Til varnar valdarefa

Ég kippi mig ekkert upp við það að Villti Spilti Villi og einkavæddu eiginhagsmunaálfanir skulu vera komnir aftur við völd í Reykjavík þó svo að ég sé jafnaðarmaður að eðlisfari. Ég lít á þetta sem eðlilegan hlut af hinum politíska leik að stjórnmálaflokkar geri hvað þeir geta til að ná völdum og sé ekkert athugavert við slíka valdaleiki. Pólitík hefur alltaf snúist um hugasmuni og völd frá mínum bæjardyrum séð. Allaveganna kýs ég þann stjórnmálaflokk sem þjónar best mínum hagsmunum hverju sinni og er algjörlega viss að margur fyrirtækjaeigandinn kýs Sjálfstæðisflokkinn út af sömu ástæðu.

Valdarefir ...... 

Ég finn til með Birni Inga Hrafnsyni út af þeirri einföldu ástæðu að hann hefur ekki gert neitt annað en að leika þennan pólitíska leik.Honum hefur tekist ítrekað að viðhalda politísku lífi sínu sem hefur kostað sitt því hann hefur fengið marga upp á móti sér. Síendurtekið er verið að ráðast að honum og menn í hans samstarfsflokki skjóta á hann með stóryrtum alhæfingum þannig að það mætti halda að þetta séu politískir andstæðingar en ekki samherjar í politík. Vissulega á Björn að svara fyrir þessi milljóna föt sem hann keypti en ég get samt ekki betur séð en að sá sem að skítur þessu að honum hefði ekki séð neitt athugavert ef að Jón Sigurðsson eða Halldór Ásgrímsson hefðu klætt sig í þessi föt. Að það hafi verið Björn Ingi Hrafnson var ástæðan fyrir því að hann gerði þetta að umræðumáli og er ég sannfærður að í raun og veru er maðurinn sem skítur þessu ENGU MINNI framapotari og fyrir mér er þetta tal hins tapsára sem varð undir í baráttu innan flokksins.

Ég vil þó ítreka að ég er er ekki framsóknarmaður og mun örugglega ekki kjósa þann flokk nokkurn tíman. Ég hef eingöngu tekið eftir því að fólk eins og Björn eða Kristinn H Gunnarsson liggja betur við höggi vegna fortíðar sinnar en annað fólk. Kristinn var nýlega ásakaður um að mynda sundrungu meðal frjálslinda eingöngu vegna þess að hann setti sig upp á móti innflytjenda löggjöfinni. Með öðrum orðum aðrir menn innan flokksins nýttu sér hans fortíð til að ná sér niður á honum. Mín kenning er sú að ástæðan hefur með þeirra eigin hagsmuni að gera enn ekki vegna hugsjóna. 


mbl.is Margrét og Guðrún með gamla meirihlutanum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

Ég ætlaði að segja að Kristinn H Gunnars setti sig upp á móti innflytjenda stefnu flokksins

Brynjar Jóhannsson, 22.1.2008 kl. 21:17

2 Smámynd: Lárus Gabríel Guðmundsson

Æi, allt þetta bull minnir mig meira á rifrildi um það hver á að vera í nemendaráði einhvers framhaldsskóla en nokkuð annað...Hundleiðinlegt í raun og veru og ef það væri ekki fyrir það að ég rækist á þetta í fréttum fyrir slysni myndi ég ekki einu sinni nota eina hugsun í þetta bull...Borgarstjórnin er eins og umferðarljós, breytist á fimm mínútna fresti......verði þeim að góðu

Lárus Gabríel Guðmundsson, 22.1.2008 kl. 22:21

3 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

Þema greinarinnar Lárus er sú að mér finnst eins og framapot í politík sé orðið þannig að Valdarefir noti það á aðra valdarefi að þeir séu valdarefir eins og í tilfelli Björns Inga Hrafnssonar.. Maður sem verður undir í kostningarbaráttu fer í fýlu út í hann og fer að nýða af honum skóinn.

Brynjar Jóhannsson, 22.1.2008 kl. 23:09

4 Smámynd: Lárus Gabríel Guðmundsson

já skil ekki hvernig þeir hafa tíma til að sinna hagsmunum hins almenna borgara í öllu þessu valdabralli, virðist vera full vinna út af fyrir sig að berjast um völdin...

Lárus Gabríel Guðmundsson, 23.1.2008 kl. 00:54

5 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

ÞVÍ að hún er HELVÍTIS TÍK ÞESSI POLITÍK.

Brynjar Jóhannsson, 23.1.2008 kl. 01:13

6 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Jónína Dúadóttir, 23.1.2008 kl. 06:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Brynjar Jóhannsson

Höfundur

Brynjar Jóhannsson
Brynjar Jóhannsson
Ég heiti Brynjar jóhannsson og er að gefa út mína fyrstu skáldsögu sem heitir Martraðaprinsinn og er það útgáfufélagið Sarasvati sem gefur mig út.

Tónlist

www.brylli.com

Heimasíðan MÍN..


Tónlistarspilari

- Antymedro- sexual-lokamix

Nýjustu myndböndin

Gróa á Leyti

Kúrekinn

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • ...ahaugurnytt
  • DSC_0040
  • Pjakkurinn
  • n556750566 5295516 7415
  • 2cats_543477

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.4.): 3
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 25
  • Frá upphafi: 184837

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 25
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband