Ástæða þess að ég vil ekki láta tattoera mig.

 Sagan segir að einn snillingurinn vaknaði táttooeraður eftir fyllerí.Eitthvað virtist enskukunnáttan hafa skolast til hjá þeim sem mundaði pennan.Á annað handabakið hafði Tatooskrifarinn krotað  love en heat á hitt handabakið en........ ekki hate.

 

Ég væri í sjálfu sér ekkert á móti því að krota á mér líkaman með tússi í einhverju flippi en mér dytti ekki í hug eina sekóndu að tattoera mig.

Aldur og æfi eru mörg tímaskeið og eitthvað sem er framkvæmt á einu tímabili þykir grátbroslegt á öðru. Til að mynda er allt annað mál að vera 17 ára áhyggjulaus unglingur en 45 ára ábyrgur fjölskyldufaðir. Á vissum tímabilum er mögulega ótrúlegur töffaraskapur að vera krotaður einhverjum vegsummerkjum um allan líkamann en á öðrum skeiðum þykir sá hinn sami verknaður hlægilegur í augum fólks. Þessvegna forðast ég öll tatoeruð vegsummerki og vil hafa líkaman minn lausan við þau um alla lífstíð. 


mbl.is Stjörnustúlka viðurkennir ósannindi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristinn Theódórsson

Ekki svona skynsamur Brynjar.

Þú skammast þín ekkert fyrir nokkur tattoo, svona fríðleiksmaður og mússíkant eins og þú ert, hversu gamall og gugginn þú verður.

Gamla hrúgaldið í öndunarvélinni með akkerið á handleggnum hefur sögu að segja, þó alsheimerinn komi í veg fyrir það.

Slíkt er lífið, það er bara svalt. Maður á að fíla kontrastinn sem ellin veitir ungdómnum.

mbk,

Kristinn Theódórsson, 24.6.2009 kl. 09:03

2 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

Heyr heyr Kristinn.....

Reyndar alveg púngtur að Tattoo hafi sögulegt gildi... en það breitir ekki því að ROKKARINN VEX en LEÐURbrókin ekki og ég ætla mér að verða VIRÐULEGUR ELDRI ROKKARI ....Meira í átt við Leonard choen heldur en Rúna júll... Með fullri virðingu fyrir þeim síðarnefnda og blessuð sé minning þess yndæla mans. 

Brynjar Jóhannsson, 24.6.2009 kl. 09:46

3 Smámynd: Kristinn Theódórsson

;)

Þetta var nú líka bara smá dramatík í morgunsárið. Nú er ég búinn að fá mér kaffi og er ögn minna hlaðinn tilfinningum.

mbk,

Kristinn Theódórsson, 24.6.2009 kl. 10:39

4 identicon

Byrjaðu nú á því að klæða þig sómasamlega áður en þú verð að væla yfir aumingjaskap.

Tómas (IP-tala skráð) 24.6.2009 kl. 11:04

5 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

Kristinn

Það er nú allt í lagi að kalla mig músikkant ... Ég hef nú heyrt dramatískari stóryrði um mig í gegnum tíðina. 

 Tómas

Það er nú ekki til sómasamlegri maður en ég á gjörvullu íslandi og fullyrði ég að þú ert hálfdrættingur á við mig hvað klæðaval mitt varðar Ég er sannkallaður ridddari í allri minn framkou og kem ávalt til dyranna eins og ég er klæddur... Þar að leiðandi er ekki hægt að titla gífuryrði þín annað en sjálfhverfu á alvarlegu stigi og sjúklega öfund í minn garð. Þar að auki hef ég ekki vænt nokkurn mann um aumingjaskap og bið ég þig þá mestu auðmýkt að læra temja þig að skilja það sem þú lest- áður en þú hreitir svona marklausa vitlausu út úr þér. 

Brynjar Jóhannsson, 24.6.2009 kl. 16:29

6 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Mér finnst tatoo alveg í lagi, í hófi... en ekki á mínum líkama samt

Jónína Dúadóttir, 26.6.2009 kl. 06:40

7 identicon

Mér finnst tatoo frábært.  Það er svo gott fyrir lélegan málara eins og mig að sjá hvað fólk er tilbúið að skuldbindast lélegum myndum lengi. Því ansi stór hluti af þessu eru myndir sem fólk hefði ekki á veggjunum heima hjá sér. 

Bragi (IP-tala skráð) 26.6.2009 kl. 22:23

8 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

Jónína...

Vissulega en eins og þú segir um líkama þinn þá hið sama við um minn.

Bragi..

Ég skal aftur á móti með glöðu geði hafa myndir eftir þig uppi á veggi heima hjá mér. Er með tvær nú þegar og sóma þær sig vel þar í óreiðunni.  

Brynjar Jóhannsson, 27.6.2009 kl. 05:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Brynjar Jóhannsson

Höfundur

Brynjar Jóhannsson
Brynjar Jóhannsson
Ég heiti Brynjar jóhannsson og er að gefa út mína fyrstu skáldsögu sem heitir Martraðaprinsinn og er það útgáfufélagið Sarasvati sem gefur mig út.

Tónlist

www.brylli.com

Heimasíðan MÍN..


Tónlistarspilari

- Antymedro- sexual-lokamix

Nýjustu myndböndin

Gróa á Leyti

Kúrekinn

Bloggvinir

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • ...ahaugurnytt
  • DSC_0040
  • Pjakkurinn
  • n556750566 5295516 7415
  • 2cats_543477

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 4
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 184787

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband