Afhverju vonast ég að keflavík verði ÍSLANDSMEISTARAR.

Ég fór með tveimur æskufélögum mínum Lárusi Guðmundsyni, glerblástursmeistara og Henningi Emili, barnaskólakennara, til, að sjá Keflavík og FH í boltanum. Eins og flestir hefði Keflavík orðið íslandsmeistari ef þeir hefðu gert jafntefli í leiknum. Henning Emil er mikill húmoristi að eðlisfari og vissi að bæði ég og Lárus Guðmundson vorum gamlir Haukamenn í fótboltanum og höfðum því megnustu fyrirlitningu á FH sem fótboltaliði enda fornir erkifjendur okkar. Hann sá því leik á borði og dró okkur á til að horfa á leikinn því hann vissi að ekkert myndi gera okkur glaðara í geði en sjá FH tapa.

Stórfurðulegur hlutur gerist..


FH komst 2-0 yfir í leiknum og var mörgum hætt að lítast á blikuna. Keflvíkingar sýndu sannkallaða seiglu eins og þeir gerðu í allt sumar og komust aftur inn í leikin með því að gera mark.  Við að sjá markaskorara þessa stórglæsilega fótboltaliðs, gera markið kemur gamli baráttuhundurinn upp í sjálfum mér. Ég gjörsamlega ærist af fögnuði og rek upp sannkallað stríðsöskur. Mér til mikillar furðu virtist markaskorari Keflvíkinga taka eftir þessu því ég sá að hann horfði til mín og fór að öskra til mín rétt eins og ég gerði. Keflvíkingar fögnuðu markinu annars ekki mikið og hlupu beint yfir á sinn vallahelming.  Skömmu síðar skorar sami leikmaðurinn aftur og þá missum við félagarnir okkur algjörlega af kæti. Ég gjörsamlega trylltist af fögnuði og rek upp enn þá meira öskur og andlitið mitt var sem á víkingi til sjóoristu reiðubúinn. 

Einhver ótrúlegasti atburður æfi minnar gerist í kjölfarið og er ég ekki að ljúga hverju einasta orði þegar ég segi það.

Markaskoraranum varð aftur litið til mín og kemur hlaupandi til mín og faðmar bæði mig og félaga mína. Ekki nóg með það kemur allt keflavíkurliðið öskrandi brjálað stekkur í faðm okkar. Það birtust myndir af mér fagnandi þeim í sjónvarpinu og verð ég að viðurkenna að mér leið hálf illa því mér fannst eins og "sannur" keflavíkuraðdáandi hefði átt að vera faðmaður en ekki ég sem er "með Haukahjarta". Þar að auki kannast margir við mig úr Hafnarfirðinum og var ég farin að fá þá tilfinningu að ég yrði hreinlega tekin og lamin eftir leikin því á þessari stundu leit allt út fyrir það að Keflavík væru búnir að gulltryggja sér Íslandsmeistaratitilinn.  Eftir markið færði Keflavík sig aftur á völlinn og eins gefur að skilja vonaðist ég af öllu mínu hjarta að þeir myndu halda hreinu eða pota einu í lokin til að gulltryggja sér Íslandsmeistaratitilinn.

Það varð mér mjög mikið svekkelsi þegar FH skoraði að lokum og unnu leikinn.  Crying


Vegna þessa stórfurðulega atburðs er ég náttúrulega orðin KEFLVÍKINGUR Í HÚÐ OG HÁR. í fótboltanum og mun alltaf halda með þeim á meðan við HAUKAMENN eru ekki í úrvalsdeild.

 

 

Áfram Keflavík

Þið verðið íslandsmeistar í ár. 

 

Angry OG BERJAST SVO Angry

 

 

 

 

 

 



mbl.is Heimir Guðjónsson: Á löngum köflum miklu betra liðið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Góður.

Baldur Fjölnisson, 22.9.2008 kl. 19:58

2 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Já ábyggilega góður... held ég

Jónína Dúadóttir, 22.9.2008 kl. 21:15

3 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

Heldur þú það ? .......

Brynjar Jóhannsson, 22.9.2008 kl. 21:36

4 Smámynd: S. Lúther Gestsson

BRYLLI!!!! Þetta má ekki gerast fyrir þig, þú ert allt of góður strákur, þú ert heiðarlegur í gegn. Keflavík eru svindlarar í gegn, þeir spila óþolandi bolta. Ég hef séð þá á velli,  helvítis grenjuskjóður sem hanga í treyju dómarans og ljúga upp á menn.

Stuðningsmenn þeirra eru hræðilegir, þeir hafa gengið að mótherjum eftir leik og lamið þá. 

Brylli þú átt allt betra skilið!!

S. Lúther Gestsson, 23.9.2008 kl. 00:33

5 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

Verr og miður SAINT LUTHER....

Þegar markaskorari  þakkar mér sérstaklega fyrir stuðningin með því að hlaupa til mín og faðma mig þegar þeir eru örfáum hænufetum frá því að verða Íslandsmeistarar er eitthvað sem ég efast um að nokkurt fótboltalið getur toppað.   

Ég kalla slíkt þakklæti og er því skildur til að halda með Þessu fótboltaliði 

ÁFRAM KEFLAVÍK  ...

En engar áhyggjur... Ég er prúður sem ástfangin brúður þó ég sé nú oftast trúður með múður. 

Brynjar Jóhannsson, 23.9.2008 kl. 11:13

6 Smámynd: Lárus Gabríel Guðmundsson

Brynjar: Heyrðu, það var ég sem þeir hlupu til. Þú varst bara þarna

ÁFRAM KEFLAVÍK !!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!! 

Lárus Gabríel Guðmundsson, 23.9.2008 kl. 17:54

7 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

Já eða það Lárus .....

Brynjar Jóhannsson, 23.9.2008 kl. 18:15

8 identicon

Sællllllll, þú berð sem sagt enþá skaða af höfuðhögginu sem þú fékst um daginn og engin sagði þér frá.

Taktur þér tak frændi, hvað næst Arsenal ??? eða eitthvað þaðan af verra, gerðu öllum greiða og hentu þessari bloggfærslu þinni strax.

Kv. úr annari deild.

kv, Jón Örn (nr 13 af bráðum 100 afkomenda Jóns á Skaganum)

Jón Örn (IP-tala skráð) 23.9.2008 kl. 21:19

9 identicon

Brynjólfur minn áður en þú heldur áfram með ruglið, þá máttu vita það að við sem vitum betur fyrir gefum þér að sjálfsögðu þetta yfirskot hjá þér, þannig að þú getur óhræddur hent gaman af þessari stórfurðulegu lífsreynslu sem þú hefur orðið fyrir, þegar þú vaknar.

Maður svíkur ekki sjálfan sig og aðra svona, jafnvel þótt Haukar hafi aldrei unnið eitt eða neitt í þessari úrvalsdeild.

Kv,Einu sinni gulur alltaf glaður alveg sama hvað gengur á.

Jón Örn (IP-tala skráð) 23.9.2008 kl. 21:34

10 Smámynd: S. Lúther Gestsson

Haukar?? Er það verktakafyrirtæki? Er ekki verið að ræða knattspyrnu?

Þó þið séuð greinilega allir haldnir greinilega það mikilli minnimáttarkennd að þið haldið að þið getið ekki mætt á hvaða völl sem er, þá er ykkur alveg óhætt að koma í Stórveldið Frostaskjólið.

S. Lúther Gestsson, 23.9.2008 kl. 21:48

11 identicon

Brylli minn. Vertu ekkert að ergja þig yfir skrifum Lúlla, Hann sér allt í svarthvítu og vill sjálfsagt hafa 3 liða deild eins og í denn, þá var nefnilega hægt að vinna nokkuð reglulega titla, titla sem svo gera þá að stórveldi !!!!  eða þannig.

Þú verður að gera greinamun á að halda með liði og styðja við lið. Þú heldur með Haukum og Liverpool svo það sé á hreinu og styður Reykjanesbæ í slagnum um titilinn í ár.

Vona að þú losnir sem fyrst við hausverkinn.

kv, GogG

Jón Örn (IP-tala skráð) 23.9.2008 kl. 22:19

12 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

Jón ..Örn..

Ég er ekki maður minn orða..

 KEFLÍK er það og verður


SAint Luther

Ef Haukar eru verktakafyrir tæki.. hvað er þá KR ???

KRÓNAN Í VESTURBÆNUM...

EN ÁFRAM KEFLAVÍK: 

Brynjar Jóhannsson, 23.9.2008 kl. 22:51

13 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

Ég er ekki frægur fyrir annað en að vera maður minna orða

ætlaði ég að segja

Brynjar Jóhannsson, 23.9.2008 kl. 22:51

14 Smámynd: Eysteinn Skarphéðinsson

Ég hélt þú héldir með þeim útaf mér ???'

Eysteinn Skarphéðinsson, 25.9.2008 kl. 10:59

15 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

Afram FH! 

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 26.9.2008 kl. 12:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Brynjar Jóhannsson

Höfundur

Brynjar Jóhannsson
Brynjar Jóhannsson
Ég heiti Brynjar jóhannsson og er að gefa út mína fyrstu skáldsögu sem heitir Martraðaprinsinn og er það útgáfufélagið Sarasvati sem gefur mig út.

Tónlist

www.brylli.com

Heimasíðan MÍN..


Tónlistarspilari

- Antymedro- sexual-lokamix

Nýjustu myndböndin

Gróa á Leyti

Kúrekinn

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • ...ahaugurnytt
  • DSC_0040
  • Pjakkurinn
  • n556750566 5295516 7415
  • 2cats_543477

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 23
  • Frá upphafi: 184841

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 23
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband