Valhöll brennur

Ég hef beðið eftir þessari stund í fjölda mörg ár! Valhöll er að brenna til kaldra kola. Ekkert gleður mitt raunsæishjarta meira en að sjá þetta sóttarbæli í rjúkandi rúst og nú er aðeins spurning hvað sé hyggilegt byggja upp úr úr þessum morðljóta kofabjálka. Kofabjálka sem á heiðurinn á því að hafa komið íslandi nánast til helvítis með afleiddum stjórnaraðferðum og alið upp einhverja afleiddustu kynslóð af viðskiptahákörlum allra tíma. Mín tillaga er að við höldum ærlega hátíð á meðan þessi draugahöll brennur og byggt verði úr bruna rústum þess eitthvað snöggt um skárra en þessi pólítíska hrillingsmynd sem hefur sýnt sína réttu hlið undanfarin misseri.

 


 


mbl.is Allt komið fram sem máli skiptir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Verð bara að taka undir þennan kjarnyrta pistil um leið og ég óska þér gleðilegra páska

Jónína Dúadóttir, 12.4.2009 kl. 07:23

2 identicon

Borgin brennur víða!! Pólitíska hryllingsmyndin nær ekki bara til Valhallar

Ég get nú ekki sagt að ég bíði eftir að það brenni ofan af öllum þingmönunum okkar, Þeir eru upphafið að öllu þessu helvítis fokking fokki. Ég vill að þeir sem komu að stjórnum síðustu 18 ára bjóði sig ekki aftur fram til þings og á það við Sjálfstæðismenn, Framsókn og Samfylkinguna líka.

Hækjurnar sem studdu Sjálfstæðismenn til valda fá ekkert prik frá mér fyrir undirlægjuháttinn sem þær sýndu bara til að vera með. Að taka þátt í að fremja glæp og benda á hin í ímynduðu sakleysi með hrokann uppí háls yfir eigin ágæti er tvöfaldur glæpur.

Kv. Jón Örn frá GlæpaSkaga.

Jón Örn Arnarson (IP-tala skráð) 12.4.2009 kl. 09:54

3 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

Jónína...

Takk sömuleiðis.. Gleðilega páska.

Jón Örn.

Eg ætla ekki að fría neinn undan ábyrgð og finnst t.d Framsókn hafa sloppið ótrúlega vel. Hitt er aftur á móti bláköld staðreynd að ef samfylking hefði ekki verið með þessum flokki við stjórntaumanna hefðu ekki gerst stjórnskipti. Fljótlega eftir bankahrunið sögðu menn þar á bæ að það þyrfti að kjósa í hið snarasta en það voru aftur á móti sjáflstæðismenn sem drógu lappirnar.
Ástæða bankahrunsins er fyrst og fremst, vegna einkavæðingu bankanna, fráleiddrar hagstjórnar og út af því að íslenskt samfélag hafði verið blóðmjólkað og tekin lán út á það erlendis með kúlulánum. Sá flokkur sem ber höfuðábyrgð á þeim gjörðum er fyrst og fremst sjáfstæðisflokkurinn því hann hefur alltaf verið talsflokkur fyrirtækjanna hérlendis ásamt framsókn.

Hitt er .. vissulega rétt að Samfylkingin ber sína ábyrgð en ég tel hana líka hafa gengist við henni með einum öðrum hætti. bæði með viðbrögðum og líka með því að viðurkenna að um mistök hafi verið að ræða.

það þarf stjórnlagaþing og gjörbreita öllu íslandi... lýðræðið þarf að komast nær fólkinu í landinu. 

Brynjar Jóhannsson, 12.4.2009 kl. 13:47

4 identicon

Sæll Brynjar og gleðilega hátíð.

það hlýtur að hafa farið framhjá mér þegar syndaaflausn Samfylkingarinar fór fram. Hef ekkert séð þá seigja eða gera eitthvað annað eða öðruvísi en hinir hafa gert sem gerir stöðuna hjá þeim betri.Hafi þeir talið fólki trú um annað sýnir bara skort á pólitískri siðferðislegri ábyrgð.

Það litla sem gert var kom of seint og breytir ekki þeirri staðreynd að Samfylkingin var við stjórnvölinn með Sjálfstæðimönnum þegar skútan strandaði, sum sé allt sama skítapakkið í mínum huga. Það er nefnilega þannig að þegar þú ert kjörinn til starfa á alþingi þá berð þú ábyrgð á hag lands og þjóðar, gildir þá einu í hvaða flokki þú ert ef þú veist eitthvað sem varðar þjóðarhag þá leggst þú ekki í víking og telur þjóðinni og umheiminum trú um annað. Þau stóðu saman í því Ingibjörg og Geir með útrásarvíkingum og fleirum.

Ætla mér ekki að verja gjörðir Sjálfstæðismanna og Framsóknar, þeir hafa sáð og munu uppskera eftir því. Mér finnst bara að það sé verið að upphefja Samfylkinguna fyrir eitthvað sem þeir eiga ekki skilið frekar en hinir sem hafa staðið að stjórn landsins.

Krafa mín er einföld: ég vill ekki sjá þá þingmenn sem komið hafa að stjórn landsins undanfarinn 18 ár á þingi aftur. Þeir verða að axla pólitíska ábyrgð með því að taka pokann sinn.

Algjörlega sammála þér með stjórnlagaþingið.

Jón Örn Arnarson (IP-tala skráð) 12.4.2009 kl. 14:34

5 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

Ég er nátturulega ekkert að hefja samfylkinguna upp til vegs og virðingar enda stið ég ekki þann flokk.

þú segir

"ég vill ekki sjá þá þingmenn sem komið hafa að stjórn landsins undanfarinn 18 ár á þingi aftur. Þeir verða að axla pólitíska ábyrgð með því að taka pokann sinn"

Síðast liðin 18 ár hafa Alþýðuflokkurinn, Sjálfstæðisflokkurinn, Samfylkingin og framsókn stjórnað þessu landi.

Alþýðuflokkurinn er orðin að samfylkingu og framsókn er að mér skilst mest megnis búin að skipta um foristulið að nafninu til. Breytingarnar hjá sjálfstæðisflokknum eru ekki meiri en svo að fólk hækkar upp í listum.

Samfylkingin hefur lítið sem ekkert breyst og þykir mér það miður. Hitt er aftur á móti staðreynd að samfylkingin hefur fúslega viðurkennt að þeirra mestu mistök hafi verið að ganga til liðs við sjálfstæðisflokkinn fyrir síðustu kostningar. Helgi Hjörvar kom fram í kastljósþætti og sagði samfylkinguna bera ábyrð á að hafa verið í samstarfi með þessum flokki í fjöldamörg ár og einnig hefur Einar Ágússtsson komið fram og gefið svipað í skyn.

Ef þú villt halda því fram að núverandi ríkisstjórn sé ekki skömminni skárri þá vil ég benda þér samt á nokkrar staðreyndir sem benda á að það sé ekki rétt hjá þér.

1. færasti saksóknari evrópu er ráðin til þess að annast rannsókn sem varða bankahrunið.

2. einkavinavæðing á spítölum er hætt umsvifalaust og farið þá leið að skera niður á spítölum með öðrum hættii og reynt eftir fremsta megni að segja ekki upp starfsfólki.

3. fólk... sem er að lenda í nauðungaruppboðum stendur sá valmöguleiki til boða að fá að búa í húsum sínum en ekki hent út á götuna en ég get lofað þér því að það hefði ekki komið til mála ef hægri stjórn væri við lýði.

4. Samkvæmt nýjustu fréttum.... er búið að fella niður skuldir um meira en 80% sem einkaaðilar komu íslendingum í og samkvæmt nýjustu tölum sem ég las hjá samtökum atvinnulífsins nema skuldir íslendinga um fimmhundrað milljarða og kemur það heim og saman við það sem gylfi magnússon sagði að skuldir íslendinga næmu um 1000 milljarða eftir að búið sé að skila aftir láni sem við þurfum ekki hjá alþjóðagjaldeyrissjóðnum

5. í fyrsta skipti síðan ég fæddist er fræðimaður ráðin til ráðuneita- Gylfi Magnússon og þessi þarna yfir dómsmálaráðuneitinu sem ég man aldrei hvað heitir.

6. Ráðin er menntamálaráðherra sem er rosalega sæt- en það skiptir gríðarlega miklu máli að það sé að minnsta kosti hægt að njóta fegurðar eins ráðherra og fullyrði ég að hún er miklu glæsilegri skutla en t.d sif friðleifsdóttir.

Brynjar Jóhannsson, 12.4.2009 kl. 15:18

6 identicon

Hmm frændi,

Ég verð að leiðrétta mig, ég á ekki við VG í þessari bráðabirgðastjórn sem nú situr fram að kjördegi heldur þá sem voru þau 18 ár þar á undan og þar með talinn Alþýðuflokkinn, en upphafið að allri vitleysunni byrjar þar.

1. Líst vel á þessa frönsku, verst að ég skil hana ekki:)

2. Ég er á biðlista vegna kvilla sem ég geng með, biðtíminn hefur frekar lengst heldur enn hitt þannig að eitthvað er ekki að virka.

3. Af hverju þarf fólk að lenda í nauðungaruppboðum. Nær væri að búa þannig um hlutina að það þurfi ekki að gerast.

4. Ég er einkaaðili í orðsins fylstu merkingu , enn fæ ekkert niðurfelt.

5. Ég kann vel við þessa ráðningu á Gylfa og miss judge, Hefði viljað sjá sambærilega ráðningu í fjármálaráðuneytinu og láta Steingrím yfir iðnaðar, sjávarúveg og landbúnað til að redda fleiri störfum.

6. Hún er sæt og væri spennandi að sitja með henni og miss judge (Ragna Árnadóttir) en hún er ekki síður foxí.

Jón Örn Arnarson (IP-tala skráð) 12.4.2009 kl. 15:52

7 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

Jón ..

Þegar ég átti við einkaaðilar... þá átti ég við útrásarvíkingarnir. Icesavedeiluna og fleirri mál. En samkvæmt því sem ég hef lesið fellur ekki mikið af því á ríkið eftir allt saman.

Fólk er vissulega að lenda í nauðungaruppboðum því það er gjaldþrota en það sem ég við er að hvernig er tekið á málum.. þegar komið er að nauðungaruppboðum þá fær fólk að búa lengur í íbúðunum eð fram í novomber ef ég man rétt.

persónulega finnst mér þessi ríkisstjórn mun skárri en sú sem var á undan en ég ætla ekki að gera henni svo slæmt að telja hana ekki yfir alla gagnríni hafin. Í þá gryfju féllu sjálfstæðismenn á sínum tíma og óska ekki félaghyggjunni þá ógæfu og finnst því gagnríni bara af hinu góða.

Brynjar Jóhannsson, 12.4.2009 kl. 16:06

8 identicon

Heyrðu, það þarf að taka veð í Valhöll fyrir 55 milljóna skuld við nýju bankana og töluvert meiru næsta hálfa mánuðinn.  Kofinn var talinn með valdatryggingu fyrir ca. 25% og því tryggingarfélagi er alveg sama þó húsráðendur hafi kveikt í kofanum sjálfir og leggja alltaf sitt fram.

Við framreikningu á styrkjum kom þó í ljós að þeir voru siðferðistryggðir og einmitt vegna þess að enginn í Sjálfstæðisflokknum kannast við að hafa þurft að segja takk má vel vera að 25% tryggingin verði jafvel ekki fyrir nema 20% þegar upp er staðið. 

Bragi (IP-tala skráð) 12.4.2009 kl. 22:36

9 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

er ekki málið að setja upp nýja kringlu þarna ? eða nei ég gleymdi því að góðærið er búið og nóg til af húsnæðum. Ætli það sé ekki best að breita þessu í bílastæði.

Brynjar Jóhannsson, 12.4.2009 kl. 22:44

10 Smámynd: S. Lúther Gestsson

Þú veist ekki muninn á bruna og bruna Brylli. Þetta er ekkert nema svolítill sinubruni og eins og flestir vita verður grasið mikið fallegra og sprettan mun meiri eftir sinubruna.

S. Lúther Gestsson, 15.4.2009 kl. 21:13

11 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

SINUBRUNI ??
ef svo er þá er  VALHÖLL STRÁHÝSI

Brynjar Jóhannsson, 18.4.2009 kl. 04:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Brynjar Jóhannsson

Höfundur

Brynjar Jóhannsson
Brynjar Jóhannsson
Ég heiti Brynjar jóhannsson og er að gefa út mína fyrstu skáldsögu sem heitir Martraðaprinsinn og er það útgáfufélagið Sarasvati sem gefur mig út.

Tónlist

www.brylli.com

Heimasíðan MÍN..


Tónlistarspilari

- Antymedro- sexual-lokamix

Nýjustu myndböndin

Gróa á Leyti

Kúrekinn

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • ...ahaugurnytt
  • DSC_0040
  • Pjakkurinn
  • n556750566 5295516 7415
  • 2cats_543477

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 21
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband