Alltaf gaman að gera sjálfan sig að algjöru fífli.

Ég fór inn Í upptöku-studio um helgina hjá Bigga Baldurs og kláraði gítargrunna á plötunni minni. Gítarleikarinn sem ég fékk til að klára grunnanna var ekki af verri gerðinni en þar var á ferðinni engin annar en Eðvarð Lárusson en hann er að mínu mati einn af þeim allra bestu hérna á Íslandi. Maðurinn er skuggalega mikill musikkant og með rosalegasta tóneyra sem ég hef heyrt í fyrr eða síðar. Hann hlustaði á lögin mín einu sinni í gegnum labb-topp tölvuna mína og þurfti ekki einu sinni að pikka þau upp.Gítargúrúið labbaði svellkalt inn í stúdioklefan og spilaði eins og engill. Ég get aldrei fullþakkað honum fyrir að hafa klárað þessa tvo gítargrunna fyrir mig enda er maðurinn snillingur á sínu sviði.

 

Indriði í bílnum

 

Það kom eitt verulega skondið dæmi upp inni í studíoinu. Ég bað Bigga Baldurs og Edda Lár, sem eru báðir atvinnuhljóðfæraleikarar og hágæðaspilarar að fara yfir gítar sem Ingi Valur var búin að spila inn. Ég var gallharður á að gítarinn væri með einhverri tónfelskju og passaði ekki við lagið. Til þess að gera mig af ennþá meira fífli heyrðist í röddinni minni sem var svo pípandi fölsk að þeim báðum verkjaði í eyrun.  það sem var broslegast var að hvorugur þeirra heyrðu neina felskju í gítarnum.

SKO HEYRIÐ HÉRNA Gasp

Uuu ég heyri eiginlega ekki neitt sem er að þessum gítari- ErrmWoundering Sögðu þeir hvor á sinn hátt með hálf sposkum svipi.

 

Óhjákvæmilega minnti ég

 

sjálfan mig á þennan mann.

 

Verandi með tvo topp-hljóðfæraleikara fyrir framan sig og haldandi svona þvælu fram er náttúrulega ekkert annað en drep fyndið.

Eða mér finnst það allaveganna.

 

Svona hef ég

 

einkennilegan

 

húmor Whistling


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Signý

Alveg..... alveeeeeeg!!

En já... maður er stundum ekki skarpari en skólakrakki gott hjá þér samt að reyna að þykjast vita betur en þessir menn... Það má alltaf reyna

Signý, 21.8.2008 kl. 20:49

2 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

Hahahaha.....

Já það er gamana. 

Ég þorði því reyndar ekki lengi enda ... Gerði ég mér grein fyrir því að það væri ALGJÖRLEGA VONLAUST . Enda báðir tveir mörgum ljósárum á undan mér í þekkingu á tónlist. 

Brynjar Jóhannsson, 21.8.2008 kl. 21:00

3 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

flott að taka Indriðann á þetta

Brjánn Guðjónsson, 22.8.2008 kl. 00:02

4 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Mér finnst ferlega flott að þér skuli þykja það fyndið, mér finnst það líka

Jónína Dúadóttir, 22.8.2008 kl. 06:08

5 Smámynd: Sigríður Hafsteinsdóttir

...og hver á að gera við þetta? Er það ÉÉÉG???!!!

Sigríður Hafsteinsdóttir, 22.8.2008 kl. 11:25

6 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

Brjánn og Jónína

Það er ekki hægt að plumma sig í tónlistarbransanum öðruvísi en að hafa humor fyrir sjálfum sér. Allaveganna ætla ég ekki að berja hausnum í veggin þegar ég sá andltið á Edda Lár sem var einhvern vegin svona ------> --------->------------>  þegar hann heyrði hvað ég var pípandi falskur. Aað segja svona við gaura ... sem hafa unnið með þeim öllum bestu á Íslandi því þeir eru með þeim bestu en ... Er nátturulega ekkert nema drepfyndið.

Sigríður Hafsteinsdóttir.

auðvitað átti ég að ekki að gera við þetta... heldur þeir hvað annað :)

takk fyrir komentin.  

Brynjar Jóhannsson, 22.8.2008 kl. 16:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Brynjar Jóhannsson

Höfundur

Brynjar Jóhannsson
Brynjar Jóhannsson
Ég heiti Brynjar jóhannsson og er að gefa út mína fyrstu skáldsögu sem heitir Martraðaprinsinn og er það útgáfufélagið Sarasvati sem gefur mig út.

Tónlist

www.brylli.com

Heimasíðan MÍN..


Tónlistarspilari

- Antymedro- sexual-lokamix

Nýjustu myndböndin

Gróa á Leyti

Kúrekinn

Bloggvinir

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • ...ahaugurnytt
  • DSC_0040
  • Pjakkurinn
  • n556750566 5295516 7415
  • 2cats_543477

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband