Morgunhelgarleti.

JÆJA þá er best að vakna og líta glaðan dag. Þó ég sé ekki enn risin upp á lappir þá er ég búin að gera meira en letidýr gerir á einum degi. Það sem ég er meðal annars búin að gera er að klóra mér í enninu og bora í nefið, Auk þess hef ég geispað þrisvar sinnum en ég á eftir að "saurga" klósettið og bursta í mér tennurnar. Þegar þessum veigamiklu verkefnum er lokið á ég eftir að taka sturtu, þrífa mig með handklæðinu og klæða mig í fötin.


Eins og þið sjáið er þetta veigamikið verkefni fyrir helgarmorgunletingja og mig sem myndi helst óska sér að hlutinir framkvæmdu sig sjálfkrafa á meðan ég ligg upp í rúminu og geri ekki nokkurn skapaðan hlut. Vísindin eru þá ekki þróaðari en þetta eftir allt saman  að þau hafa ekki hannað tækjabúnað þar sem að ég geti sinnt dagsis önn í huganum án þess að hreifa legg né lið. Mér lýður eins og ég sé á rauðu ljósi letinar og býð eftir að það komi græna ljós drikraftsins gefi mér merki um að ég megi drulllast á fætur. Voðalega tekur langan tíma að bíða eftir að bévítans ljósaskiptin eigi sér stað. Þið verðið að afsaka en Rétt í þessu meðan ég var að skrifa þetta kom græna ljósið á og ætla ég því að kveðja ykkur að sinni og bruna af stað út í tilveruna.

bæ í bili 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Góða ferð út í tilveruna á glöðum degi

Jónína Dúadóttir, 16.2.2008 kl. 13:24

2 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

Jónína og alfa..

Takk fyrir komentin bæði tvö og megið þið njóta dagsins í letikasti eður ei. 

Brynjar Jóhannsson, 16.2.2008 kl. 17:02

3 Smámynd: www.zordis.com

Ég var löt í morgun, lá upp í hjónasæng og hreyfði mig hvergi þangað til seint og síðar meir.  Nú er kominn tími til að rokka og pússa dansskóna!

Góða helgi!

www.zordis.com, 16.2.2008 kl. 20:35

4 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Kannast við þetta... hæ!

Gunnar Helgi Eysteinsson, 16.2.2008 kl. 20:59

5 Smámynd: Fríða Eyland

passaðu þig vel kallinn og farðu vel með þig og haltu þig frá brennivíni og öðru oj bjakki þá verður þú , kanski með næga orku í puðið á mánudaginn...

Fríða Eyland, 16.2.2008 kl. 22:42

6 Smámynd: Lárus Gabríel Guðmundsson

Heill og sæll morgunletingi..... verð að viðurkenna að minn morgun var full svefnsamur ! Skömm að því að þú fékkst ekki að njóta ánægulegs dags i faðmi listarinnar.....

Fyrirgefðu, fyrirgefðu, fyrirgefðu....

Lárus Gabríel Guðmundsson, 16.2.2008 kl. 23:44

7 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

Lárus minn ... að sjálfsögðu er þér fyrirgefið :D þó það nú væri... maður getur nú ekki verið reiður út engil..

Ég vona að við reynum bara að endurtaka leikin... 

Brynjar Jóhannsson, 17.2.2008 kl. 00:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Brynjar Jóhannsson

Höfundur

Brynjar Jóhannsson
Brynjar Jóhannsson
Ég heiti Brynjar jóhannsson og er að gefa út mína fyrstu skáldsögu sem heitir Martraðaprinsinn og er það útgáfufélagið Sarasvati sem gefur mig út.

Tónlist

www.brylli.com

Heimasíðan MÍN..


Tónlistarspilari

- Antymedro- sexual-lokamix

Nýjustu myndböndin

Gróa á Leyti

Kúrekinn

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...ahaugurnytt
  • DSC_0040
  • Pjakkurinn
  • n556750566 5295516 7415
  • 2cats_543477

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 4
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 185560

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband