Luxusvandamál.

Mér finnst alltaf jafn fyndið að alkaholismi er skilgreindur sem edrúvandamál. Með öðrum orðum þá leiðast menn út í áfengissukk vegna þess að þeim þykir tilveran svo hundleiðinleg  og verða með tímanum sífelt meira háðari vímugjafanum. Þó það sé fullmikil einföldun að skilgreina alkahólisma á þennan hátt því líkamlegt ílöngunarfyrirbæri þarf að vera til staðar er ótrúlega mikið til í þessari kenningu. Grunnur hverrar fíknar er að mörgu leiti tilvistunarflótti frá grámiglu hversdagsleikans og geta fíkninar tekið á sig ótal myndir.

Ég er þeirrar skoðunar að lífið eigi að vera skemmtilegt og geri ég allt sem í mínu litla valdi stendur að vera upplífgandi í kringum þá sem ég umgengst. Þó svo að drepleiðindi dagsins annar, eigi til með að buga mig er ég oftast glaður í bragði enda óvenjulífsglaður að eðlisfari. Raunar upplifi ég svo miklu andlegra hressari en gengur og gerist, að ég reyni stundum að fela það fyrir öðrum. Til þess að bjarga mér frá því að "DREPAST ÚR LEIÐINDUM" (ÞUNGLINDI) hef ég lært að sjá hlutina frá sjónarhóli háðfuglsins og umgangast ekki "niðurdrepandi andleg graftarkýli" sem eru á nálunum yfir einhverjum smámunum sem eru einhverja hluta vegna tröllvaxnin skrýmsli í þeirra augum. 

Ef fólk myndi almennt stuðla að því að gera lífið skemmtilegra með litlum einföldum aðgerðum eins og með kurteisi eða jafnvel fallegu brosi er ég sannfærður að það myndi hafa gríðarleg áhrif í kringum sig. Tilveran myndi blómstra og lífið yrði öllu fólki léttara.

Gandí sagði.

Gerðu sjáfan þig að þeirri breittni sem þú villt sjá í heiminum.

Ég reyni að vera upplífgandi og skemmtilegur því ég vil að hversdagslegt líf sé fyrst og fremst skemmtilegt. þannig vinn ég bug á mínum edrúvandamálum og vonandi hef jákvæð áhrif á aðra í kringum mig líka.

Kærar kveðjur

Brylli. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bara Steini

Einn af fáum hehehe. ég skemmti mér alltaf hjá þér...

Bara Steini, 14.2.2008 kl. 18:54

2 Smámynd: www.zordis.com

Það er nú alveg meiriháttar að geta séð lífið á jákvæðan máta, skapað sér þann sess að geta gefið húmor og tekið á móti brosum og næsheitum!  Gandí var bara flottur.

Það jafnast fátt á við fallegt og einlægt bros.   í tilefni dagsins .....  keep on rocking!

www.zordis.com, 14.2.2008 kl. 19:21

3 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Það er örugglega gott að vera nálægt þér

Jónína Dúadóttir, 14.2.2008 kl. 20:59

4 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

Já steini við Háð-furðufuglanir eigum til með að slá á létta strengi.

Zordís... Já hann gandí er MESTI TÖFFARI SEM VAR UPPI Á SÍÐUSTU ÖLD

Jónína.. Ég læt það nú vera.. en það er örugglega hægt að hafa gaman af mér svona við og við.

Já.. ég er sólargeislli

Á bak við skýin.. 

Brynjar Jóhannsson, 14.2.2008 kl. 22:04

5 Smámynd: Lárus Gabríel Guðmundsson

Jú Brynjar þú ert svo sannarlega lítill krúttlegur sólargeisli sem kitlar nebbann minn ...

Lárus Gabríel Guðmundsson, 14.2.2008 kl. 23:21

6 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Burtséð frá blogginu....  Getur verið að þú hafir verið staddur rétt hjá Hlemmi, í litlum póstbíl, á þriðjudaginn var, milli kl. 15.30 og 16.00 ?

Anna Einarsdóttir, 14.2.2008 kl. 23:56

7 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

Lárus.. já ég er SUNSHINE OF THE DAY AND ALL THE HEAVENS PRAY.

Anna.. Það held ég að geti ekki staðist.. Það hlítur að hafa verið einhver sem var að reyna að stæla mig

Brynjar Jóhannsson, 15.2.2008 kl. 00:21

8 Smámynd: Guðríður Pétursdóttir

Þetta er líka eina leiðin fyrir þá sem eru veikir fyrir (þá sem hafa tilhneigingu til sökkva í djúpið) til að halda sönsum, fake it till you make it, ef maður fer að finna að maður sé á leiðinni niður act like you are going up..og brátt er maður kominn á toppinn

maður þarf bara tíma til að læra og þá fattar maður að maður ræður algjörlega your own destiny (allavega andlega séð)...

Guðríður Pétursdóttir, 15.2.2008 kl. 06:13

9 identicon

Almenn skynsemi og almenn kurteisi eru bara ekki svo almenn.. Sá eini sem getur gert þig hamingjusama/n ert þú sjálf/ur.. þótt aðrir geti haft áhrif á hamingju þína..

Dexxa (IP-tala skráð) 15.2.2008 kl. 10:13

10 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

já meinar. almenn skynsemi bara fámenn skynsemi

um að gera að njóta lífsins og leiðindanna líka.

Brjánn Guðjónsson, 15.2.2008 kl. 10:32

11 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

Guðríður...Ég verð að viðurkenna að ég skil ekki hvernig þessi pæling tengist nákvæmlega þessari grein þó svo að ég skilji hvað þú ert að fara og finnst þetta skemmtileg pæling hjá þér. Það sem ég átti við er að lífið er skemmtilegt ef þú einsetur þér að það sé það. Það þarf ekkert nema hugarfarið til þess. Þetta hefur ekkert með neitt að feika þar til þú meikar að gera heldur að rækta andartakið í kringum sig með upplífgandi athöfnum. Reyndar gæti ég verið að misskilja þig.

Dixxa... Já nákvæmlega...

Brjánn.... Mín leið til að njóta leiðindanna er að sjá lífið frá sjónarhorni háðfuglsins.. þá er u leiðindin miklu skemmtilegri oft á tíðindum skemmtilegasta við lífið..

Takk fyrir komentin.. 

Brynjar Jóhannsson, 15.2.2008 kl. 15:06

12 Smámynd: Guðríður Pétursdóttir

Já ég er líka að meina hugarfarið sko, kannski kom þetta bara asnalega út hjá mér.. þegar ég sagði fake it til you make it var ég að meina svo lengi sem maður einsetur sér að allt sé frábært þá verður það það... bara svona eins og þú sjálfur varst að segja

Mashimaro Emoticons

Guðríður Pétursdóttir, 15.2.2008 kl. 20:53

13 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

the secret pælin heyrist mér

Brynjar Jóhannsson, 16.2.2008 kl. 02:34

14 Smámynd: Halla Rut

Ég sé þetta nákvæmlega eins og þú en hef alltaf fengið mikla gagnrýni fyrir þennan hugsanahátt. Skoðun mín á alkaholisma, ég þori ekki að skrifa hana hér.... 

Halla Rut , 16.2.2008 kl. 11:16

15 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

Halla..

Ég heyrði þetta af alkahólistum.. að alkaholismi sé fyrst og fremst edrúvandamál. 

Brynjar Jóhannsson, 16.2.2008 kl. 11:59

16 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Smælaða framan í heiminn, þá smælar heimurinn framan í þig...

Gunnar Helgi Eysteinsson, 16.2.2008 kl. 20:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Brynjar Jóhannsson

Höfundur

Brynjar Jóhannsson
Brynjar Jóhannsson
Ég heiti Brynjar jóhannsson og er að gefa út mína fyrstu skáldsögu sem heitir Martraðaprinsinn og er það útgáfufélagið Sarasvati sem gefur mig út.

Tónlist

www.brylli.com

Heimasíðan MÍN..


Tónlistarspilari

- Antymedro- sexual-lokamix

Nýjustu myndböndin

Gróa á Leyti

Kúrekinn

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...ahaugurnytt
  • DSC_0040
  • Pjakkurinn
  • n556750566 5295516 7415
  • 2cats_543477

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 5
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 9
  • Frá upphafi: 185561

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband