega.
Ég held ég velji mér félagslega einangrun. Svaraði ég .
Samtstundis kom ósýnilegur fangavörður og hann járnaði á mér hendur og fætur. Hann breytti íbúðinni minni í fangaklefa og um leið og hann lokaði hurðinni sagði hann.
"Sá sem hefur uppreisn gegn hundleiðindum hversdagsins og hyggst gera samfélagið skemmtilegra - skal samstundis mannorðsníddur og skikkjaður til þess að fara aftur í grámyglulega hlekki leiðindana. Og að endingu vil ég minna þig á það að það er bannað að brosa frá mánudegi til mánudags "
Hér er ég- Með járnsögina í hendinni og byrjaður að saga rimlana. Ég er búin að svæfa verðina með þeirra eigin leiðindum og hyggst flýja við fyrsta tækifæri. Spurningin er hvert og hvort fangaverðir leiðindana muni finna mig áður en dómurinn firnast út.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.8.2010 | 19:19
Afhverju ég þoli ekki hasshausa.
Ég var að fá einhverja bestu viðskiptahugmynd allra tíma Marr
Og hvaða viðskiptahugmynd var það ?
hei hérna sko það sem ég var að spá í var.. hérna sko
uu hvað ?
Sko það sem ég var að pæla í var - hérna þú veist
Nei -
Hei chillaðu á því mar- Hugmyndin er sko svona - Þú veist ég ætla að - eða réttara sagt þá var ég að spá í - sko
Heyrðu værir þú til í að æla sprokinu út úr þér ?
Bíddu um hvað vorum við aftur að tala um ?
Þú varst með Viðskiptahugmynd ?

Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
13.8.2010 | 07:57
Lykillinn að langlífi.

Eru dæmi um dólgsyrði sem ég hef ekki þurft að heyra í langan tíma,þökk sé kvenmansleysi mínu og er því ansi liklegt að ég verði langlífur og dánarorsök mín eitthvað annað en hjartaáfall. Það er ansi líklegt að ég muni lifa hamingjusamur og sáttur út í lífið og tilveruna nema, ég tæki upp á þeim óskundan að fara að finna mér kærustu.
![]() |
Slær NBA-stjörnu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Það er komið að heimsendi. Loksins getum við sleppt af okkur beislinu og farið ránsferðir um 10-11 verslanir eða mögulega sprengt upp lögreglubíla því að á morgun verður enginn morgundagur. Ekkert líf aðeins dauði og þá fyrst fá hinir trúuðu og trúlausu staðfestingu á því hvort það sé framhaldslíf eftir dauðann.
Eða nei bíddu nú við, Ég er að ljúga. Á morgun verður morgundagur - enda hefur komið á daginn að allar dómsdagsspár hafa verið á hræðsluáróðri byggðar. Okkur stendur því ekki til boða að gera annað en það sem við þurfum að gera til að komast af. Við verðum að takast á við okkar hversdagslega vanda, ella tekur þessi hversdagslegi vandi okkur í rassgatið. Ef við virkilega viljum heimsendi verðum ivð að vonast næst efir einhverju alvöru eins og t.d Sólsprenginu í stað sólgoss.
![]() |
Ekki meiri gammageislun við sólgosið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Um bloggið
Brynjar Jóhannsson
Tónlist
www.brylli.com
Heimasíðan MÍN..
Tónlistarspilari
Færsluflokkar
Bloggvinir
-
Halla Rut
-
Anna Einarsdóttir
-
Kristinn Theódórsson
-
Signý
-
Kreppumaður
-
Fríða Eyland
-
Heiða Þórðar
-
Bara Steini
-
Marta B Helgadóttir
-
halkatla
-
Gunnar Helgi Eysteinsson
-
Sema Erla Serdar
-
Jenný Anna Baldursdóttir
-
Björgvin
-
Bjarki Tryggvason
-
Jón Þór Ólafsson
-
Brissó B. Johannsson
-
Tinna Jónsdóttir
-
Sigurlaug Kristjánsdóttir
-
Kjartan Pétur Sigurðsson
-
Aðalheiður Ámundadóttir
-
Eysteinn Skarphéðinsson
-
Ásgerður
-
Brattur
-
Jóna Á. Gísladóttir
-
Bergur Thorberg
-
Viktor Einarsson
-
Agný
-
Lady Elín
-
Guðfríður Lilja
-
Gunnar Axel Axelsson
-
Óskar Helgi Helgason
-
Sigurður Viktor Úlfarsson
-
Baldur Fjölnisson
-
Matti sax
-
Ingunn Jóna Gísladóttir
-
kiza
-
Huld S. Ringsted
-
www.zordis.com
-
Brjánn Guðjónsson
-
Anna Benkovic Mikaelsdóttir
-
Jónína Dúadóttir
-
Páll Geir Bjarnason
-
Sigríður Hafsteinsdóttir
-
Guðrún Magnea Helgadóttir
-
Jón Steinar Ragnarsson
-
Stríða
-
Greta Björg Úlfsdóttir
-
Laufey Ólafsdóttir
-
Georg P Sveinbjörnsson
-
S. Lúther Gestsson
-
Markús frá Djúpalæk
-
Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir
-
Ólöf Anna Brynjarsdóttir
-
Helga Guðrún Eiríksdóttir
-
Sævar Einarsson
-
Gullvagninn
-
Kolgrima
-
Óskar Þorkelsson
-
Helga Dóra
-
Guðrún Birna le Sage de Fontenay
-
Rúnar Þór Þórarinsson
-
Katrín Ósk Adamsdóttir
-
Óskar Arnórsson
-
Kristín Jakobsdóttir Richter
-
Guðsteinn Haukur Barkarson
-
Halldóra Rán
-
Helga Magnúsdóttir
-
Guðrún Lilja
-
Mía litla
-
Íris Arnardóttir....vitringur
-
Þórhildur Daðadóttir
-
polly82
-
Andrea
-
Hdora
-
Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
-
Baldur Hermannsson
-
Brynja skordal
-
SeeingRed
-
Benna
-
Villi Asgeirsson
-
Svartagall
-
Alfreð Símonarson
-
Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
-
Gunnar Helgi Eysteinsson
-
Skattborgari
-
Aprílrós
-
Mál 214
-
Bwahahaha...
-
Isis
-
persóna
-
Vilhjálmur Árnason
-
Þráinn Jökull Elísson
-
Vefritid
-
Guðmundur Óli Scheving
-
Hlédís
-
Aldís Gunnarsdóttir
-
Eva
-
Brosveitan - Pétur Reynisson
-
brahim
-
Sigþrúður Þorfinnsdóttir
-
Valdimar H Jóhannesson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (8.7.): 2
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 185784
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar